hvernig skal formatta ssd disk?


Höfundur
J1nX
vélbúnaðarpervert
Póstar: 919
Skráði sig: Fim 15. Mar 2007 12:18
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

hvernig skal formatta ssd disk?

Pósturaf J1nX » Fim 30. Jan 2014 14:17

ég ætlað strauja stýrikerfisdiskinn minn sem er 128gb ssd diskur.. einhversstaðar las ég að maður ætti ekki að formatta þá eins og venjulega hdd.. hvernig er þá best að gera þetta?
var að lesa að ná í einhver erase forrit, er eitthvað eitt (ókeypis) sem þið mælið með og hvernig notar maður þessi erase forrit, setur þá á usb lykil og þau strauja við startup eða gerir maður þetta bara inn í windowsinu eða? :D



Skjámynd

Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1741
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: hvernig skal formatta ssd disk?

Pósturaf Kristján » Fim 30. Jan 2014 16:18

á nú að vera í lagi að gera quick format en annars eru framleiðendur yfirleitt með forrit sem getur gert secure erase sem á að vera eitthvað betra.... veit samt ekki alveg.




Höfundur
J1nX
vélbúnaðarpervert
Póstar: 919
Skráði sig: Fim 15. Mar 2007 12:18
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: hvernig skal formatta ssd disk?

Pósturaf J1nX » Fim 30. Jan 2014 18:19

já ég er að velta því fyrir mér hvernig maður notar þessi erase forrit þar sem diskurinn sem ég ætla að strauja er stýriskerfisdiskurinn



Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1031
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Re: hvernig skal formatta ssd disk?

Pósturaf Revenant » Fim 30. Jan 2014 18:41

Smá lýsing á mismunandi format aðferðum fyrir SSD-diska.

Quick format
Eina sem quick format gerir er að eyða út töflu/index sem heldur utan um allar skrár á disknum. Ef þessi tafla/index er ekki til staðar þá "veit" diskurinn/stýrikerfið ekki hvar gögnin eru.
Þegar búið er að fjarlægja töfluna/index-inn þá er diskurinn "tómur".

Venjulegt gamaldags format
Þetta format núllar út allan diskinn, þ.e. skrifar 0 í alla sectora á disknum. Hinsvegar þá virkar þetta ekki á SSD diskum þar sem controllerinn sér um að staðsetja gögnin, ekki FAT taflan.
Eina sem þetta gerir er að slíta disknum (e. wear) að óþörfu.

Secure delete/format
Þetta format virkar eins venjulegt format nema það fer framhjá SSD controllerinum og núllar gögnin á flash flögunum.

Quick format dugar í 99% tilfella nema auðvitað að þú sért að fara að selja SSD diskinn. Þá er eðlilegt að keyra secure delete/format.




Höfundur
J1nX
vélbúnaðarpervert
Póstar: 919
Skráði sig: Fim 15. Mar 2007 12:18
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: hvernig skal formatta ssd disk?

Pósturaf J1nX » Fim 30. Jan 2014 19:24

takk fyrir þetta :)




littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2377
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 148
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: hvernig skal formatta ssd disk?

Pósturaf littli-Jake » Fös 31. Jan 2014 08:53

Nú er ég almennt á móti því að það séu "sticky" þræðir á spjallborðum en í þessu tilfelli mundi ég gera undantekningu.


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180

Skjámynd

viddi
Stjórnandi
Póstar: 1310
Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 12:50
Reputation: 7
Staðsetning: <?php
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: hvernig skal formatta ssd disk?

Pósturaf viddi » Fös 31. Jan 2014 09:13

Ég geri alltaf Secure Format, er bara með PartedMagic á usb lykli http://partedmagic.com/



A Magnificent Beast of PC Master Race