Prófun á hörðum diskum í SeaTools


Höfundur
Gerbill
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 324
Skráði sig: Mán 22. Sep 2008 16:36
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Prófun á hörðum diskum í SeaTools

Pósturaf Gerbill » Þri 17. Feb 2009 19:20

Já daginn.

Sá á öðrum þræði að Guðjón mældi með forriti að nafninu "Seatools for Windows - Seagate" til að skoða harðan disk svo að ég nældi mér í það í tilefni þess að ég var að fá mér nýjan disk, 640Gb WD Black.
Allaveganna þá runnaði ég honum í þessu forriti og hann passaði allt.
Síðan er ég lika með 2 mánaðar gamlan Samsung 750gb og hann fær
SMART - Fail
Short drive self test - Fail
Long drive self test - Fail
Er með hann í gangi og virkar ágætlega so far, hvað finnst ykkur, ætti ég að hafa áhyggjur?



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3755
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 121
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Prófun á hörðum diskum í SeaTools

Pósturaf Pandemic » Þri 17. Feb 2009 19:34

Ég myndi hafa áhyggjur, þetta tól er mjög áræðanlegt.

hinsvegar er ég með 250gb Maxtor í Server hérna sem er notaður til að downloada á og hann hefur ekki crashað í hálft ár eða meira með fail á DST testi.




Arena77
Nörd
Póstar: 144
Skráði sig: Lau 14. Feb 2009 19:24
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Prófun á hörðum diskum í SeaTools

Pósturaf Arena77 » Þri 17. Feb 2009 19:54

Ég prófaði þetta tool hjá mér, ég er með þrjá harða diska í vélinni, og þeir voru allir fail
svo ég tek nú ekki mikið mark á þessu forriti, búin að prófa chkdsk á þá alla það var ok.



Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Prófun á hörðum diskum í SeaTools

Pósturaf KermitTheFrog » Þri 17. Feb 2009 20:09

Er SeaTools ekki bara fyrir Seagate og Maxtor diska??



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16269
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1991
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Prófun á hörðum diskum í SeaTools

Pósturaf GuðjónR » Þri 17. Feb 2009 20:12

Seagate => Seagate, Maxtor, Quantum.
Þess vegna eru Seagate orðnir svona lélegir.
Seagate 7200.11 will break all records of failure ,

http://forum.hddguru.com/seagate-barrac ... 11288.html



Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Prófun á hörðum diskum í SeaTools

Pósturaf kiddi » Þri 17. Feb 2009 20:12

Samkvæmt Google HDD Whitepaper - Failure Trends in a Large Disk Drive Population Sjá samantekt/mannamál- þá hefur S.M.A.R.T. nákvæmlega ekkert um heilsu HDD að gera. Það er ekki einusinni hægt að áætla líkur á bilun með upplýsingum um S.M.A.R.T. Og vitiði hvað meira hefur ekki vísindalega sönnuð/staðfest áhrif á bilun diska? Hitastig og notkun. Þ.e. heitir diskar eru ekki ávisun á bilun, og mikil notkun gefur heldur enga ábendingu um líkur á bilun. :D Nú eru eflaust margir sem hrista hausinn, en þessi rannsókn sem ég vísa til er sú stærsta sem hefur átt sér stað á gæðum og bilanatíðni harðra diska.

Það eina sem Google menn hafa séð sem gefur vísbendingu um bilanatíðni er:
1) Vissar "árgerðir" af hörðum diskum frá vissum framleiðendum eru verri en aðrar, Google hafa hingað til neitað að gefa upp hverjir eru verstir.
2) Algjörlega og gjörsamlega tilviljanakennt. Með öðrum orðum helv. óheppni.

Það sem þetta segir okkur er:
1) Taka backup
2) Taka backup
og
3) Taka backup

PS. Síðasti gullmolinn: Ekki halda að HDD sé öruggur í skúffunni eða á hillunni, diskar sem eru ekki í notkun eru alveg jafn líklegir til að bila og þeir sem eru í notkun.




Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Reputation: 14
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Re: Prófun á hörðum diskum í SeaTools

Pósturaf Blackened » Þri 17. Feb 2009 20:45

kiddi skrifaði:Samkvæmt Google HDD Whitepaper - Failure Trends in a Large Disk Drive Population Sjá samantekt/mannamál- þá hefur S.M.A.R.T. nákvæmlega ekkert um heilsu HDD að gera. Það er ekki einusinni hægt að áætla líkur á bilun með upplýsingum um S.M.A.R.T. Og vitiði hvað meira hefur ekki vísindalega sönnuð/staðfest áhrif á bilun diska? Hitastig og notkun. Þ.e. heitir diskar eru ekki ávisun á bilun, og mikil notkun gefur heldur enga ábendingu um líkur á bilun. :D Nú eru eflaust margir sem hrista hausinn, en þessi rannsókn sem ég vísa til er sú stærsta sem hefur átt sér stað á gæðum og bilanatíðni harðra diska.

Það eina sem Google menn hafa séð sem gefur vísbendingu um bilanatíðni er:
1) Vissar "árgerðir" af hörðum diskum frá vissum framleiðendum eru verri en aðrar, Google hafa hingað til neitað að gefa upp hverjir eru verstir.
2) Algjörlega og gjörsamlega tilviljanakennt. Með öðrum orðum helv. óheppni.

Það sem þetta segir okkur er:
1) Taka backup
2) Taka backup
og
3) Taka backup

PS. Síðasti gullmolinn: Ekki halda að HDD sé öruggur í skúffunni eða á hillunni, diskar sem eru ekki í notkun eru alveg jafn líklegir til að bila og þeir sem eru í notkun.


Alltaf hughreystandi að lesa svona pósta :D

bæði afþví að diskarnir mínir eru skítheitir (fjúff) en þetta virðist allt vera tikkandi tímasprengjur (shitt)

..backup af öllu mikilvægu á fileservera bara ;) hafa þetta safe



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16269
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1991
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Prófun á hörðum diskum í SeaTools

Pósturaf GuðjónR » Þri 17. Feb 2009 21:39

A common misconception is that a colder hard drive will last longer than a hotter hard drive. The Google study seems to imply the reverse -- "lower temperatures are associated with higher failure rates". Hard drives with S.M.A.R.T.-reported average temperatures below 27 °C had failure rates worse than hard drives with the highest reported average temperature of 50 °C




TechHead
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2004 14:56
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Prófun á hörðum diskum í SeaTools

Pósturaf TechHead » Mið 18. Feb 2009 11:02

Það hefur löngu verið vitað að hitabreytingar hafa meiri áhrif á endingu heldur en lár/meðal/heitur hiti á hörðum diskum.

Það kom til dæmis mjög vel fram í IBM "Deathstar" drifunum frægu sem voru fyrstu consumer diskarnir til að snúa plöttunum hraðar en á 7200 snúningum, en þeir voru 7.500 RPM.
Sambland af hærri hitamyndun frá legu ásamt því að nota sömu "ódýru" leshausana og voru notaðir í fyrri consumer drifum frá þeim varð til þess að málmþreytu vandamál í les-hausnum drap heila kynslóð af hörðum diskum og setti svartan blett á Deskstar diskana, sem að í óbeinu framhaldi varð til þess að IBM seldi Hitachi harðadisks framleiðslu sína.

Það lenda flestir ef ekki allir tölvubúnaðsframleiðendur einhverntímann í gæða-vandræðum með vörur sem sleppa á markaðinnn úr þeirra framleiðslu
Þrýstingur frá hluthöfum hefur áhrif á hvernig stjórnendur fyrirtækja setja pressu á verkfræðinga og framleiðslulínur til að ná tiltekinni vöru út á tímaáætlun. Og ef Murphy´s lögmálinu er hent í súpuna.... #-o

Allir harðir diskar bila og það skiptir engu máli hversu mikla trú maður hefur á einum framleiðanda eða öðrum, allir hafa þeir gefið út meingallaðar kynslóðir af diskum.
- WD Blue, Seagate .11 SD15 FW, Fujitsu MPG, IBM GXP75, 1.gen Samsung F1 og svo mætti lengi telja.

Svo fanboys, það skiptir engu hvort þið séuð með þetta merki eða hitt, þetta er allt saman sama "Taiwaneese/Indonesian/China lowest bidder for parts" draslið.

Í stuttu máli :
Nowadays, when computer industry is developing way too rapidly, manufacturers are literally “forced” to keep up to date — which can sometimes lead to putting “raw” (unfinished) devices on the market. This tendency makes a definite negative impact on product’s quality. Unfortunately, a hard disk drive industry itself is not an exception. With huge sales volume and poor quality, hard drives are eventually “making friends with troubles”


Backup - Backup - Backup :wink:




Arena77
Nörd
Póstar: 144
Skráði sig: Lau 14. Feb 2009 19:24
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Prófun á hörðum diskum í SeaTools

Pósturaf Arena77 » Mið 18. Feb 2009 11:51

Hvað er Wd blue? - Hef notað svoleiðis lengi og eru þeir mjög traustir



Skjámynd

Fumbler
spjallið.is
Póstar: 487
Skráði sig: Mið 23. Apr 2003 17:15
Reputation: 25
Staðsetning: Vestfirðir
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Prófun á hörðum diskum í SeaTools

Pósturaf Fumbler » Mið 18. Feb 2009 13:06

Arena77 skrifaði:Hvað er Wd blue? - Hef notað svoleiðis lengi og eru þeir mjög traustir

Eru þessir diskar ekki nýjir á markaðinum, WD black, blue og green?
Hvað er þín skilgreining á lengi? :D




Arena77
Nörd
Póstar: 144
Skráði sig: Lau 14. Feb 2009 19:24
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Prófun á hörðum diskum í SeaTools

Pósturaf Arena77 » Mið 18. Feb 2009 13:29

Fumbler skrifaði:
Arena77 skrifaði:Hvað er Wd blue? - Hef notað svoleiðis lengi og eru þeir mjög traustir

Eru þessir diskar ekki nýjir á markaðinum, WD black, blue og green?
Hvað er þín skilgreining á lengi? :D



Ég keypti minn 500gb í sept 2007, svo þeir eru ekki alveg nýjir, er með tvo , einn í flakkara og einn sem
system disk , og aldrei lent í vesini með þá :)



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16269
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1991
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Prófun á hörðum diskum í SeaTools

Pósturaf GuðjónR » Mið 18. Feb 2009 20:06

Ég er reyndar sammála flestum eða öllum hér að ofan, góður póstur frá kidda, því miður þá er þetta sá raunveruleiki sem við búum við.
TechHead hefur líka rétt fyrir sér þegar hann segir að allir diskar bila, það er algjörlega orð að sönnu.
Ég sá viðtal við ameríkana sem sagði að það væri ekkert mál að hanna perfect hdd sem myndi endast og endast, en sá diskur myndi kosta $1000 að lágmarki og það væri enginn markaður fyrir svoleiðis diska.

Backup, backup, backup og meira backup!
Þá er ég að tala um backup af gögnun, glósum, myndum og svoleiðis hlutum, þið litlu nerðir þurfið ekki að taka backup af Warez'inu ykkar 8-[



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3755
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 121
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Prófun á hörðum diskum í SeaTools

Pósturaf Pandemic » Mið 18. Feb 2009 20:42

Hver og einn harðidiskur bilar mörgum sinnum á sekúndu. Stór partur kubbasetsins á disknum er hannaður til að laga villur á disknum.
T.d eru bad-sectorar ekki brúaðir nema um margendurteknar bilanir á sectornum. Mæli með að þið skoðið fyrirlestra á youtube frá einum helsta data recovery sérfræðing heims Scott A. Moulton.
Alveg magnað að harðir diskar séu svona gallaðar og viðkvæmar græjur.