WD2500 Caviar að gefa sig?


Höfundur
hallihg
Gúrú
Póstar: 524
Skráði sig: Mið 17. Sep 2003 22:06
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

WD2500 Caviar að gefa sig?

Pósturaf hallihg » Fim 06. Des 2007 17:33

Sælir.

Ég er með 250 gb WD Caviar SE í flakkaraboxi, sem ég keypti síðasta vor. Undanfarið þá hefur hann verið með leiðindi, það eru samt engin óhljóð úr honum og hann er ekkert háværari en áður, hann virðist bara afkasta minna. Eins og í iTunes, þá tekur mun lengri tíma virðist að byrja að spila þau lög sem eru hýst á honum, heldur en þau lög sem eru hýst á öðrum flökkurum hjá mér eða hörðum diskum í turninum sjálfum.

Ég hef lent einu sinni í því að þegar ég reyndi að opna þætti sem eru inná þessum tiltekna disk, með VLC, þá hrundi forritið eða gaf upp einhverja fáránlega villumeldingu sem ég man ekki. En þetta hefur reyndar ekki gerst aftur, og hefur aldrei gerst varðandi efni sem ég er með á öðrum diskum en þessum.

Hafa einhverjir lent í þessu, og eru þetta almenn merki um það að diskurinn sé að gefa sig?


count von count


Selurinn
Kerfisstjóri
Póstar: 1225
Skráði sig: Fös 24. Feb 2006 15:51
Reputation: 2
Staðsetning: Mhz
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Selurinn » Fim 06. Des 2007 17:40

hann er að gefa sig...




Höfundur
hallihg
Gúrú
Póstar: 524
Skráði sig: Mið 17. Sep 2003 22:06
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Pósturaf hallihg » Fim 06. Des 2007 17:44

toppurinn


count von count

Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3071
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 42
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf beatmaster » Fim 06. Des 2007 19:38

Selurinn skrifaði:hann er að gefa sig...


Reglurnar skrifaði:6. gr.

Ekki koma með fullyrðingar ef þú ert ekki viss um það sem þú ert að segja
Segðu t.d."ég held að ef að þú breytir MBR þá breytist partion table ekki" frekar heldur en
"ef að þú breytir MBR breytist partion table ekki" nema þú sért fullkomlega viss.



Ertu annars búinn að prufa þetta hefbundna, defragga, chkdisk... etc.etc?


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.


Selurinn
Kerfisstjóri
Póstar: 1225
Skráði sig: Fös 24. Feb 2006 15:51
Reputation: 2
Staðsetning: Mhz
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Selurinn » Fim 06. Des 2007 20:26

beatmaster skrifaði:
Selurinn skrifaði:hann er að gefa sig...


Reglurnar skrifaði:6. gr.

Ekki koma með fullyrðingar ef þú ert ekki viss um það sem þú ert að segja
Segðu t.d."ég held að ef að þú breytir MBR þá breytist partion table ekki" frekar heldur en
"ef að þú breytir MBR breytist partion table ekki" nema þú sért fullkomlega viss.



Ertu annars búinn að prufa þetta hefbundna, defragga, chkdisk... etc.etc?



Ég átti bara nákvæmlega eins disk og hann hegðaði sér nákvæmlega eins og var sagt hér að ofan og endaði með því að hann vildi ekki snúast.

Síðan þurfti ég að henda honum í frystinn yfir nótt, tók hann út og náði að hafa hann í gangi í 30 mínútur til þess að ná öll gögn af honum, síðan eftir það er hann alveg dáinn.....




Höfundur
hallihg
Gúrú
Póstar: 524
Skráði sig: Mið 17. Sep 2003 22:06
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Pósturaf hallihg » Fim 06. Des 2007 20:49

Drasl diskur, endist ekki í ár?! Miðað við standið á mínum þá endist hann eflaust út árið, en ekki mikið lengur en það.

Verst er bara hversu leiðinlegt það er að reyna að nota hann e-ð meðan það hægist svona á honum, iTunes fúnkerar eins og ég sé á 6 ára gömlu óuppfærðu fermingarvélinni minni.

og beatmaster, þegar ég reyni að error checka hann þá fer allt í rugl. Nenni ekki að gera það aftur (tekur langan tíma) en mig minnir að það hafa bara stoppað og error msg sagt að það hefði ekki náð að klárast.

Sömuleiðis með defraggið.


count von count

Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1031
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Pósturaf Revenant » Fim 06. Des 2007 21:24

Getur ekki verið að snúrurnar séu eitthvað illa tengdar inní boxinu?



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16255
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1980
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Fim 06. Des 2007 21:37

Ég hef heyrt að flakkarabox geti rústað HDD á ótrúlega skömmum tíma.
Það myndast mikil span spenna og hiti...hvort tveggja vinnur ekki með HDD.




Höfundur
hallihg
Gúrú
Póstar: 524
Skráði sig: Mið 17. Sep 2003 22:06
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Pósturaf hallihg » Fim 06. Des 2007 22:31

Hitinn er ekki málið í þessu tilviki, tók "boxið" sjálft, s.s. hlífina, utan af þessum flakkara fyrir mörgum mánuðum, því ég var að skipta um disk og eitthvað.

og Revenant, það er allt tryggilega tengt og í raun engu sem hægt er að klúðra, það einfalt innan í þessu.


count von count


Frammi
Nýliði
Póstar: 14
Skráði sig: Þri 20. Nóv 2007 22:10
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Frammi » Fös 14. Des 2007 18:08

Ég er einmitt með einn WD2500JS (250GB SATA). Dagsetningin á diskinum er 18. júlí 2007. Hann dó í gærkvöldi. Ótrúlega slæm ending.

Reyndar fékk ég þennan disk gefins og þekki því ekki nákvæmlega söguna, hvort hann hafi orðið fyrir hjaski áður en ég tók við honum.

Ég hef samt slæma reynslu af bæði WD og IBM diskunum. Á einn Maxtor 120GB sem hefur hagað sér eins og engill í 3-4 ár þrátt fyrir mikla notkun, ein bestu kaup sem ég hef gert.