Hvað notið þið til að senda SMS úr tölvunni?

Ráðleggingar frá snjöllustu snillingunum

Höfundur
netkaffi
Gúrú
Póstar: 528
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 32
Staða: Ótengdur

Hvað notið þið til að senda SMS úr tölvunni?

Pósturaf netkaffi » Fim 20. Feb 2020 17:22

Núna er komið app fyrir Windows 10 sem heitir Your Phone, og það virkar orðið fínt. Getur notað þetta til að skoða myndir úr símanum og jafnvel hringja (ekki prófað). Ég prófaði líka eitthvað sem heitir Pushbullet sem var frekar nett með ýmsa kosti. Það er allt annað að senda SMS úr Windows finnst mér, því maður getur notað lyklaborð.Skjámynd

kornelius
has spoken...
Póstar: 164
Skráði sig: Þri 09. Jan 2018 09:15
Reputation: 42
Staða: Ótengdur

Re: Hvað notið þið til að senda SMS úr tölvunni?

Pósturaf kornelius » Fim 20. Feb 2020 17:51
Skjámynd

ChopTheDoggie
Gúrú
Póstar: 500
Skráði sig: Þri 15. Des 2015 01:27
Reputation: 44
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Staða: Ótengdur

Re: Hvað notið þið til að senda SMS úr tölvunni?

Pósturaf ChopTheDoggie » Fim 20. Feb 2020 17:57

Ég nota bara iMessage, virkar þrusu fínt en eina sem ég hef vælt úti er að ég þarf að stimpla inn síma númer í stað þess að geta valið hvern ég vil senda skilaboðin til.


Z270X Gigabyte K5 | 2x8GB Corsair Vengeance | i5-7600K | GeForce GTX 1070 | RM750x | Predator XB271HU


Hlynzi
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 0
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað notið þið til að senda SMS úr tölvunni?

Pósturaf Hlynzi » Fim 20. Feb 2020 21:30

Ég prófaði AirDroid, átti eftir að stilla það betur en virkaði ágætlega, ég er alveg sammála því að lyklaborð á snjallsímum eru nánast ónothæf (nema á BlackBerry Priv)


Hlynur


Höfundur
netkaffi
Gúrú
Póstar: 528
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 32
Staða: Ótengdur

Re: Hvað notið þið til að senda SMS úr tölvunni?

Pósturaf netkaffi » Mið 26. Feb 2020 22:06

Ah, já Google Messenger (eins og kornelius linkaði á hérna), var alltaf að nota það um daginn. Gleymdi því, lol. Það hætti að virka fyrir LG Android símann minn, er með ódýrasta LG símann hjá Nova. Ég sver það, möguleikinn til að samstylla Google Messenger í LG símanum við Google Messenger í Chrome á Windows hvarf! Hann bara hvarf! Ég veit ekki hvort þetta sé útaf samkeppnisástæðum á milli Google og LG en ég reportaði þetta sem bug (kannski er þetta bara bug).

Þá skipti ég í Your Phone frá Microsoft sem ég var búinn að nota eitthvað áður. En það datt alltaf út, og gat ekki fengið það til að synca aftur við símann nema stundum. Þá fór ég aftur í Pushbullet sem hefur þann kost að senda mér notifications með RSS feed headlines af síðum eins og Hackernews í símann, sem er gaman. Svo þarftu líka að nota Pushbullet til þess að fá Google Home hátalarann til að gera sumt, svo ekki verra að hafa það installað.

Það er samt búið að vera smá ferðalag hjá mér að geta loksins farið að senda SMS í tölvunni. Gat það fyrst á Nokia síma með hugbúnaði frá Nokia árið 2009 en glataði svo fljótt þeim síma því miður. Notaði alltaf íslenskar vefsíður til þess á tímabili. Það var á Já.is lengst af. Hringdu.is var með í einhver ár. Man ekki hvort Síminn.is hafi líka haft. Svo var Nova.is með mjög lengi. Held það sé allt hætt útaf krakkabjánum að leggja í einelti og stalkers, eða ég veit ekki. Þarf að logga þig inn á flestar/allar íslenskar síður núorðið til að senda SMS sem er tímafrekt og ekkert eitthvað sem maður er að nenna af því þær eru með svo lítið character limit. (Kannski eitthvað símaþjónustufyrirtæki á íslandi geti opnað fyrir almennar sendingar aftur eins og á nova.is/sms en með instant log-in þannig að það sé ekki misnotað í eltihrellingar eða úthellingar).

Pushbullet installast sjálfkrafa sem extension í Chrome ef þú notar Chrome log-in, þarft bara að gera authentication einu sinni, þannig ætli þetta sé bara ekki komið. Mér finnst samt að þetta hefðir átt að vera algangt og normal fyrir 20 árum, djöfulsins tíma tók þetta að komast í almenna notkun, eða er það bara ég sem missti af einhverju? Mér finnst að Microsoft hefði átt að hafa þetta innbyggt í Windows fyrir 10 árum amk, ekki vera druslast með þetta í gang langt inn á 21. öldina!
Síðast breytt af netkaffi á Mið 26. Feb 2020 22:41, breytt samtals 3 sinnum.