Apple Watch 5 GPS vs LTE

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Apple Watch 5 GPS vs LTE

Pósturaf GuðjónR » Þri 11. Feb 2020 11:56

Hvort er sniðugra (ef hægt er að kalla það sniðugt) að kaupa GPS only eða GPS+LTE í dag?
Datt í hug að velta þessari spurningu upp í ljósi þess að e-sim er orðið að veruleika.
Og annað, vitið hvernig þetta virkar, þ.e. þeir sem eru með svona LTE úr og fá e-sim geta þeir verið með sama númerið og í símanum eða þarf annað númer með annari áskrift? Og þarf þá að greiða aukalega fyrir e-sim?



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1547
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 215
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Apple Watch 5 GPS vs LTE

Pósturaf depill » Þri 11. Feb 2020 12:01

GuðjónR skrifaði:Hvort er sniðugra (ef hægt er að kalla það sniðugt) að kaupa GPS only eða GPS+LTE í dag?
Datt í hug að velta þessari spurningu upp í ljósi þess að e-sim er orðið að veruleika.
Og annað, vitið hvernig þetta virkar, þ.e. þeir sem eru með svona LTE úr og fá e-sim geta þeir verið með sama númerið og í símanum eða þarf annað númer með annari áskrift? Og þarf þá að greiða aukalega fyrir e-sim?


eSim utfærsla Símans virkar bara fyrir síma, enn ekki fyrir úr ( enn sem komið er ). Veit ekki með hinar spurningarnar, þar sem ég er þá er fylgir númerið.



Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 726
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 175
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Apple Watch 5 GPS vs LTE

Pósturaf russi » Þri 11. Feb 2020 12:58

eSIM pæling er til í allskyns útgáfum, bæði sem framlenginá núverandi símanúmer (sem er gullinn ástæða til að vera með LTE úr) og sem annað númer.

Helsti kosturinn fyrir utan úra-pælingar, er að nýta þetta þegar maður er á ferðalagi erlendis, kaupir eSIM áskrfit/pre-paid, skannar eða slær inn kóða og þú ert kominn í gang, getur svo stillt að öll nettraffík fari þá í gegnum eSIM og haf t.d. símtöl í gegnum SIM kort sem dæmi



Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1244
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 372
Staða: Ótengdur

Re: Apple Watch 5 GPS vs LTE

Pósturaf Njall_L » Þri 11. Feb 2020 13:05

Persónulega ef ég ætlaði að kaupa Apple Watch í dag þá myndi ég kaupa LTE útgáfu þar sem Síminn munu byrja að styðja eSim í Apple Watch seinna á árinu og ansi líklegt að önnur símfélög muni fylgja hart á eftir. Fyrir mér er það mikils virði að geta farið út án símans en samt hlustað á Spotify, borgað og tekið við símtölum.

Hinsvegar veit ég ekki nákvæmlega hvernig virknin á bakvið þessi kort eru eins og OP er að pæla


Löglegt WinRAR leyfi

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3605
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Apple Watch 5 GPS vs LTE

Pósturaf dori » Þri 11. Feb 2020 13:39

GuðjónR skrifaði:Hvort er sniðugra (ef hægt er að kalla það sniðugt) að kaupa GPS only eða GPS+LTE í dag?
Datt í hug að velta þessari spurningu upp í ljósi þess að e-sim er orðið að veruleika.
Og annað, vitið hvernig þetta virkar, þ.e. þeir sem eru með svona LTE úr og fá e-sim geta þeir verið með sama númerið og í símanum eða þarf annað númer með annari áskrift? Og þarf þá að greiða aukalega fyrir e-sim?


1) Ég myndi alltaf kaupa LTE ef ég væri að kaupa Apple Watch í dag.
2) Það er krafa frá Apple að úrið hringi með símanum þannig að þú ekki bara getur verið með sama númer heldur verður það að vera þannig.
3) Það mun örugglega fara eftir símfyrirtækjum hvort og hvernig það er rukkað aukalega fyrir þetta. Það er samt voðalega svipað utanumhald í kringum þetta og aðrar áskriftir (meiri ef eitthvað er) þannig að ég myndi alveg gera ráð fyrir að þetta myndi kosta svipað og "auka netkort" en það er ómögulegt að segja hvað fyrirtækin gera.

Síminn talar um "á næstu misserum" að styðja Samsung úr og "síðar á árinu" Apple Watch þannig að ég myndi gera ráð fyrir að þeir séu að stefna á lok Q3 eða mögulega Q4 (kannski samhliða því að Watch 6 kemur í sölu?). Það eru örugglega öll símafyrirtækin að vinna í þessu og ég myndi giska á að það verði allir komnir með þetta í byrjun næsta árs (verður erfitt að styðja þetta ekki þegar eitt fyrirtæki er komið með það).



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Apple Watch 5 GPS vs LTE

Pósturaf GuðjónR » Lau 15. Feb 2020 17:28

Takk fyrir hjálpina við ákvarðanatökuna! :happy
Viðhengi
E94CB44C-AD83-41A7-9E1B-4C9C66C0E9DB.jpeg
E94CB44C-AD83-41A7-9E1B-4C9C66C0E9DB.jpeg (473.84 KiB) Skoðað 4232 sinnum
6A9CDABE-E713-45DC-8CF2-076C2776DDB1.png
6A9CDABE-E713-45DC-8CF2-076C2776DDB1.png (33.38 KiB) Skoðað 4232 sinnum
FEABD430-B89C-44FC-84D3-E882EE78F506.png
FEABD430-B89C-44FC-84D3-E882EE78F506.png (109.35 KiB) Skoðað 4232 sinnum



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Apple Watch 5 GPS vs LTE

Pósturaf GuðjónR » Mán 02. Mar 2020 10:42

Er ég nokkuð að deyja?
Viðhengi
2E6A39F7-FEBE-41E8-9C8F-3244D0D9070D.png
2E6A39F7-FEBE-41E8-9C8F-3244D0D9070D.png (153.03 KiB) Skoðað 4085 sinnum



Skjámynd

ChopTheDoggie
vélbúnaðarpervert
Póstar: 979
Skráði sig: Þri 15. Des 2015 01:27
Reputation: 105
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Staða: Ótengdur

Re: Apple Watch 5 GPS vs LTE

Pósturaf ChopTheDoggie » Mán 02. Mar 2020 11:58

Ég splæsti bara á Series 1 og málið dautt :guy


Ryzen 7 5800X | ASRock B550M Steel Legend | Corsair 32GB (2x16) LPX 3200Mhz | RTX 3060ti | Seasonic Focus+ Gold | ATX Lancool II


yamms
has spoken...
Póstar: 175
Skráði sig: Fim 12. Nóv 2009 23:18
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Apple Watch 5 GPS vs LTE

Pósturaf yamms » Mán 28. Sep 2020 21:44

Vitið þið til þess að það fari að styttast í LTE hérna heima? ... þetta er búið að vera ,,á leiðinni” eða ,,alveg að koma” síðan á síðasta ári.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Apple Watch 5 GPS vs LTE

Pósturaf GuðjónR » Mán 28. Sep 2020 22:17

yamms skrifaði:Vitið þið til þess að það fari að styttast í LTE hérna heima? ... þetta er búið að vera ,,á leiðinni” eða ,,alveg að koma” síðan á síðasta ári.

Miklu lengur...
Keypti LTE í febrúar, hefði alveg getað sparað smá þar...
Ekkert í kortunum sem gefur til kynna að þetta sé á leiðinni hingað, bara væntingar.
Væri samt fúlt að kaupa GPS only og daginn eftir yrði opnað á LTE :hmm




yamms
has spoken...
Póstar: 175
Skráði sig: Fim 12. Nóv 2009 23:18
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Apple Watch 5 GPS vs LTE

Pósturaf yamms » Mán 28. Sep 2020 22:26

GuðjónR skrifaði:
yamms skrifaði:Vitið þið til þess að það fari að styttast í LTE hérna heima? ... þetta er búið að vera ,,á leiðinni” eða ,,alveg að koma” síðan á síðasta ári.

Miklu lengur...
Keypti LTE í febrúar, hefði alveg getað sparað smá þar...
Ekkert í kortunum sem gefur til kynna að þetta sé á leiðinni hingað, bara væntingar.
Væri samt fúlt að kaupa GPS only og daginn eftir yrði opnað á LTE :hmm


Þessi óvissa er það eina sem er að halda mér frá því að kaupa Apple watch... Er einhversstaðar hægt að afla sér upplýsinga með stöðuna á LTE?



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6773
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 934
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Apple Watch 5 GPS vs LTE

Pósturaf Viktor » Mán 28. Sep 2020 22:40

Njall_L skrifaði:Persónulega ef ég ætlaði að kaupa Apple Watch í dag þá myndi ég kaupa LTE útgáfu þar sem Síminn munu byrja að styðja eSim í Apple Watch seinna á árinu og ansi líklegt að önnur símfélög muni fylgja hart á eftir. Fyrir mér er það mikils virði að geta farið út án símans en samt hlustað á Spotify, borgað og tekið við símtölum.

Hinsvegar veit ég ekki nákvæmlega hvernig virknin á bakvið þessi kort eru eins og OP er að pæla


Þú þarft ekki net til að borga með smjalltækjum. Virkar eins og snertilaust kort :japsmile
Síðast breytt af Viktor á Þri 29. Sep 2020 09:05, breytt samtals 1 sinni.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB