Áreiðanlegasti HD

Skjámynd

Höfundur
C3PO
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 350
Skráði sig: Mið 22. Mar 2006 09:10
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Áreiðanlegasti HD

Pósturaf C3PO » Fös 20. Jún 2014 05:58

Sælir vaktarar

Er að fara að uppfæra hjá mér tölvuna og ætla að skipta út 3 500Gb Seagate diskum og fá mér nýja.
Spurning um að fá sér 2x2Tb Seagate og keyra í raid eða fá sér 1 stk 3-4TB disk.
Þetta verður í tölvunni minn og mun geyma gögning mín ásamt möppunni með öllum mínum leikjum. Þetta þarf að vera áræðanlegt. Er þó með eksternal backupp fyrir það helsta.

Spurningin er hvað á ég að velja??
Það eru komnar svo margar útgáfur af diskum síðan að ég keypti síðast að ég er ekki alveg viss.
Nú Er Seagate ódýrastir og ég hef átt nokkra svoleiðis gegnum tíðina og ekkert vessen.
Hvað með WD NAS diska ??
Eða WD Black/Blue/Green.??

Er einhver sem getur hent á mig nokkrum punktum.??
Eða kannski bara að kaupa 2.stk 2Tb Seagate því að þeir eru ódýrastir. :D

Kv. D


AM4 Ryzen-Gigabyte X470 AORUS Ultra Gaming - AMD Ryzen 7 2700X 3.7GHz, Turbo 4.3GHz, 8-kjarna
Corsair 16GB kit (2x8GB) DDR4 3200MHz, CL16, Vengeance LPX - Samsung 960 EVO M.2 500GB SSD,
Nvidia GTX 1080 Ti.

Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3086
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Áreiðanlegasti HD

Pósturaf lukkuláki » Fös 20. Jún 2014 08:11

Reynsla manna er misjöfn eins og og diskarnir eru margir.
Ég kaupi sjálfur bara Seagate diska en vil ekki sjá Samsung eða WD ástæðan er bara reynsla mín .... Bæði WD og Samsung diskar hafa farið hjá mér en Seagate gengur eins og klukka en það státa margir af einmitt þver öfugri reynslu.


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.

Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Áreiðanlegasti HD

Pósturaf KermitTheFrog » Fös 20. Jún 2014 08:38

^^

Hef alltaf keypt Seagate og þeir hafa aldrei verið til sérstaklegra vandræða. Hér fyrir neðan býst ég við kommentum um að Seagate sé alltaf að bila.

Ég mæli hins vegar með því að ef þú ert að geyma gögn sem þú vilt ekki missa, notaðu RAID eða hafðu backup á tveimur stöðum. Sama hvaða HDD brand þú kaupir. Ég er með tvær RAID5 stæður í tölvunni minni (1.5TB og 2TB diskar). Það eru ákveðin þægindi sem skapast við það.
Síðast breytt af KermitTheFrog á Fös 20. Jún 2014 08:38, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Höfundur
C3PO
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 350
Skráði sig: Mið 22. Mar 2006 09:10
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Áreiðanlegasti HD

Pósturaf C3PO » Fös 20. Jún 2014 08:38

lukkuláki skrifaði:Reynsla manna er misjöfn eins og og diskarnir eru margir.
Ég kaupi sjálfur bara Seagate diska en vil ekki sjá Samsung eða WD ástæðan er bara reynsla mín .... Bæði WD og Samsung diskar hafa farið hjá mér en Seagate gengur eins og klukka en það státa margir af einmitt þver öfugri reynslu.


Satt segirðu. Margir með missjafna reynslu. Ætli marr velji ekki bara 3TB Seagate. Lang ódýrast.


AM4 Ryzen-Gigabyte X470 AORUS Ultra Gaming - AMD Ryzen 7 2700X 3.7GHz, Turbo 4.3GHz, 8-kjarna
Corsair 16GB kit (2x8GB) DDR4 3200MHz, CL16, Vengeance LPX - Samsung 960 EVO M.2 500GB SSD,
Nvidia GTX 1080 Ti.

Skjámynd

peturthorra
vélbúnaðarpervert
Póstar: 918
Skráði sig: Þri 18. Apr 2006 01:26
Reputation: 68
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Áreiðanlegasti HD

Pósturaf peturthorra » Fös 20. Jún 2014 08:51

Rétt hjá Lukkuláka, þetta er rosalega misjafnt, hvað menn eru að lenda í með þessa diska. Ég fæ mér alltaf WD, því þeir hafa reynst mér vel.


Asus G14 - 2021 | ASUSTOR NAS 26TB | LG B1 OLED | PS5 | XBOX SX | Klipsch 5.0 | Yamaha |

Skjámynd

MuGGz
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1652
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 01:23
Reputation: 6
Staðsetning: Fyrir framan tölvuna ?
Staða: Ótengdur

Re: Áreiðanlegasti HD

Pósturaf MuGGz » Fös 20. Jún 2014 08:58

WD eru þeir diskar sem hafa gengið og gengið hjá mér alveg endalaust




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Áreiðanlegasti HD

Pósturaf AntiTrust » Fös 20. Jún 2014 09:29

Ég er búinn að nota Seagate 7200.X diska síðustu 10 ár hugsa ég. Held ég fari aldrei aftur í Seagate eftir gang síðustu 4 ára. Búinn að vera með ýmsar útgáfur af skráarþjónum heima og ég get svo svarið það að ég skipti orðið um diska á 1-2 mánaða fresti. Var að fara í gegnum diskakassann minn og prófa til að sigta út það sem er nothæft. Allt diskar yngri en 3 ára, 11x1.5TB ónýtir, 4x500GB ónýtir, 3x1TB ónýtir, 2x3TB ónýtir og mikið fleiri minni diskar en vissulega talsvert eldri. Akkúrat núna er ég að fara að skipta um annan 3TB Seagate diskinn í unRAID servernum hjá mér á 3 mánaða tímabili. Allir diskar hafa það sameiginlegt að vera ónothæfir útaf skemmdum sectors, og þrátt fyrir að Seagate diagnostic tools vilja meina að það sé lagfæranlegt með low-level formatti þá hefur það aldrei virkar í mínum tilfellum.

En.. Einn notandi er bara dropi í hafið, og því vísa ég í þessar niðurstöður frá Backblaze:

Mynd

Þetta tiltekna 1.5TB módel (ST31500341AS) er með skv. þeim um 25.4% annual failure rate. LP drifin eru víst umtalsvert áreiðanlegri, en samt með um 10% failure rate. 3TB drifin rokka frá 7.2-9.9% annual failure rate. Af listanum þeirra að dæma standa Hitachi by far fremst þegar kemur að áreiðanleika.



Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3086
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Áreiðanlegasti HD

Pósturaf lukkuláki » Fös 20. Jún 2014 09:42

C3PO skrifaði:
lukkuláki skrifaði:Reynsla manna er misjöfn eins og og diskarnir eru margir.
Ég kaupi sjálfur bara Seagate diska en vil ekki sjá Samsung eða WD ástæðan er bara reynsla mín .... Bæði WD og Samsung diskar hafa farið hjá mér en Seagate gengur eins og klukka en það státa margir af einmitt þver öfugri reynslu.


Satt segirðu. Margir með missjafna reynslu. Ætli marr velji ekki bara 3TB Seagate. Lang ódýrast.


Þú ættir líka að taka mið af því hve mikið af gögnum þetta er sem þú vilt geyma. Þú tapar bara meiri gögnum með því að missa 3 TB. disk.
Ef þetta er ekki nema kannski 500GB. þá skaltu frekar fá þér 2 x 1TB diska en 1 x 3TB. þú ert mun öruggari með gögnin þín á 2 stöðum en einum og ennþá öruggari með gögnin á 3 stöðum og þar af einn disk ekki á þínu heimili.
ALDREI vera með gögnin bara á einum stað, þó þú sért kannski ekki með RAID uppsett á 2 diska eða fleiri vertu þá alltaf með AFRIT á öðrum stað.
Ef þú færir ljósmyndasafnið þitt inn á flakkara og það er eina backup-ið þá skaltu EKKI eyða þeim úr tölvunni flakkarinn getur líka eyðilagst.


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.

Skjámynd

Höfundur
C3PO
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 350
Skráði sig: Mið 22. Mar 2006 09:10
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Áreiðanlegasti HD

Pósturaf C3PO » Fös 20. Jún 2014 09:44

AntiTrust skrifaði:Ég er búinn að nota Seagate 7200.X diska síðustu 10 ár hugsa ég. Held ég fari aldrei aftur í Seagate eftir gang síðustu 4 ára. Búinn að vera með ýmsar útgáfur af skráarþjónum heima og ég get svo svarið það að ég skipti orðið um diska á 1-2 mánaða fresti. Var að fara í gegnum diskakassann minn og prófa til að sigta út það sem er nothæft. Allt diskar yngri en 3 ára, 11x1.5TB ónýtir, 4x500GB ónýtir, 3x1TB ónýtir, 2x3TB ónýtir og mikið fleiri minni diskar en vissulega talsvert eldri. Akkúrat núna er ég að fara að skipta um annan 3TB Seagate diskinn í unRAID servernum hjá mér á 3 mánaða tímabili. Allir diskar hafa það sameiginlegt að vera ónothæfir útaf skemmdum sectors, og þrátt fyrir að Seagate diagnostic tools vilja meina að það sé lagfæranlegt með low-level formatti þá hefur það aldrei virkar í mínum tilfellum.

En.. Einn notandi er bara dropi í hafið, og því vísa ég í þessar niðurstöður frá Backblaze:

Mynd

Þetta tiltekna 1.5TB módel (ST31500341AS) er með skv. þeim um 25.4% annual failure rate. LP drifin eru víst umtalsvert áreiðanlegri, en samt með um 10% failure rate. 3TB drifin rokka frá 7.2-9.9% annual failure rate. Af listanum þeirra að dæma standa Hitachi by far fremst þegar kemur að áreiðanleika.


Takk fyrir góðar upplýsingar. :happy
Þú sem sagt mælir með WD.?? En hvaða týpu, Green, blue eða RED. Bara fyrir svona almenna geymslu og notkun, en ekki fyrir stýrikerfi.

Kv. D


AM4 Ryzen-Gigabyte X470 AORUS Ultra Gaming - AMD Ryzen 7 2700X 3.7GHz, Turbo 4.3GHz, 8-kjarna
Corsair 16GB kit (2x8GB) DDR4 3200MHz, CL16, Vengeance LPX - Samsung 960 EVO M.2 500GB SSD,
Nvidia GTX 1080 Ti.


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Áreiðanlegasti HD

Pósturaf AntiTrust » Fös 20. Jún 2014 10:11

Fyrir RAID myndi ég forðast allar "Green" týpur. Þeir parka leshausnum á sér og valda ítrekuðum vandræðum í RAID uppsetningum. Fyrir nokkrum dögum prufaði ég mér til gamans að setja 2x1.5TB Seagate og 1x1.5TB WD Green diska saman í RAID5 uppsetningu, og eins og ég bjóst við tilkynnti stæðan mér að hún væri í "failure mode" þar sem að Green diskurinn var alltaf detectaður sem missing member.

Þegar kemur að þessum línum hjá WD þá ertu yfirleitt að borga meira fyrir meiri áreiðanleika. Black línan á að vera langlífust og kemur með 5 ára ábyrgð frá framleiðanda. RED drifin eru hugsuð fyrir storage og þau rokka því á milli 5400 og 7200rpm til að spara rafmagn, og því lengri access tímar vs. static 7200rpm diska.

Það eru hinsvegar milljón samsetningar sem eru í boði fyrir þig, hvert með sína kosti og galla. Nokkur dæmi..

a) 4x1TB í RAID10. Færð striping og mirroring, þ.e. bæði redundancy fyrir disk loss og performance á við RAID0.
b) 2xWD Black/Blue í RAID0 fyrir OS fyrir hraða og 2x2TB WD Red í RAID1 fyrir data protection.
c) 1xSSD fyrir OS (og jafnvel leiki) og 3xWD Red/Blue í RAID5 fyrir gögn, fínt performance + data protection.

Persónulega, ef ég væri ekki með standalone fileserver myndi ég fara í setup C. Það toppar fátt access tímana sem SSD býður upp á, og RAID5 er mest wallet-friendly en samt tiltölulega 'safe' þegar kemur að gagnageymslu.



Skjámynd

Höfundur
C3PO
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 350
Skráði sig: Mið 22. Mar 2006 09:10
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Áreiðanlegasti HD

Pósturaf C3PO » Fös 20. Jún 2014 10:55

AntiTrust skrifaði:Fyrir RAID myndi ég forðast allar "Green" týpur. Þeir parka leshausnum á sér og valda ítrekuðum vandræðum í RAID uppsetningum. Fyrir nokkrum dögum prufaði ég mér til gamans að setja 2x1.5TB Seagate og 1x1.5TB WD Green diska saman í RAID5 uppsetningu, og eins og ég bjóst við tilkynnti stæðan mér að hún væri í "failure mode" þar sem að Green diskurinn var alltaf detectaður sem missing member.

Þegar kemur að þessum línum hjá WD þá ertu yfirleitt að borga meira fyrir meiri áreiðanleika. Black línan á að vera langlífust og kemur með 5 ára ábyrgð frá framleiðanda. RED drifin eru hugsuð fyrir storage og þau rokka því á milli 5400 og 7200rpm til að spara rafmagn, og því lengri access tímar vs. static 7200rpm diska.

Það eru hinsvegar milljón samsetningar sem eru í boði fyrir þig, hvert með sína kosti og galla. Nokkur dæmi..

a) 4x1TB í RAID10. Færð striping og mirroring, þ.e. bæði redundancy fyrir disk loss og performance á við RAID0.
b) 2xWD Black/Blue í RAID0 fyrir OS fyrir hraða og 2x2TB WD Red í RAID1 fyrir data protection.
c) 1xSSD fyrir OS (og jafnvel leiki) og 3xWD Red/Blue í RAID5 fyrir gögn, fínt performance + data protection.

Persónulega, ef ég væri ekki með standalone fileserver myndi ég fara í setup C. Það toppar fátt access tímana sem SSD býður upp á, og RAID5 er mest wallet-friendly en samt tiltölulega 'safe' þegar kemur að gagnageymslu.


Er einmitt med OS á SSD, er svo með 3 500gb Seagate sem að eru orðnir nokkura ára gamlir.
Mér sýnist setup C passa best fyrir mig. Hvernig virkar Raid 5?? Er gögnunum deilt á alla 3 diskana og svo ef að einn diskur hrynur að þá tapast þau gögn?? Er þetta rétt skilið hjá mér.

Kv. D


AM4 Ryzen-Gigabyte X470 AORUS Ultra Gaming - AMD Ryzen 7 2700X 3.7GHz, Turbo 4.3GHz, 8-kjarna
Corsair 16GB kit (2x8GB) DDR4 3200MHz, CL16, Vengeance LPX - Samsung 960 EVO M.2 500GB SSD,
Nvidia GTX 1080 Ti.


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Áreiðanlegasti HD

Pósturaf AntiTrust » Fös 20. Jún 2014 10:59

C3PO skrifaði:Er einmitt med OS á SSD, er svo með 3 500gb Seagate sem að eru orðnir nokkura ára gamlir.
Mér sýnist setup C passa best fyrir mig. Hvernig virkar Raid 5?? Er gögnunum deilt á alla 3 diskana og svo ef að einn diskur hrynur að þá tapast þau gögn?? Er þetta rétt skilið hjá mér.

Kv. D


RAID5 er með svokallað parity. Þ.e. á hverjum disk fyrir sig er pláss tekið frá fyrir gögn sem eru notuð til að endurbyggja stæðuna ef einn diskur hrynur. Í R5 getur þú misst einn disk án þess að það hafi áhrif á gögnin. Með 3x1TB t.d. færðu 2TB af nothæfu plássi, 1TB fer í parity gögn. Þú skiptir svo um disk og diskastýringin endurbyggir gögnin aftur. Hver sem diskastærðin í R5 er, þá fer alltaf sem samsvarar einum disk í parity. Athugaðu líka að í R5 þurfa allir diskar að vera jafn stórir, ef einn diskurinn er stærri nýtist aldrei plássið af honum sem er umfram minnsta diskinn í stæðunni.




Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Áreiðanlegasti HD

Pósturaf Garri » Fös 20. Jún 2014 11:31

Raid5 er líklegast best út frá flestum þáttum. Færð meiri skrif-hraða og færð næstum 100% öryggi (+tveir diskar verða að bila í einu). Les-hraði tapast samt eitthvað ef ég man þetta rétt (væntanlega vegna error tékks). Raid-5 geymir helminginn af gögnunum á sitthvorum disknum, þriðji diskurinn er aðeins notaður sem paritiy diskur.. það er, geymir einskonar tékk-summu af hinum tveimur fyrir hvern bita. Sú "tékk-summa" gerir það kleyft að hægt er að finna út hvaða gögn eiga að vera til staðar á hvorum gagnadisk ef hrynur.

Dæmi.

Segjum að pariti biti á þriðja disknum sé reiknað út með XOR (einfaldast). Það þýðir ef biti á disk einum er 1 og biti á disk tveimur 0, þá er biti á disk þremur 1 og vice versa, ef báðir data diskar eru 1, þá er parity diskurinn 0 eins ef báðir núll, þá er parity líka 0, það er:

1 XOR 0 = 1
0 XOR 1 = 1
1 XOR 1 = 0
0 XOR 0 = 0

Ef parity diskurinn hrynur þá eru gögnin eftir sem áður til staðar og parity diskurinn einfaldlega byggður aftur upp. Ef diskur 1 eða diskur 2 hrynur, þá er hægt að reikna út hvaða biti er hvað út frá öðrum gagnadisknum og parity disknum.

Ef parity er 1 og eftirlifandi gögn 0, þá er bitinn af týnda hlutanum 1, ef parity er 1 og eftirlifandi gögn 1, þá er bitinn af týnda hlutanum 0, ef parity er 0 og eftirlifandi gögn 0, þá er bitinn af týnda hlutanum 0, osfv.



Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3086
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Áreiðanlegasti HD

Pósturaf lukkuláki » Fös 20. Jún 2014 11:43

Eða fara einföldu þægilegu leiðina og kaupa þetta + 2 DISKA
http://www.netverslun.is/Verslun/product/Synology-NAS-2xHDD-RAID-%C3%A1n-hdd-SATA,18723.aspx

Tengir í routerinn og getur komist inn á þetta hvar sem er í heimi með user og pass, látið þetta taka afrit af myndum sem þú og konan takið á símana og ég veit ekki hvað og hvað.


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.

Skjámynd

Höfundur
C3PO
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 350
Skráði sig: Mið 22. Mar 2006 09:10
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Áreiðanlegasti HD

Pósturaf C3PO » Fös 20. Jún 2014 12:00

AntiTrust skrifaði:
C3PO skrifaði:Er einmitt med OS á SSD, er svo með 3 500gb Seagate sem að eru orðnir nokkura ára gamlir.
Mér sýnist setup C passa best fyrir mig. Hvernig virkar Raid 5?? Er gögnunum deilt á alla 3 diskana og svo ef að einn diskur hrynur að þá tapast þau gögn?? Er þetta rétt skilið hjá mér.

Kv. D


RAID5 er með svokallað parity. Þ.e. á hverjum disk fyrir sig er pláss tekið frá fyrir gögn sem eru notuð til að endurbyggja stæðuna ef einn diskur hrynur. Í R5 getur þú misst einn disk án þess að það hafi áhrif á gögnin. Með 3x1TB t.d. færðu 2TB af nothæfu plássi, 1TB fer í parity gögn. Þú skiptir svo um disk og diskastýringin endurbyggir gögnin aftur. Hver sem diskastærðin í R5 er, þá fer alltaf sem samsvarar einum disk í parity. Athugaðu líka að í R5 þurfa allir diskar að vera jafn stórir, ef einn diskurinn er stærri nýtist aldrei plássið af honum sem er umfram minnsta diskinn í stæðunni.


Takk kærlega fyrir þetta. Held að ég taki 3.stk 2TB diska og keyri í Raid 5.

Kv. D


AM4 Ryzen-Gigabyte X470 AORUS Ultra Gaming - AMD Ryzen 7 2700X 3.7GHz, Turbo 4.3GHz, 8-kjarna
Corsair 16GB kit (2x8GB) DDR4 3200MHz, CL16, Vengeance LPX - Samsung 960 EVO M.2 500GB SSD,
Nvidia GTX 1080 Ti.

Skjámynd

Höfundur
C3PO
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 350
Skráði sig: Mið 22. Mar 2006 09:10
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Áreiðanlegasti HD

Pósturaf C3PO » Fös 20. Jún 2014 12:02

lukkuláki skrifaði:Eða fara einföldu þægilegu leiðina og kaupa þetta + 2 DISKA
http://www.netverslun.is/Verslun/product/Synology-NAS-2xHDD-RAID-%C3%A1n-hdd-SATA,18723.aspx

Tengir í routerinn og getur komist inn á þetta hvar sem er í heimi með user og pass, látið þetta taka afrit af myndum sem þú og konan takið á símana og ég veit ekki hvað og hvað.


Hef hugsa um að fá mér svona en ég er að spila tölvuleiki af þessum diskum, þannig að ég hélt að það yrði vessen.

Kv D


AM4 Ryzen-Gigabyte X470 AORUS Ultra Gaming - AMD Ryzen 7 2700X 3.7GHz, Turbo 4.3GHz, 8-kjarna
Corsair 16GB kit (2x8GB) DDR4 3200MHz, CL16, Vengeance LPX - Samsung 960 EVO M.2 500GB SSD,
Nvidia GTX 1080 Ti.


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Áreiðanlegasti HD

Pósturaf AntiTrust » Fös 20. Jún 2014 12:11

Garri skrifaði:Raid5 er líklegast best út frá flestum þáttum. Færð meiri skrif-hraða og færð næstum 100% öryggi (+tveir diskar verða að bila í einu). Les-hraði tapast samt eitthvað ef ég man þetta rétt (væntanlega vegna error tékks). Raid-5 geymir helminginn af gögnunum á sitthvorum disknum, þriðji diskurinn er aðeins notaður sem paritiy diskur.. það er, geymir einskonar tékk-summu af hinum tveimur fyrir hvern bita. Sú "tékk-summa" gerir það kleyft að hægt er að finna út hvaða gögn eiga að vera til staðar á hvorum gagnadisk ef hrynur.


Í langflestum tilfellum er parity gögnum dreift jafnt á alla diska, þótt það séu vissulega undantekningar á milli varianta. RAID5 í unRAID t.d. setur allt parity á einn disk, en það er hinsvegar ekki industry standardinn.




Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Áreiðanlegasti HD

Pósturaf Garri » Fös 20. Jún 2014 13:51

Það getur verið. Hefði haldið að deticated parity diskur væri einfaldasta lausnin, en væntanlega er það kallað RAID4.

Tek fram að það fæst hlutfallslega betri nýting á parity disk-plássi að nota fleiri diska í raid. Sem dæmi ef það eru notaðir 5 diskar í Raid5 þá er gagnamagnið 4x stærð minnsta disksins. Ef 1TB diskar eru notaðir í Raid5 með fimm diskum, þá næst 4TB í gagnamagn, tap upp á 20% í stað 33% ef þrír diskar eru notaðir, osfv.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Áreiðanlegasti HD

Pósturaf AntiTrust » Fös 20. Jún 2014 14:14

Garri skrifaði:Það getur verið. Hefði haldið að deticated parity diskur væri einfaldasta lausnin, en væntanlega er það kallað RAID4.


Það sem R5 hefur framyfir R4 er mikið betri random skrifhraði, þar sem skrifhraðinn í R4 takmarkast við eitt drif í stað allrar stæðunnar þegar verið er að skrifa parity gögn. Þegar kemur að DB's og öðrum hlutverkum sem kalla á hátt I/O þá er R5 alltaf betra. Fyrir hluti eins og multimedia/SOHO gagnageymslu væri líklega lítill finnanlegur munur á R4 og R5.




Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Áreiðanlegasti HD

Pósturaf Garri » Fös 20. Jún 2014 14:47

Svona í fljótu hefði ég haldið að random hraðinn ætti að vera sá sami, hvort sem diskurinn fyrir parity-ið væri deticated eður ei. Jú, þar sem raid controller skrifar á alla diskana í einu.



Skjámynd

fallen
ÜberAdmin
Póstar: 1320
Skráði sig: Fös 06. Feb 2004 13:09
Reputation: 8
Staðsetning: eyjar
Staða: Ótengdur

Re: Áreiðanlegasti HD

Pósturaf fallen » Fös 20. Jún 2014 15:35

RAID er ekki backup svo það sé á hreinu. Annars kaupi ég bara Seagate.. er með 7 stykki í servernum hjá mér og mun ekki kaupa neitt annað.


Gaming: Intel i5-4670K @ 4.4GHz | Gigabyte G1.Sniper M5 | Gigabyte GTX 970 4GB | 16GB Crucial BallistiX DDR3 | Samsung 840 EVO 120GB | Corsair 350D | Corsair AX760 | Corsair H100i | BenQ XL2411T 144Hz
unRAID: Intel Xeon E3-1275 v6 | Supermicro X11SSL-CF | 32GB DDR4 ECC | 6x10TB IronWolfs | Samsung 850 Pro 512GB & 256GB | Fractal Node 804 | Corsair SF750 | APC Back-UPS Pro 900

Skjámynd

Höfundur
C3PO
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 350
Skráði sig: Mið 22. Mar 2006 09:10
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Áreiðanlegasti HD

Pósturaf C3PO » Fös 20. Jún 2014 15:48

fallen skrifaði:RAID er ekki backup svo það sé á hreinu. Annars kaupi ég bara Seagate.. er með 7 stykki í servernum hjá mér og mun ekki kaupa neitt annað.


Hahaha takk fyrir þetta. :happy Vissi það alveg. Raid hlýtur að vera uppsetninginn á diskunum og hvernig þeir eru notaðir við geymslu á gögnum.

KV. D


AM4 Ryzen-Gigabyte X470 AORUS Ultra Gaming - AMD Ryzen 7 2700X 3.7GHz, Turbo 4.3GHz, 8-kjarna
Corsair 16GB kit (2x8GB) DDR4 3200MHz, CL16, Vengeance LPX - Samsung 960 EVO M.2 500GB SSD,
Nvidia GTX 1080 Ti.

Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2492
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 116
Staða: Tengdur

Re: Áreiðanlegasti HD

Pósturaf svanur08 » Fös 20. Jún 2014 18:04

WD hafa alltaf verið góðir við mig, held mig við þá :happy


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR

Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1031
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Re: Áreiðanlegasti HD

Pósturaf Revenant » Fös 20. Jún 2014 18:29

Mínar tvær krónur:

Ef þú missir disk úr RAID-5 array-i og replace-ar hann þá getur það tekið mjöööög langan tíma að endurbyggja array-ið (sérstaklega ef diskarnir eru stórir) með tilheyrandi performance degration.
Ef þú missir tvo diska þá er array-ið ónýtt.
Þú hefur (nánast) enga möguleika að stækka/breyta um array-ið nema að eyða því og setja það upp aftur.

Persónulega þá mæli ég með því að notast EKKI við RAID nema þú vitir hvað þú ert að gera. Ég t.d. er með litla bat scriptu í scheduled tasks sem replicerar gögn milli tveggja standalone diska.
Með standalone diskum þá er einfalt að skipta þeim út, stækka/breyta o.s.frm.

Kóði: Velja allt

# Fyrir Windows
robocopy e:\folder d:\Backup\folder\ /MIR



Skjámynd

Höfundur
C3PO
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 350
Skráði sig: Mið 22. Mar 2006 09:10
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Áreiðanlegasti HD

Pósturaf C3PO » Fös 20. Jún 2014 19:20

Revenant skrifaði:Mínar tvær krónur:

Ef þú missir disk úr RAID-5 array-i og replace-ar hann þá getur það tekið mjöööög langan tíma að endurbyggja array-ið (sérstaklega ef diskarnir eru stórir) með tilheyrandi performance degration.
Ef þú missir tvo diska þá er array-ið ónýtt.
Þú hefur (nánast) enga möguleika að stækka/breyta um array-ið nema að eyða því og setja það upp aftur.

Persónulega þá mæli ég með því að notast EKKI við RAID nema þú vitir hvað þú ert að gera. Ég t.d. er með litla bat scriptu í scheduled tasks sem replicerar gögn milli tveggja standalone diska.
Með standalone diskum þá er einfalt að skipta þeim út, stækka/breyta o.s.frm.

Kóði: Velja allt

# Fyrir Windows
robocopy e:\folder d:\Backup\folder\ /MIR


Takk fyrir þetta. Vissi þetta ekki. Þú sem sagt mælir með að nota 2 diska og keyra þetta bat script og það sér um að copera yfir diskana. :popeyed
Úff það er svo mikið sem marr veit ekki í þessum tölvumálum og samt heldur marr að marr sé með þetta á hreinu. :)

Kv. D


AM4 Ryzen-Gigabyte X470 AORUS Ultra Gaming - AMD Ryzen 7 2700X 3.7GHz, Turbo 4.3GHz, 8-kjarna
Corsair 16GB kit (2x8GB) DDR4 3200MHz, CL16, Vengeance LPX - Samsung 960 EVO M.2 500GB SSD,
Nvidia GTX 1080 Ti.