"Windows failed to start" eftir skipti á hörðum disk

Skjámynd

brain
vélbúnaðarpervert
Póstar: 969
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 134
Staða: Ótengdur

Re: "Windows failed to start" eftir skipti á hörðum disk

Pósturaf brain » Fös 25. Júl 2014 15:11

Þetta er komið í svo marga hringi hjá þér að þú verður að byrja upp á nýtt.

Þú ætlar að setja SSD í fartölvuna og nota þær skrár sem tilheyrðu þér sem voru á HDD.

Ef SSD er minni í GB en gamli HDD, gætiru lent í vandamálum með að clona gamla HDD yfir á SSD. Clonne forrit vilja ekki clona stærri image yfir á minni diska.
Ef þetta er raunin þá notarðu aðferð 1.

Aðferð 1.
Áður en þú tekur HDD úr fartölvuni, þá keyriru Data Migration Tool og setur þau gögn sem forritið velur á USB eða brennir á CD/DVD
Data Migration Tool tekur BARA afrit af þínum skrám, ekkert af stýrikerfinu fer með.
Tekur HDD úr setur SSD í, og setur upp hreinan windows. Ef þú átt ekki Windows DVD, eða þann uppsetningardisk sem fylgdi tölvuni, þá verðuru eins og er búið að benda þér á að annaðhvort ná í hann hjá Microsoft, eða kaupa nýjan. Það er á öllum fartölvum miði með sería no af Windows, og þú átt að getað ná í afrit frá Microsoft.
Kannski getur umboðsaðili hjálpað.

Þú kemst ekkert lengra en þetta áður en þú setur upp Windows.

Þegar þú ert búinn að setja upp hreina útgáfu af Windows, þá keyrriru DMT í nýja Windows, og beinir því á USB lyklilinn eða CD/DVD , þar sem þú geymdir skránar.

Eftir að DMT er búin að hlaða inn ertu kominn með nýjan Windows á SSD með öllum þínum skrám á.


Aðferð 2
Ef SSD er stærri en gamli HDD, er þetta miklu aðuveldara. Gamli HDD er hafður í tölvuni og nýji SSD tengdur gegnum USB, annaðhvort docka eða flakkari.
Náðu þér í Clonezilla foritið, og keyrðu upp

Cloanaðu síðan gamla HDD yfir á SSD. Þegar það er búið, tekuru gamla HDD úr vélini og setur SDD í.

Reboot !



Skjámynd

Höfundur
EggstacY
Fiktari
Póstar: 78
Skráði sig: Sun 16. Ágú 2009 23:22
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: "Windows failed to start" eftir skipti á hörðum disk

Pósturaf EggstacY » Fös 25. Júl 2014 15:12

Þakka hjálpina þetta er komið :)