Halda sig í iPhone eða prófa Galaxy?

Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1795
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Halda sig í iPhone eða prófa Galaxy?

Pósturaf Danni V8 » Sun 26. Jan 2020 00:28

Búinn að vera með iPhone 8+ í meira en tvö ár núna, var þar á undan aðeins með Android síma.

Ekkert að þessu.

Hef samt notað Android síma vegna vinnu af og til, og mikið er það ljúft.

Get komið með fullt af rökum sem öllum er alveg sama um, bottom line er, annað hvort fílarðu iOS eða Android betur.

Ég persónulega fíla Android betur, en ákvað að skipta ekki um síma fyrr en þessi iPhone er orðinn of lélegur eða ónýtur.
Ekkert bendir til þess að það sé að fara að fara að gerast á næstunni.

Líka þar sem ég nota ekki iCloud, Safari, Mail forritið þeirra, eða neina Apple þjónustu what so ever, þá verður þetta helvíti þægilegt transition þegar ég fer loksins aftur yfir í Android.


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3838
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Halda sig í iPhone eða prófa Galaxy?

Pósturaf Tiger » Sun 26. Jan 2020 15:56

ColdIce skrifaði:
Tiger skrifaði:Einföld spurning, einfalt svar. Halda sig við iPhone.

FaceId er svo margfalt þægilegra en Touch Id í alla staði.

Nema þegar þú ætlar að tékka á símanum um miðja nótt og andlitið hálf grafið í koddann :p


Ef síminn sér ekki andlitið, þá sér þú ekki á símann..... þannig að þú ert ekki mikið að checka á símanum krafin í kodda.

Miklu oftar sem maður var blautur/rakur á fingrunum og Touch id virkaði ekki, Face id margfalt betra.


Mynd


Bourne
Ofur-Nörd
Póstar: 220
Skráði sig: Þri 20. Jan 2009 17:19
Reputation: 47
Staða: Ótengdur

Re: Halda sig í iPhone eða prófa Galaxy?

Pósturaf Bourne » Sun 26. Jan 2020 20:08

Skipti nýlega frá Galaxy S7 í iPhone 11. (ca. 2 mán síðan).
Navigation finnst mér aðeins betra í Android, mainly vegna universal back button.
One hand navigation er þægilegra í android.
Settings í iPhone margfalt betra, mjög vel skipulagt og einfalt að finna stillingar, fullt að sniðugum upplýsingum, t.d. battery og usage.
Settings í Android alltaf verið hálfgert clusterfuck.
Sakna þó að geta sett billing period í settings til að passa að fara ekki yfir gagnamagnið, þarft að resetta manually í iPhone.

Þegar kemur hinsvegar að bloatware og privacy er iPhone-inn margfallt betri.
Ég get uninstallað nánast öllu out of the box, líka Apple öppunum.
Er líka sammála fyrri ræðumanni að FaceID er mjög þægilegt að myndi ekki vilja vera án þess eftir að hafa prófað.
Fíla fítusinn að þú getur valið að öpp geti bara notað netið og location á meðan þau eru í notkun... þ.a.l. er ekki einhver random nördi hjá veðurappinu að sjá hvar ég er hvenær sem er.

Eina frá Google sem ég er með í símanum er YouTube og líður töluvert betur með privacy núna.
Standard lyklaborðið í iPhone er hrottalegt btw fyrir íslensku... er of paranoid til að ná í 3rd party keyboard þannig ég sætti mig við það.

Pros and cons... myndi samt velja iPhone á þessum tímapunkti.