Komast í myndir á PIN læstum nýlegum Android síma


Höfundur
Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4167
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1294
Staða: Ótengdur

Komast í myndir á PIN læstum nýlegum Android síma

Pósturaf Klemmi » Sun 18. Sep 2022 21:48

Sæl veriði,

frændi minn féll frá nýlega, og það eru ljósmyndir á símanum hans sem fjölskyldan vill komast í og eru ekki til annars staðar.
Þetta er Android sími, læstur með PIN, og þau héldu að þetta væri Moto G5 eða Moto G51 G5... ekki alveg á hreinu, er ekki með símann í höndunum.
Hann var mjög security oriented og því engu uploadað sjálfkrafa í skýið, og býst ekki við því að debug bridge sé virkt.

Þau hafa aðgang að Google aðganginum hans.

Þekkir einhver, er hægt að komast í gögn og / eða aflæsa símanum? Hafa símafyrirtækin eða eitthvað tæknifyrirtæki hér heima eða úti leiðir til þess?
Kostnaður er ekki stórt issue, nema það fari að telja í mjög mörg hundruð þúsundum.

Allra bestu kveðjur,
Klemmi

HringduEgill skrifaði:Fæ að tagga þig hér í von um að þú eða aðrir síma snillingar lumið á lausn



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16255
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1980
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Komast í myndir á PIN læstum nýlegum Android síma

Pósturaf GuðjónR » Sun 18. Sep 2022 23:14

Við getum bjargað gögnum af öllum gerðum af snjallsímum.
Apple, Samsung, Huawei, Nokia, Sony, LG, HTC o.fl.

​Endilega stofnaðu þjónustubeiðni og komdu með símann til okkar. Við getum bjargað eyddum gögnum og af símum sem hafa lent í vatnstjóni, brotnað eða eru alveg óvirkir.


https://www.datatech.is/snjallsimar.html




jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2303
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 269
Staðsetning: Ísland (Danmörk, 2024/2025)
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Komast í myndir á PIN læstum nýlegum Android síma

Pósturaf jonfr1900 » Sun 18. Sep 2022 23:19

Það er eiginlega vonlaust að komast inn í Android síma án þess að vita PIN númerið.

Google segir að það sé bara hægt að endurstilla PIN með því að endurstilla símann og ég reikna ekki með að það sé það sem er verið að leita eftir hérna (eyðir öllu útaf símanum). Það getur verið að það sé til leið sem tengist módelinu að símanum en það verður þá að vita módelið á símanum nákvæmlega. Hin leiðin er að finna PIN númerið að símanum, ef það er hugsanlega skrifað niður einhverstaðar.

Can't unlock your Android device




Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 971
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 38
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Komast í myndir á PIN læstum nýlegum Android síma

Pósturaf Hlynzi » Mán 19. Sep 2022 07:18

Ég hef svosem ekki mikið dundað mér í þessu en eini sénsinn væri ef myndirnar eru á SD kortinu í símanum (sjálfkrafa fara þær í innri gagnageymslu símans, ekki SD kortið), þær eru líka aðgengirlegar á photos.google.com (en ólíklegt þar sem frændi þinn vildi ekki nota skýið), ef hugsast gæti að lykilorð finnist á google reikning hans.

Annars hugsa ég að best væri að fara í social hacking, prófa mikilvægar tölur og sjá hvort eitthvað sé skrifað á blað einhversstaðar.


Hlynur

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7003
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 983
Staða: Ótengdur

Re: Komast í myndir á PIN læstum nýlegum Android síma

Pósturaf rapport » Mán 19. Sep 2022 17:39

Seinasta sort er að strauja símann og reyna á recovery... en ef hann var dulkóðaður þá er þetta lost forever.

En svo er alltaf eitthvað svona sem maður vill ekki smella á eða hafa inn á tölvunni sinni - https://www.imobie.com/support/how-to-a ... ia-usb.htm




playman
Of mikill frítími
Póstar: 1998
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 71
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Komast í myndir á PIN læstum nýlegum Android síma

Pósturaf playman » Mán 19. Sep 2022 19:29

rapport skrifaði:En svo er alltaf eitthvað svona sem maður vill ekki smella á eða hafa inn á tölvunni sinni - https://www.imobie.com/support/how-to-a ... ia-usb.htm

Segja þeir ekki þarna að með því að gera screen unlock þá straujast síminn? og þar að
leiðandi gögn hugsanlega gone forever.


CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9


nonesenze
Kerfisstjóri
Póstar: 1214
Skráði sig: Fim 10. Des 2009 17:06
Reputation: 97
Staða: Ótengdur

Re: Komast í myndir á PIN læstum nýlegum Android síma

Pósturaf nonesenze » Þri 20. Sep 2022 00:39

er þetta ekki svona please clear my browser history?, annars er þetta hægt sennilega í gegnum adb og fastboot myndi ég halda en hvernig það er gert er ekki í minni kunnáttu en þetta er pottþétt hægt'
jafnvel önnut leið en besta leiðin sem ég kann að tala við android sima á svona leveli er með adb


CPU: Intel i9-14900K
Móðurborð: Asus z790 apex encore
Minni: G.skill 2x16gb 7600mhz cl36
Skjákort: RTX 4090 rog strix
Turn psu: lian li o11d xl rog, Bequiet straight 1200w13xQL120
Kæling: lian li galahad ii trinity performance
SSD: Samsung SSD 980 PRO 1TB
HDD: WD 12TB
Skjár: asus pg32uqr
Lyklaborð Mús heyrnatól : Corsair k100 rgb, corsair Virtuos

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7003
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 983
Staða: Ótengdur

Re: Komast í myndir á PIN læstum nýlegum Android síma

Pósturaf rapport » Þri 20. Sep 2022 17:45

playman skrifaði:
rapport skrifaði:En svo er alltaf eitthvað svona sem maður vill ekki smella á eða hafa inn á tölvunni sinni - https://www.imobie.com/support/how-to-a ... ia-usb.htm

Segja þeir ekki þarna að með því að gera screen unlock þá straujast síminn? og þar að
leiðandi gögn hugsanlega gone forever.


Næsta umfjöllun fyrir neðan er hvernig hægt er að nálgast gögnin af læstrum símum.

"How to Access Phone Files on PC without Unlocking"




Höfundur
Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4167
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1294
Staða: Ótengdur

Re: Komast í myndir á PIN læstum nýlegum Android síma

Pósturaf Klemmi » Þri 20. Sep 2022 20:52

Takk kærlega fyrir öll svörin!

Ég prófaði að setja upp Droidkit og fleira, virtist vera sami hugbúnaðurinn undir mörgum mismunandi nöfnum, og styður einungis að aflæsa mjög takmörkuðum hóp af tækjum, og sýndist það aðallega eða eingöngu vera vel gamlar kynslóðir.

Sýnist að adb virki ekki nema að síminn sé með debug stillinguna á, og að hann hafi áður verið tengdur við tölvuna sem á að nota til að aflæsa honum.

Hafði samband við Datatech og það verður líklega látið reyna á hvort þeir geti gert eitthvað, þeir voru temmilega bjartsýnir, svo lengi sem að síminn væri ekki dulkóðaður... sem ég veit ekki.

Last resort væri að factory resetta og reyna gagnabjörgun í kjölfarið, en eftir google þá sýnist mér að það sé samt alveg frekar vonlaus tilraun.




jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2303
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 269
Staðsetning: Ísland (Danmörk, 2024/2025)
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Komast í myndir á PIN læstum nýlegum Android síma

Pósturaf jonfr1900 » Þri 20. Sep 2022 23:51

Hafi frændi þinn ekki skrifað niður PIN númerið. Þá er þetta því miður frekar vonlaust. Það er ekki hægt að brjóta dulkóðun á þessum skrám í dag (kannski hægt eftir 50+ ár þegar tölvutæknin verður orðin aðeins betri en í dag). Besta vonin hjá ykkur er að reyna finna í tölvu (hafi frændi þinn átt tölvu) eða á blaði hvort að hann hafi skrifað niður PIN númerið til öryggis ef hann skyldi gleyma því eða af öðrum ástæðum.



Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1814
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 177
Staða: Ótengdur

Re: Komast í myndir á PIN læstum nýlegum Android síma

Pósturaf Nariur » Mið 21. Sep 2022 16:29

jonfr1900 skrifaði:Hafi frændi þinn ekki skrifað niður PIN númerið. Þá er þetta því miður frekar vonlaust. Það er ekki hægt að brjóta dulkóðun á þessum skrám í dag (kannski hægt eftir 50+ ár þegar tölvutæknin verður orðin aðeins betri en í dag). Besta vonin hjá ykkur er að reyna finna í tölvu (hafi frændi þinn átt tölvu) eða á blaði hvort að hann hafi skrifað niður PIN númerið til öryggis ef hann skyldi gleyma því eða af öðrum ástæðum.


Það er nú ekkert voða líklegt að myndirnar séu dulkóðaðar. Það er allavega ekki standardinn í dag.


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED

Skjámynd

Zpand3x
spjallið.is
Póstar: 401
Skráði sig: Lau 12. Des 2009 22:48
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Komast í myndir á PIN læstum nýlegum Android síma

Pósturaf Zpand3x » Fim 22. Sep 2022 00:02

Hér er eitthvað brute force app sem claimar að geta brute force-að 3-6 tölu pin á sumum símum án adb, emulatear keyboard.

"This takes just over 16.6 hours with a Samsung S5 to try all possible 4 digit PINs, but with the optimised PIN list it should take you much less time."

https://github.com/urbanadventurer/Andr ... Bruteforce

Reyndar keyrir appið bara á android símum með Kali Nethunter stýrikerfi sýnist mér.
Síðast breytt af Zpand3x á Fim 22. Sep 2022 00:08, breytt samtals 2 sinnum.


i7 4770k, MSI H97M-G43, 4x8GB, Corsair TX650W, CM silencio 550
Ryzen 3600, MSI B550I Gaming Edge Wifi, GTX 1660 Super, 2x16GB, DAN Cases A4-SFX V4.1