Page File á nýjum SSD


Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Page File á nýjum SSD

Pósturaf capteinninn » Mán 30. Des 2013 19:11

Var að kaupa nýjan SSD og DDR3 og skellti í tölvuna hliðiná hinum diskunum en Windows setti upp Page File á nýja SSD disknum og það tekur alveg helvíti mikið af plássi. Er sumsé með 2 SSD og 2 HDD diska í tölvunni eins og er.

Er einhver leið að færa Page file-in eitthvað annað eða getiði útskýrt eitthvað fyrir mér hvernig þetta virkar nákvæmlega.

Var að fatta að ég jók minnið úr 4 GB í 12 GB og mér sýnist að C drifið hafi ekki haft nóg pláss fyrir Page File-inn þar.
Gæti ég fært Page File yfir á venjulegan HDD disk í staðinn fyrir að hafa þetta á SSD diskunum mínum eða þarf ég að búa til fullt af plássi á C drifinu fyrir þennan Page File?



Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Page File á nýjum SSD

Pósturaf upg8 » Mán 30. Des 2013 19:26

Þú getur alltaf fært page-file hvert sem þú vilt.

System > Advanced system settings > Undir Performance velur þú Settings > Advanced og undir Virtual Memory velur þú Change... Velur No paging file á C: og passar þig að ýta á "Set" Velur svo það drif þar sem þú vilt hafa page file á og passar að ýta´a "Set" fyrir það líka.

Mæli með því líka ef fólk er að nota 2x venjulega HDD að prófa að hafa pagefile á öðrum diski en stýrikerfið.


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"

Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3755
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 121
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Page File á nýjum SSD

Pósturaf Pandemic » Þri 31. Des 2013 01:16

Þú ættir varla að þurfa page-file ef þú ert með svona mikið minni. Getur örugglega prófað að minnka hann all verulega.
Ef þú setur page-fileinn á eitthvað hægt drif og þú lendir í því að hann sé notaður þá hægiru allsvakalega á tölvunni.



Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1564
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 129
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Page File á nýjum SSD

Pósturaf audiophile » Þri 31. Des 2013 09:28

Já ég myndi halda að hafa pagefile á SSD disknum sé einmitt eitt af því góða að hafa SSD disk, hraðari gagnaflutningur. Væri kjánalegt að vera með leifturhraðan disk fyrir stýrikerfið og láta það svo truntast við að sækja og skrifa í pagefile á spindladisk.


Have spacesuit. Will travel.


Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Page File á nýjum SSD

Pósturaf Garri » Þri 31. Des 2013 12:29

audiophile skrifaði:Já ég myndi halda að hafa pagefile á SSD disknum sé einmitt eitt af því góða að hafa SSD disk, hraðari gagnaflutningur. Væri kjánalegt að vera með leifturhraðan disk fyrir stýrikerfið og láta það svo truntast við að sækja og skrifa í pagefile á spindladisk.

Rétt.

Ég er með SSD í öllum mínum tölvum nema 2007 iMac. Hinsvegar hef ég aldrei farið eftir því sem var og jafnvel er trendið hjá tölvu-grúskurum, að ráðleggja og nota bara 8GB í minni. Hef alltaf keypt meira en minna fyrir þessi 64bita stýrikerfi. 16GB er normið hjá mér.

Hvers vegna?

Jú, þá þarf ég ekki Pagefile og eða get minnkað hann all verulega. Pagefile er svo mikið Harlem eitthvað..




hkr
spjallið.is
Póstar: 407
Skráði sig: Fös 23. Jan 2009 14:22
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: Page File á nýjum SSD

Pósturaf hkr » Þri 31. Des 2013 12:41

Pandemic skrifaði:Þú ættir varla að þurfa page-file ef þú ert með svona mikið minni. Getur örugglega prófað að minnka hann all verulega.
Ef þú setur page-fileinn á eitthvað hægt drif og þú lendir í því að hann sé notaður þá hægiru allsvakalega á tölvunni.


Það fer samt alveg eftir því hvað hann er að gera, t.d. var ég að lenda í því að fá BSOD þegar BF4 var að leka minni og page file var takmarkað við ~2gb.
Eða ef maður sé að leika sér með nokkar VM's að þá er það fljótt að éta upp 16GB'in.

Myndi allavegana ekki mæla með að slökkva alveg á page-file'inu, ef svo skildi að eitthvað sé að éta minnið.

audiophile skrifaði:Já ég myndi halda að hafa pagefile á SSD disknum sé einmitt eitt af því góða að hafa SSD disk, hraðari gagnaflutningur. Væri kjánalegt að vera með leifturhraðan disk fyrir stýrikerfið og láta það svo truntast við að sækja og skrifa í pagefile á spindladisk.


Var ekki alltaf talað um að hafa page-file á SSD diski myndi stytta líftíma hans allverulega? Þar sem að SSD diskar hafa aðeins x mörg skrif (writes) áður en þeir "deyja" og page-file er nánast nonstop write/read á meðan þú ert að nota vélina, eða er þetta einhver bábilja?




Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Page File á nýjum SSD

Pósturaf capteinninn » Þri 31. Des 2013 12:50

Ég færði Page Fileinn yfir á nýja HDD diskinn. Hann er reyndar frekar stór en ég á nóg af plássi eins og er, breyti þessu kannski seinna ef mig fer að vanta eitthvað pláss



Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Page File á nýjum SSD

Pósturaf upg8 » Þri 31. Des 2013 14:07

Það kann að vera þess virði ef það er lítill SSD á tölvunni og þá frekar hægt að setja fleiri forrit uppá SSD diskinn. Eins og þið segið sjálfir þá er hann með helling af RAM og því væri tölvan lítið að nota page file og það væri því aðalega til staðar fyrir forrit sem eru sérstaklega hönnuð með það í huga að þurfa að nota page file. Það er líka alveg nóg að hafa 4GB pagefile á SSD og þótt þú sért með kveikt á þvi, þá er ekki víst að það noti það mikið pláss hvort sem er. Það er yfirleitt ekki nema þú þurfir memory dump af öllu minninu sem þú ættir að þurfa meira.

Hvað er kjánalegt er hvers og eins að meta, eina leiðin fyrir hann að komast að því er að prófa það sjálfur enda eru ekki allar tölvur eða þarfir notenda eins.

hiberfil.sys er svo annað sem þarf að skoða ef þú þarft ekki hybernation, það hefur þó víðtækara hlutverk ef þú ert með Windows 8 eða nýrra og mun frekari ástæða til að halda í þann eiginleika ef þú ert með 8.X+ heldur en Windows 7. Þú getur losað um slatta af plássi á SSD ef þú slekkur á því en það er ekki nein leið til að færa það á annan disk en stýrikerfið er á.


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"


Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Page File á nýjum SSD

Pósturaf Garri » Þri 31. Des 2013 14:42

"..en það er ekki nein leið til að færa það á annan disk en stýrikerfið er á."

Ertu alveg viss um þetta?

Minnir að ég hafi nú einmitt flutt þennan fæl fyrst eftir að ég fékk mér SSD.. en flutti hann til baka síðar, þar sem ég svæfi oftast bara tölvurnar í stað þess að slökkva á þeim og endurvakning frá SSD er miklu mun fljótari en af venjulegum HD



Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Page File á nýjum SSD

Pósturaf upg8 » Þri 31. Des 2013 15:08

Það væri gaman að vita hvernig þú fórst að því, margir hafa reynt það en mistekist. Eða jú þú gætir svosem fært skránna en tölvan hunsar hana þegar þú kveikir á tölvunni og það gæti útskýrt afhverju hann virkaði svona rosalega seinn af HDD, þú hefur líklegast verið að coldboota tölvunni. Hún þarf að vera á sama disk og kerfið þar sem bootloaderinn fyrir Windows ræður ekki við annað...

Fyrir marga þá skiptir engu máli hvað tölvan er lengi að kveikja á sér þar sem hún er nær alltaf í gangi og því í sumum tilfellum alveg hægt að slökkva á hiberfil.sys...


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"


Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Page File á nýjum SSD

Pósturaf Garri » Þri 31. Des 2013 15:26

upg8 skrifaði:Það væri gaman að vita hvernig þú fórst að því, margir hafa reynt það en mistekist. Eða jú þú gætir svosem fært skránna en tölvan hunsar hana þegar þú kveikir á tölvunni og það gæti útskýrt afhverju hann virkaði svona rosalega seinn af HDD, þú hefur líklegast verið að coldboota tölvunni. Hún þarf að vera á sama disk og kerfið þar sem bootloaderinn fyrir Windows ræður ekki við annað...

Fyrir marga þá skiptir engu máli hvað tölvan er lengi að kveikja á sér þar sem hún er nær alltaf í gangi og því í sumum tilfellum alveg hægt að slökkva á hiberfil.sys...

Líklegast rétt hjá þér.. ég hef væntanlega bara slökkt á hybernate og notað sleep í staðinn en verið að flytja Page-file eingöngu.

Annars þá er ég með kveikt á hybernate á aðal vélinni sem er með 240GB SSD. Þarf að kveikja á henni eftir hybernate með power takkanum og þá birtist logg inn myndin, annars ef í sleep, þá dettur maður inn í desktoppið eftir að hafa hreyft mús eða ýtt á takka.