Síða 1 af 2

Símakaup

Sent: Mán 12. Apr 2021 07:59
af Saewen
Góđan dag er í smá veseni međ ađ ákveđa mig hvernig síma ég á ađ fá mér... er helst ađ hugsa um þessa tvo One Plus 9 pro og Samsung 21 ultra ... 21 ultra er međ exynos 2100 á međan one plus er međ snapdragon 888.. get ekki valid:(

help please!

Re: Símakaup

Sent: Mán 12. Apr 2021 08:54
af ColdIce
Taktu One Plus

Re: Símakaup

Sent: Mán 12. Apr 2021 09:38
af bjornvil
Ég var að kaupa mér Galaxy S21+, úr Oneplus 3. Ég velti mér svakalega uppúr þessu, var að spá í S21/S21+ eða Oneplus 9/9Pro. Ég er mjög sáttur við Samsunginn, var harður anti-samsung maður á sínum tíma. Touchwiz var algert ógeð! En OneUI er snilld núna, mjög ánægður með það komandi af Oneplus 3 þótt ég hafi alltaf verið hrifinn af stock android. Núna vill ég bara að þetta virki. Samsung lofar updates í að minnsta kosti 4 ár og eru víst tímanleg, updates hafa víst verið mistímanleg hjá Oneplus uppá síðkastið.

Exynos 2100 vs SD888 er alveg góð og gild pæling, en fyrir mig er performance munurinn ekki nógu mikill (enda frekar lítill miðað við fyrri kynslóðir) til að skoða ekki Samsung.

En ef þú ert að spá í S21 Ultra vs Oneplus 9 Pro held ég það sé ekki spurning að taka Oneplus bara út af verðmuninum. En ef þeir væru á sama verði væri þetta erfiðari ákvörðun.

Re: Símakaup

Sent: Mán 12. Apr 2021 11:52
af fannar82
;TLDR
Ef þú ætlar í flag-ship síma hinkraðu þá eftir Pixel6 eða farðu í iPhone.


Eftir að hafa gert nokkrar prufur í gegnum tímann. Þá myndi ég alltaf mæla með að taka síman sem stýrikerfið er hannað í. Þá Pixel fyrir Android og iPhone fyrir ios.

Get sett fram t.d. tvær reynslu sögur sem ætti að backa þetta eitthvað upp.

1. Fyrir all nokkrum árum þá var ég mikið að velta því fyrir mér hvort ég ætti að kaupa Nexus eða LG. LG vann Nexusinn á öllum speccum og leit töluvert betur út á blaði. Ég endaði á því að taka LG-inn fyrir mig og keypti svo Nexusinn fyrir samstarfsfélaga. LG-inn var orðinn mjög leiðinlegur og nánast ónothæfur eftir 2ár. Nexusinn var hinnsvegar eins og nýr úr kassanum. Enda alltaf þegar það var verið að prufa og þróa Android var það gert á honum.
2. Ég er með Google Pixle 3 í dag, sama saga hér. Fyrir utan batteríið sem dugar reyndar alveg í c.a. 1 – 1\2 dag mv\ klósettnotkun :P er hann enn mjög fínn, fær allar uppfærslur um leið og er ekkert laggy\bloatwareaður. Auka bónus er t.d. að Google hefur ekki verið að uppfæra hardwareið á myndavélinni í símunum hjá sér en gerir alltaf gríðarlega góð software updates á mynd-tækninni og hann er ekkert að gefa eftir í end-results á myndum vs iPhone12 sem konan er með.

-Editaði til að setja rétta útgáfu af iphone.

Re: Símakaup

Sent: Mán 12. Apr 2021 12:03
af ChopTheDoggie
Ég á alltaf erfitt með að mæla með Samsung sem eru með Exynos chip og útaf þessari ástæðu ætla ég að segja þér að frekar fá þér OnePlus síma.
Hér er flott myndband af Exynos vs Snapdragon S21 Ultra sem útskýrir Exynos og Snapdragon málið eitthvað: https://youtu.be/rsLJLk3nx8k

Re: Símakaup

Sent: Mán 12. Apr 2021 12:39
af Viktor
Ég myndi segja iPhone vegna Apple Pay :)

Re: Símakaup

Sent: Mán 12. Apr 2021 13:17
af kizi86
Xiaomi 11 Ultra eða oneplus 9 pro, myndi sjálfur fara í Xiaomi 11 Ultra : https://www.youtube.com/watch?v=nb0BG0ixuQA

Re: Símakaup

Sent: Mán 12. Apr 2021 16:26
af darkppl
Exynos kjarnarnir eru drasl eyða meira rafmagni sem gerir að verkum að síminn dugar styttra og er kraftminni

myndi forðast exynos eins og heitann eldinn

Oneplus eða iphone hefði ég tekið í dag.

Re: Símakaup

Sent: Mán 12. Apr 2021 16:57
af kornelius
Ef þú gerir kröfur um gott sound (audiophile) þá mundi ég aldrei fá mér Apple vegna þess að þeir eru að fara að henda út lightning portinu og búnir að henda út 3.5mm jack, þá er bara bluetooth eftir sem er jú lossy sound + það að apple styður ekki LDAC sem er lang besta bluetooth codec sem er í boði á öllum Android símum + allir nýjir Android símar eru með usb-c og þar er til fullt af flottum audio HI-RES dongle'um.

K.

Re: Símakaup

Sent: Mán 12. Apr 2021 17:04
af Viggi
Ekki gleyma mi 11 pro. Eki hef ég neitt að gera með skjá að aftan :)

Re: Símakaup

Sent: Mán 12. Apr 2021 18:11
af gnarr
fannar82 skrifaði:Ef þú ætlar í flag-ship síma hinkraðu þá eftir Pixel6...


Pixel eru ekki lengur "flag-ship" og verða eingöngu gefnir út sem "mid-range" eftir Pixel 4.

Ég er búinn að vera á Google símum frá byrjun og hef átt Nexus One, Nexus S, Nexus 4, Pixel XL og Pixel 2 XL.

Ég hugsa að ég fari frekar í Oneplus 9 pro næst, þar sem að það virðist vera algjör stöðnun í performance og myndavélin hefur fengið sama og engar bætur síðan í Pixel 2 :'(

Fyrir utan það, þá er Marc Levoy farinn yfir til Adobe og það má búast við að það komi myndavéla app sem verður betra en native Pixel á næstu mánuðum frá Adobe.

Ég gæti trúað því að Hasselblad linurnar plús Sony sensor og Adobe hugbúnaður verði besta símamyndavélin á markaðnum by far.

Re: Símakaup

Sent: Mán 12. Apr 2021 20:16
af Saewen
Úff allir međ mismunandi svör :japsmile gaman ađ sjá áhugan hjá mönnum. Held ađ ég séi ađ hallast meira í one plus áttina eins og er.. 65w charge er frekar næs :hjarta

Re: Símakaup

Sent: Mán 12. Apr 2021 20:25
af Viktor
kornelius skrifaði:Ef þú gerir kröfur um gott sound (audiophile) þá mundi ég aldrei fá mér Apple vegna þess að þeir eru að fara að henda út lightning portinu og búnir að henda út 3.5mm jack, þá er bara bluetooth eftir sem er jú lossy sound + það að apple styður ekki LDAC sem er lang besta bluetooth codec sem er í boði á öllum Android símum + allir nýjir Android símar eru með usb-c og þar er til fullt af flottum audio HI-RES dongle'um.

K.


Já, myndir ekki velja Apple símann sem er ekki til?

Þá getur hann allavega checkað þann síma útaf listanum.

Re: Símakaup

Sent: Mán 12. Apr 2021 22:37
af kornelius
Sallarólegur skrifaði:
kornelius skrifaði:Ef þú gerir kröfur um gott sound (audiophile) þá mundi ég aldrei fá mér Apple vegna þess að þeir eru að fara að henda út lightning portinu og búnir að henda út 3.5mm jack, þá er bara bluetooth eftir sem er jú lossy sound + það að apple styður ekki LDAC sem er lang besta bluetooth codec sem er í boði á öllum Android símum + allir nýjir Android símar eru með usb-c og þar er til fullt af flottum audio HI-RES dongle'um.

K.


Já, myndir ekki velja Apple símann sem er ekki til?

Þá getur hann allavega checkað þann síma útaf listanum.


Mundi alla daga checka apple út af mínu borði - fyrirtæki sem segist vera innovative en er bara að taka tennurnar úr ykkur apple fan boys hægt og bítandi - fyrst 3.5mm síðan lightning portið - var nú bara að vara höfund þessa þráðs að ef að hann gerir kröfur um alvöru hljóðgæði.

Re: Símakaup

Sent: Þri 13. Apr 2021 07:46
af Viktor
Já, fyrirtæki sem segist vera innovative en vill ekki nota snúru sem var fundin upp árið 1884.

Vilja svo meina að þráðlaust sé framtíðin.

Hvernig dettur þeim þetta í hug eiginlega #-o

Re: Símakaup

Sent: Þri 13. Apr 2021 08:55
af Jón Ragnar
Sallarólegur skrifaði:Já, fyrirtæki sem segist vera innovative en vill ekki nota snúru sem var fundin upp árið 1884.

Vilja svo meina að þráðlaust sé framtíðin.

Hvernig dettur þeim þetta í hug eiginlega #-o



Gaman hvað menn hafa miklar áhyggjur fyrir hönd okkar Apple manna haha

Menn segja alltaf að það sé verið að taka skref afturábak með Apple nema hvað að flestir apa eftir þeim um leið.

Samsung gerðu grín af 3.5 jack og tóku það svo af sjálfir.
Öll þráðlaus heyrnartól orðin eins og AirPods ofl

Re: Símakaup

Sent: Þri 13. Apr 2021 10:26
af worghal
Jón Ragnar skrifaði:Menn segja alltaf að það sé verið að taka skref afturábak með Apple nema hvað að flestir apa eftir þeim um leið.


eru það ekki apple sem apar eftir öllum öðrumog kallar það "new innovation"? :fly

Re: Símakaup

Sent: Þri 13. Apr 2021 10:34
af fannar82
gnarr skrifaði:
fannar82 skrifaði:Ef þú ætlar í flag-ship síma hinkraðu þá eftir Pixel6...

Pixel eru ekki lengur "flag-ship" og verða eingöngu gefnir út sem "mid-range" eftir Pixel 4.


Svekk, Ég fór og kannaði þetta eftir að ég las commentið þitt og það virðist sem að þetta sé rétt hjá þér. Pixel 3 hefur reynst mér svo vel að ég hef bara ekkert þurft að uppfæra.

Re: Símakaup

Sent: Þri 13. Apr 2021 11:49
af Uncredible
Ég er ennþá með Samsung S7 sem ég keypti þegar hann var ný kominn út og hann virkar mjög vel.

Efast um að ég uppfæri fyrr en hann sé orðin alveg úreltur, ég myndi ábiggilega númer eitt skoða batterý endingu og myndavél ef ég ætti að fara kaupa nýjan síma.

Re: Símakaup

Sent: Þri 13. Apr 2021 15:18
af gnarr
fannar82 skrifaði:
gnarr skrifaði:
fannar82 skrifaði:Ef þú ætlar í flag-ship síma hinkraðu þá eftir Pixel6...

Pixel eru ekki lengur "flag-ship" og verða eingöngu gefnir út sem "mid-range" eftir Pixel 4.


Svekk, Ég fór og kannaði þetta eftir að ég las commentið þitt og það virðist sem að þetta sé rétt hjá þér. Pixel 3 hefur reynst mér svo vel að ég hef bara ekkert þurft að uppfæra.


Jebb :'( svo svekkjandi.

Sama hér, hef verið svo ánægður með Pixel 2 XL'inn. Hefði viljað komast í flagship Pixel síma.

Re: Símakaup

Sent: Þri 13. Apr 2021 16:13
af Lexxinn
gnarr skrifaði:
fannar82 skrifaði:
gnarr skrifaði:
fannar82 skrifaði:Ef þú ætlar í flag-ship síma hinkraðu þá eftir Pixel6...

Pixel eru ekki lengur "flag-ship" og verða eingöngu gefnir út sem "mid-range" eftir Pixel 4.


Svekk, Ég fór og kannaði þetta eftir að ég las commentið þitt og það virðist sem að þetta sé rétt hjá þér. Pixel 3 hefur reynst mér svo vel að ég hef bara ekkert þurft að uppfæra.


Jebb :'( svo svekkjandi.

Sama hér, hef verið svo ánægður með Pixel 2 XL'inn. Hefði viljað komast í flagship Pixel síma.


Ég fúr úr SGalaxy S8 í Pixel 5, gæti ekki verið sáttari. Minni, stærra batterý, einfaldara stýrikerfi, betri myndir. Kannski ekki top of the line sími enda kostaði hann aðeins minna en S21 eða Ultra síminn.

Re: Símakaup

Sent: Þri 13. Apr 2021 22:23
af kornelius
Sallarólegur skrifaði:Já, fyrirtæki sem segist vera innovative en vill ekki nota snúru sem var fundin upp árið 1884.

Vilja svo meina að þráðlaust sé framtíðin.

Hvernig dettur þeim þetta í hug eiginlega #-o


Ótrúlega sorglegt að sjá menn ryðjast fram og opinbera svo gjörsamlega vanþekkingu sína í tæknimálum.

Það sem ég sagði við greinahöfund var að ef að ég gerði kröfur um gott hljóð (audiophile) að þá væri Android alltaf betra.
Staðreyndinn er nefnilega sú að snúran frá 1884 er ennþá betri en Bluetooth en það á hugsanlega eftir að breytast með þróun Bluetooth og þar fara fremstir í flokki Sony, Samsung, LG og fleiri.

Sumir leggja áherslu á gott hljóð aðrir á góða myndavél og virði ég þeirra skoðanir.

Ég virði líka þá skoðun þína að þér finnist það vera aðalatriði að nota snjallsímann þinn sem debetkort.

K.

Re: Símakaup

Sent: Þri 13. Apr 2021 22:59
af Cascade
Ég er amk spenntur að fá snurulausan síma
Snúrur eru bara fyrir risaeðlur

Re: Símakaup

Sent: Þri 13. Apr 2021 23:36
af machinefart
Sallarólegur skrifaði:Ég myndi segja iPhone vegna Apple Pay :)


Hvað hefur apple pay fram yfir tap and pay í android?

Re: Símakaup

Sent: Mið 14. Apr 2021 02:08
af daremo
kornelius skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Já, fyrirtæki sem segist vera innovative en vill ekki nota snúru sem var fundin upp árið 1884.

Vilja svo meina að þráðlaust sé framtíðin.

Hvernig dettur þeim þetta í hug eiginlega #-o


Ótrúlega sorglegt að sjá menn ryðjast fram og opinbera svo gjörsamlega vanþekkingu sína í tæknimálum.

Það sem ég sagði við greinahöfund var að ef að ég gerði kröfur um gott hljóð (audiophile) að þá væri Android alltaf betra.
Staðreyndinn er nefnilega sú að snúran frá 1884 er ennþá betri en Bluetooth en það á hugsanlega eftir að breytast með þróun Bluetooth og þar .


Staðreyndin er reyndar sú að Apple hefur ekki ennþá losað sig við lightning portið. 3.5mm -> lightning er ennþá mögulegt, og býður upp á 99.9% sömu gæði og analog kapall.

Önnur staðreynd sem þú virðist vera alveg blessunarlega óvitaður um er að Apple hefur alltaf boðið upp á betri hljómgæði en Android símar.
Latency er alveg skelfilega lélegt á Android og það eru engar vísbendingar um að það muni batna á næstunni.
Á meðan hefur iPhone verið low latency frá degi eitt.


Edit: Já og sem hluti af þessum "audiophile" hópi sem þú nefnir, þá er fáránlegt að halda því fram að þeir sem vilja bestu mögulegu hljómgæði noti símana sína til að knýja fram þessi hljómgæði. Þetta fólk notar miklu, miklu betri græjur.