Síða 1 af 1

Að gera við Samsung A70 (eða ekki?)

Sent: Mán 03. Jan 2022 12:06
af Omerta
Daginn.

Er með tveggja ára gamlan Samsung A70 sem hætti nýverið að taka við hleðslu (ca korteri eftir að hann varð tveggja ára). Borgar það sig að láta gera við þetta eða er ég alveg í ruglinu að ætla að gera við gamlan budget síma? Battery virkar ennþá vel og hann er ekki enn orðinn hægur í neinu sem ég nota hann í. Óþarfi að kaupa nýjan síma ef ég get fengið þennan til að endast í 1 til 2 ár í viðbót. Hverjir eru í þessu aðrir en Icephone í Kringluni?

Re: Að gera við Samsung A70 (eða ekki?)

Sent: Mán 03. Jan 2022 17:36
af Njall_L
Miðað við lýsingu er ekki ólíklegt, þó ekki hægt að fullyrða, um að hleðslutengið sé vandamálið.

Til viðmiðunar kostar 12.900kr að skipta um það samkvæmt verðskrá hjá Tæknivörum sem eru umboðsaðili Samsung: https://samsungmobile.is/verdskra/galaxy-a70/

Hvort það séu einhverjir til í að gera þetta ódýrara er spurning, en sjálfum finnst mér 13k vera frekar sanngjarnt. Hvort þú sért tilbúinn í það er hinsvegar annað mál.