Gamla íslenska símatengið og notkun á gömlum síma

Skjámynd

Höfundur
thrkll
Nörd
Póstar: 103
Skráði sig: Sun 01. Mar 2020 00:55
Reputation: 51
Staða: Ótengdur

Gamla íslenska símatengið og notkun á gömlum síma

Pósturaf thrkll » Mið 02. Ágú 2023 13:01

Ég er með gamlan síma sem er með gömlu íslensku símatengi eins og er á myndinni fyrir neðan. Þetta eru símatengi sem voru bara notuð á Íslandi og í Svíþjóð eftir því sem ég kemst næst.

Pælingin var að gera eitthvað sniðugt við símann en flest af því sem ég myndi gera kerfst þess að hafa RJ11 tengi ("símatengi"). Ég finn enga skematík fyrir hvernig þessi gömlu tengi eru en það er örugglega einhver hér sem veit það. Er þetta ekki bara spurning um að klippa gamla tengið af og raða fjórum vírum rétt inn í RJ11 tengi?

Og annað; án þess að vita mikið um síma grunar mig að það sé hægt að nota flesta gamla síma sem nútíma netsíma með analog breytigræju / ATA boxi (eitthvað eins og þetta). Hefur einhver gert þetta og getur deilt reynslunni?

Mynd




jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2414
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 282
Staðsetning: Ísland (Danmörk, 2024)
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Gamla íslenska símatengið og notkun á gömlum síma

Pósturaf jonfr1900 » Mið 02. Ágú 2023 15:58

Ég held að það sé ekki hægt að nota skífusíma við svona græjur. Það hefur eitthvað að gera með það hvernig skífusímar eru gerðir. Þarf ekki að gilda um alla skífusíma en svona skífusímar af ákveðnum aldri alveg örugglega.




orn
Nörd
Póstar: 133
Skráði sig: Þri 18. Okt 2016 10:46
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Gamla íslenska símatengið og notkun á gömlum síma

Pósturaf orn » Mið 02. Ágú 2023 16:00

Það eru bara tveir vírar sem skipta máli. Í dag eru þeir hvítur og blár. Veit ekki hvernig þeir voru á sínum tíma.

Svona ætti að virka fínt með ATA boxi eftir því sem ég best veit, en þarft að hafa slíkt sem styður pulse dialing til að það virki að hringja út með honum.




TheAdder
Tölvutryllir
Póstar: 679
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 191
Staða: Ótengdur

Re: Gamla íslenska símatengið og notkun á gömlum síma

Pósturaf TheAdder » Mið 02. Ágú 2023 16:30

Vírarnir sem skipta máli, ef ég man rétt, eru tengdir í neðri tvo pinnana, þeir eiga að vera í miðjunni á rj11/12 tenginu.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


thorhs
Fiktari
Póstar: 79
Skráði sig: Mið 24. Feb 2021 20:53
Reputation: 21
Staða: Ótengdur

Re: Gamla íslenska símatengið og notkun á gömlum síma

Pósturaf thorhs » Mið 02. Ágú 2023 18:24

Samkvæmt skjölin þá ætti þetta ATA box að styðja pulse dialing, það þarf bara að virkja það.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4976
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 870
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Gamla íslenska símatengið og notkun á gömlum síma

Pósturaf jonsig » Fim 03. Ágú 2023 07:54

Og þú býrð í miðbænum ?



Skjámynd

Höfundur
thrkll
Nörd
Póstar: 103
Skráði sig: Sun 01. Mar 2020 00:55
Reputation: 51
Staða: Ótengdur

Re: Gamla íslenska símatengið og notkun á gömlum síma

Pósturaf thrkll » Fim 03. Ágú 2023 12:31

thorhs skrifaði:Samkvæmt skjölin þá ætti þetta ATA box að styðja pulse dialing, það þarf bara að virkja það.


Snilld, takk. Eftir að hafa gúglað þetta dálítið virðast vera fullt af ATA boxum sem styðja pulse dialing.

jonsig skrifaði:Og þú býrð í miðbænum ?


Nei, maður þarf bara að vera byrjað að leiðast lífið nægilega mikið til að fara að pæla í einhverri svona vitleysu. Það hjálpar að búa í úthverfi.
Síðast breytt af thrkll á Fim 03. Ágú 2023 12:32, breytt samtals 1 sinni.