Hver borgar hátt í 400k fyrir síma?

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Hver borgar hátt í 400k fyrir síma?

Pósturaf GuðjónR » Sun 06. Sep 2020 19:57

Og það Samsung ... :klessa
Það datt af mér andlitið...
https://vefverslun.siminn.is/vara/samsu ... 5g-forsala
Viðhengi
Screenshot 2020-09-06 at 19.56.27.png
Screenshot 2020-09-06 at 19.56.27.png (644.27 KiB) Skoðað 4577 sinnum




Mossi__
FanBoy
Póstar: 773
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 292
Staða: Tengdur

Re: Hver borgar hátt í 400k fyrir síma?

Pósturaf Mossi__ » Sun 06. Sep 2020 20:15

Fólk með minnimáttarkennd :)




kjartanbj
Tölvutryllir
Póstar: 677
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 128
Staða: Ótengdur

Re: Hver borgar hátt í 400k fyrir síma?

Pósturaf kjartanbj » Sun 06. Sep 2020 20:19

ég skil vel að það verða fá eintök í boði.. vilja ekki sitja uppi með hann



Skjámynd

peturthorra
vélbúnaðarpervert
Póstar: 916
Skráði sig: Þri 18. Apr 2006 01:26
Reputation: 66
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Hver borgar hátt í 400k fyrir síma?

Pósturaf peturthorra » Sun 06. Sep 2020 21:07

Þetta er komið út fyrir öll eðlileg mörk!


Asus G14 - 2021 | ASUSTOR NAS 26TB | LG B1 OLED | PS5 | XBOX SX | Klipsch 5.0 | Yamaha |


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4168
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1301
Staða: Ótengdur

Re: Hver borgar hátt í 400k fyrir síma?

Pósturaf Klemmi » Sun 06. Sep 2020 21:54

Hver borgar 25 milljónir fyrir bíl?

Eða 10 milljónir fyrir úr?

Eða ...

Það er til fólk þarna úti sem á nóg af peningum :)



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6773
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 934
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hver borgar hátt í 400k fyrir síma?

Pósturaf Viktor » Sun 06. Sep 2020 22:05

Tek undir með Klemma.

Fólk sem á risastór fyrirtæki ;)

...og fólk sem á mömmu eða pabba sem eiga risastór fyrirtæki :-$


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Trihard
Ofur-Nörd
Póstar: 277
Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
Reputation: 45
Staða: Tengdur

Re: Hver borgar hátt í 400k fyrir síma?

Pósturaf Trihard » Sun 06. Sep 2020 23:21

Fólk sem vill spila Raid: Shadowlegends á flip samloku
Síðast breytt af Trihard á Sun 06. Sep 2020 23:22, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

einarhr
Of mikill frítími
Póstar: 1977
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 252
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hver borgar hátt í 400k fyrir síma?

Pósturaf einarhr » Sun 06. Sep 2020 23:29

GuðjónR skrifaði:Og það Samsung ... :klessa
Það datt af mér andlitið...
https://vefverslun.siminn.is/vara/samsu ... 5g-forsala


Hver er tilbúin að borga 400 dollara fyrir hjól undir Mac Pro ? :)

https://www.apple.com/shop/buy-mac/mac-pro/tower#

Setti saman eina þokkaleg og verðið var 9999$ hahahahah og það var án hjólanna


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Ótengdur

Re: Hver borgar hátt í 400k fyrir síma?

Pósturaf appel » Sun 06. Sep 2020 23:35

Fyrir suma sem ferðast mikið og vilja ekki taka með sér laptop, þá er þetta valkostur í stað laptops.


*-*

Skjámynd

Lexxinn
/dev/null
Póstar: 1447
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Reputation: 163
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Hver borgar hátt í 400k fyrir síma?

Pósturaf Lexxinn » Mán 07. Sep 2020 01:00

Ég hugsa nú alveg það sama um 180þ símana. Finnst fólk hoppa alltof mikið á tískuvagna þegar símar nú til dags eru orðnir kraftmiklir umfram notkun. Budget símarnir eru thingið í dag og mín skoðun er að fólk ætti ekki að borga meira en 60þ f síma.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7013
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 986
Staða: Ótengdur

Re: Hver borgar hátt í 400k fyrir síma?

Pósturaf rapport » Mán 07. Sep 2020 01:08

Símar eru orðnir svo mikið snobb + allir vilja að vinnan sín borgi fyrir þetta bruðl.

Ég held að þetta hætti eins og skot ef vinnuveitendur hætta að borga fyrir þetta.


Börnin mín segja að ef þau séu ekki með iPhone þá sé þeim strítt... (18 og 14 í mennta- og grunnskóla)

Ég keypti mér Motorola á lagersölu hjá Origo á 38þ. fínn sími 128Gb og 48M myndavél (sem er samt ekki svo góð) Android ONE.

Það er ekkert sem sími gæti gert meira fyrir mig, svo ég viti til...

Hvað er fólk að nota símana sína í sem þarfnast alls þessa minnis og CPU?




Semboy
</Snillingur>
Póstar: 1051
Skráði sig: Lau 05. Maí 2007 22:28
Reputation: 100
Staða: Ótengdur

Re: Hver borgar hátt í 400k fyrir síma?

Pósturaf Semboy » Mán 07. Sep 2020 01:29

Símar með penna eru bara AWESOME! :baby


hef ekkert að segja LOL!


Trihard
Ofur-Nörd
Póstar: 277
Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
Reputation: 45
Staða: Tengdur

Re: Hver borgar hátt í 400k fyrir síma?

Pósturaf Trihard » Mán 07. Sep 2020 06:43

Hækkandi verð á símum stafar af mörgum ástæðum en ég held að notaði markaðurinn er svo stór þarna úti að símaframleiðendurnir eru í samkeppni við gömlu símana sína, svo þeir geta fengið hvað sem er fyrir nýjustu og bestu gerðirnar sem munu pottþétt seljast upp og við það vinna þeir upp smá tap á endursölu eldri síma (viðskiptavinur sem kaupir notaðan síma er tapaður viðskiptavinur).



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hver borgar hátt í 400k fyrir síma?

Pósturaf GuðjónR » Mán 07. Sep 2020 11:26

Árið 1979 settu foreldrar mínir tveggja hæða einbýlishúsið sitt á sölu, ásett verð var 40 milljónir en um áramótin 1979/1980 voru tekin tvö núll af krónunni, húsið seldist í janúar 1980 og þau fengu 400 þúsund fyrir það, ef einhver hefði sagt mér þá að sú upphæð myndi einn daginn rétt duga fyrir síma þá hefði ég talið viðkomandi eiga við alvarlega andlega fötlun að stríða svo ekki væri meira sagt.




mjolkurdreytill
Ofur-Nörd
Póstar: 267
Skráði sig: Sun 14. Jún 2020 21:21
Reputation: 59
Staða: Ótengdur

Re: Hver borgar hátt í 400k fyrir síma?

Pósturaf mjolkurdreytill » Mán 07. Sep 2020 12:16

GuðjónR skrifaði:Árið 1979 settu foreldrar mínir tveggja hæða einbýlishúsið sitt á sölu, ásett verð var 40 milljónir en um áramótin 1979/1980 voru tekin tvö núll af krónunni, húsið seldist í janúar 1980 og þau fengu 400 þúsund fyrir það, ef einhver hefði sagt mér þá að sú upphæð myndi einn daginn rétt duga fyrir síma þá hefði ég talið viðkomandi eiga við alvarlega andlega fötlun að stríða svo ekki væri meira sagt.



Þessi upphæð skv verðlagsreiknivél hagstofunnar er 259 þúsund 390 krónur og 35 aurar. (400 þúsund í júní 1980 borið saman við ágúst 2020).

https://hagstofa.is/verdlagsreiknivel
Síðast breytt af mjolkurdreytill á Mán 07. Sep 2020 12:17, breytt samtals 1 sinni.




Mossi__
FanBoy
Póstar: 773
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 292
Staða: Tengdur

Re: Hver borgar hátt í 400k fyrir síma?

Pósturaf Mossi__ » Mán 07. Sep 2020 12:23

Verkamannalaun voru 8.000 á mánuði 1980, eftir myntbreytingu (skv Pabba.. ég er yngri en þetta).



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 471
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hver borgar hátt í 400k fyrir síma?

Pósturaf urban » Mán 07. Sep 2020 12:43

mjolkurdreytill skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Árið 1979 settu foreldrar mínir tveggja hæða einbýlishúsið sitt á sölu, ásett verð var 40 milljónir en um áramótin 1979/1980 voru tekin tvö núll af krónunni, húsið seldist í janúar 1980 og þau fengu 400 þúsund fyrir það, ef einhver hefði sagt mér þá að sú upphæð myndi einn daginn rétt duga fyrir síma þá hefði ég talið viðkomandi eiga við alvarlega andlega fötlun að stríða svo ekki væri meira sagt.



Þessi upphæð skv verðlagsreiknivél hagstofunnar er 259 þúsund 390 krónur og 35 aurar. (400 þúsund í júní 1980 borið saman við ágúst 2020).

https://hagstofa.is/verdlagsreiknivel

Þetta hefur verið ári seinna, það er ekki fyrr en 81 sem að það er klippt af krónunni.
400.000 í jan 1981 jafngilda 18.9 millum í dag.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hver borgar hátt í 400k fyrir síma?

Pósturaf GuðjónR » Mán 07. Sep 2020 13:28

urban skrifaði:
mjolkurdreytill skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Árið 1979 settu foreldrar mínir tveggja hæða einbýlishúsið sitt á sölu, ásett verð var 40 milljónir en um áramótin 1979/1980 voru tekin tvö núll af krónunni, húsið seldist í janúar 1980 og þau fengu 400 þúsund fyrir það, ef einhver hefði sagt mér þá að sú upphæð myndi einn daginn rétt duga fyrir síma þá hefði ég talið viðkomandi eiga við alvarlega andlega fötlun að stríða svo ekki væri meira sagt.



Þessi upphæð skv verðlagsreiknivél hagstofunnar er 259 þúsund 390 krónur og 35 aurar. (400 þúsund í júní 1980 borið saman við ágúst 2020).

https://hagstofa.is/verdlagsreiknivel

Þetta hefur verið ári seinna, það er ekki fyrr en 81 sem að það er klippt af krónunni.
400.000 í jan 1981 jafngilda 18.9 millum í dag.

Alveg rétt hjá þér, við fluttum áramótin 1980 en húsið seldist ekki fyrr en rúmu ári síðar eða í janúar 1981 og þá fyrir 400k í stað 40M.
Það fæst ekki merkilegur kofi í dag fyrir 18.9 millur ef að er rétt verðlagsþróun...



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3812
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 140
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Hver borgar hátt í 400k fyrir síma?

Pósturaf Daz » Mán 07. Sep 2020 13:30

GuðjónR skrifaði:Alveg rétt hjá þér, við fluttum áramótin 1980 en húsið seldist ekki fyrr en rúmu ári síðar eða í janúar 1981 og þá fyrir 400k í stað 40M.
Það fæst ekki merkilegur kofi í dag fyrir 18.9 millur ef að er rétt verðlagsþróun...


Enda hefur fasteignaverð ekki fylgt (annari) verðlagsþróun. Í það minnsta ekki síðustu 20 árin.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hver borgar hátt í 400k fyrir síma?

Pósturaf GuðjónR » Mán 07. Sep 2020 13:35

Daz skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Alveg rétt hjá þér, við fluttum áramótin 1980 en húsið seldist ekki fyrr en rúmu ári síðar eða í janúar 1981 og þá fyrir 400k í stað 40M.
Það fæst ekki merkilegur kofi í dag fyrir 18.9 millur ef að er rétt verðlagsþróun...


Enda hefur fasteignaverð ekki fylgt (annari) verðlagsþróun. Í það minnsta ekki síðustu 20 árin.

Einmit, enda margar vísitölur í gangi á sama tíma.
Bara svolítið súrealískt að horfa á þetta í samhengi, að ímynda sér heildarverð fasteignarinnar í dag myndi rétt duga fyrir farsíma eftir 40 ár. :D :evillaugh
Síðast breytt af GuðjónR á Mið 28. Okt 2020 14:00, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3812
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 140
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Hver borgar hátt í 400k fyrir síma?

Pósturaf Daz » Mán 07. Sep 2020 13:42

Ég athugaði mér til gamans, vísitala íbúðaverðs hefur hækkað um 650% á sama tíma og Neysluverðsvísitalan hefur hækkað um 286% (Janúar 1994-í dag).

Og þetta með að íbúðarverð 1981 sé símaverð í dag segir nú bara mikið um okkar gjaldmiðil. Það drepur allt verðskyn hjá manni þegar allt hækkar stanslaust um 5-10% á ári. Það má örugglega færa allskonar rök fyrir því að ISK sé góður gjaldmiðill, það er bara þetta með verðskynið sem hefur alltaf pirrað mig mest. Maður getur ekki borið saman verð á hlutum sem maður man eftir fyrir 1-2 árum síðan, allt búið að hækka.

Nema forsamsettar tölvur (borð og fartölvur), þær hafa alltaf kostað 100 þúsund!
Síðast breytt af Daz á Mán 07. Sep 2020 13:43, breytt samtals 2 sinnum.



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6278
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 434
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Hver borgar hátt í 400k fyrir síma?

Pósturaf worghal » Mán 07. Sep 2020 14:45

Daz skrifaði:Ég athugaði mér til gamans, vísitala íbúðaverðs hefur hækkað um 650% á sama tíma og Neysluverðsvísitalan hefur hækkað um 286% (Janúar 1994-í dag).

Og þetta með að íbúðarverð 1981 sé símaverð í dag segir nú bara mikið um okkar gjaldmiðil. Það drepur allt verðskyn hjá manni þegar allt hækkar stanslaust um 5-10% á ári. Það má örugglega færa allskonar rök fyrir því að ISK sé góður gjaldmiðill, það er bara þetta með verðskynið sem hefur alltaf pirrað mig mest. Maður getur ekki borið saman verð á hlutum sem maður man eftir fyrir 1-2 árum síðan, allt búið að hækka.

Nema forsamsettar tölvur (borð og fartölvur), þær hafa alltaf kostað 100 þúsund!

enda hefur verð íbúða í dag ekkert að gera með þróun rauntalna og almennan efnahag.
þetta airbnb kast sem íslendingar fengur í hæðstu hæðum túrismans gjörsamlega setti fermetra verðið á annan endann.
margir hverjir að yfirbjóða íbúðir um hátt í 10m sem hafði sín áhrif á restina af markaðnum.


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow


Trihard
Ofur-Nörd
Póstar: 277
Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
Reputation: 45
Staða: Tengdur

Re: Hver borgar hátt í 400k fyrir síma?

Pósturaf Trihard » Mán 07. Sep 2020 15:44

30.000kr. minna er hægt að fá sér 1 stk. 75'' 4k sjónvarp frá ELKO https://elko.is/hljod-og-mynd/sjonvorp/ ... 5un71006lb
Þó verður að viðurkenna að þá getur maður ekki spilað Raid: Shadowlegends í samlokuformi sem er ákveðinn skellur




Sinzi
Græningi
Póstar: 47
Skráði sig: Sun 23. Ágú 2020 23:21
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Hver borgar hátt í 400k fyrir síma?

Pósturaf Sinzi » Mán 07. Sep 2020 15:51

hvernig sem ég nýjar umræður á vaktini?



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hver borgar hátt í 400k fyrir síma?

Pósturaf GuðjónR » Mán 07. Sep 2020 15:55

Sinzi skrifaði:hvernig sem ég nýjar umræður á vaktini?

Velur viðeigandi flokk og ýtir á "Nýr þráður" takkann.