Síða 1 af 1

Sony símar á Íslandi

Sent: Fös 26. Jún 2020 11:10
af Omerta
Veit einhver hérna hvort Xperia 1 II verði seldur hér á landi? Ég hafði samband við Origo og fékk þau svör að umboðið væri í einhverju limbo.

Hef afskaplega góða reynslu af þessum símum og þarf að fara að endurnýja. Væri fínt að þurfa ekki að kaupa úti upp á ábyrgð að gera.

Re: Sony símar á Íslandi

Sent: Fös 26. Jún 2020 11:47
af Dóri S.
Ég átti nokkra Sony síma þangað til fyrir 3 árum, þá keypti ég síma sem bilaði, og fékk annan í staðinn sem bilaði og fór í viðgerð svo bilaði hann aftur. Þá fékk ég peninginn til baka og keypti mér Huawei Mate 9 pro sem er besti sími sem ég hef átt. (Eini gallinn við hann er að hann endist of vel :lol:)

Re: Sony símar á Íslandi

Sent: Fös 26. Jún 2020 11:52
af russi
Tæknivörur voru með þetta síðast þegar ég vissi, Origo hefur ekki haft símahlutan hjá Sony

Re: Sony símar á Íslandi

Sent: Fös 26. Jún 2020 12:26
af audiophile
Tæknivörur hættu með Sony síma fyrir mörgum mörgum árum. Actus sem er með LG síma umboðið hefur verið með Sony síma undanfarin ár.

Re: Sony símar á Íslandi

Sent: Fös 26. Jún 2020 13:37
af Omerta
Actus eru enn með Sony mobile umboðið skráð á síðunni hjá sér en við nánari athugun gáfust þeir upp á þessum vörum vegna lítillar eftirspurnar.

Sem er synd. Xperia Z1 síminn minn dugði í næstum því 4 ár. Motorola og Samsung símarnir sem ég hef átt síðan hætta að virka eftir ca ár. Líklega bara óheppni hjá mér en ég fæ mig bara ekki til að kaupa Samsung aftur. Ætli ég endi ekki með að flytja nýja Sony inn sjálfur. Hefði helst viljað handleika hann fyrst en oh well.

Re: Sony símar á Íslandi

Sent: Fös 26. Jún 2020 13:44
af worghal
Við hjá origo höfum samt verið með sony síma í einhver ár, held það sé bara frekar nýlega að við værum ekki með þá.
Erum aðalega með Motorola núna þar sem það er í eigu Lenovo og Origo hafa umboð Lenovo.
Vorum líka með nokkra Nokia síma en ég veit ekki hvað varð um þá en þeir stoppuðu stutt.