Nýr sími...halda mig í Galaxy eða prófa iPhone?

Ráðleggingar frá snjöllustu snillingunum
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 3579
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 312
Staða: Tengdur

Nýr sími...halda mig í Galaxy eða prófa iPhone?

Pósturaf appel » Mið 30. Okt 2019 18:32

Ég þarf að endurnýja símann, er með galaxy s6+, þar á undan galaxy s2. Uppfæri ekki oft, þannig að ég er ekki svona poweruser í farsíma, er meiri desktop user.
Ekkert að kvarta yfir vegna samsung galaxy, er að hugsa um s10+ þá. Reyndar hefur mér alltaf fundist interfaceið í android vera svolítið óþarflega flókið, allskonar skjámyndir og icon scatteruð út um allt hér og þar.

En svo finnst mér iPhone líka bara flottur, betur organizað ui. En aldrei verið með iPhone þannig að ég veit ekki hver reynslan er þar í samanburði við android.

Einhver ástæða önnur að skipta í iPhone?

Svo er ég ekki viss um að ég vilji fórna minijack, sem iPhone er ekki með.


*-*


agust1337
spjallið.is
Póstar: 419
Skráði sig: Mán 20. Sep 2010 22:31
Reputation: 26
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sími...halda mig í Galaxy eða prófa iPhone?

Pósturaf agust1337 » Mið 30. Okt 2019 18:42

Ef þú vilt að eitthvað virki, og heldur áfram að virka lengi og þér er alveg sama um hvernig stýrikerfið lítur út > iPhone
Ef þú vilt leikja þér við stýrikerfið og sérsníða það > Android


What ever you do, what ever you think you can do, there'll always be an Asian who's better than you.

Skjámynd

audiophile
Kerfisstjóri
Póstar: 1277
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 63
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sími...halda mig í Galaxy eða prófa iPhone?

Pósturaf audiophile » Mið 30. Okt 2019 18:48

Ég er Samsung maður en nýju Iphone 11 Pro símarnir virðast vera mjög flottir og frábærar myndavélar. Ég fíla Android betur og hef ekki hugsað mér að skipta en skil alveg fólk sem freistast í eplin.


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

Hauxon
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 331
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 90
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sími...halda mig í Galaxy eða prófa iPhone?

Pósturaf Hauxon » Mið 30. Okt 2019 20:01

Bæði Galaxy 10+ og iPhone 11 eru geggjað flottir símar, en þeir eru líka geggjað dýrir. Ég ákvað fyrir rúmu ári að kaupa ódýran en sæmilega spekkaðan kínasíma til prufu. Ég keypti Xiaomi Mi A2 á rúmlega 30 þúsund. Skjárinn er fínn, hraðinn er fínn, myndvélin er fín, batteríið er gott og hann er svo svipaður iPhone X plus að ég og dóttir mín erum hvað eftir annað að ruglast á símum. Hann er það góður að ég sé ekki tilgang í að kaupa síma á 100-200 þúsund, get notað peninginn í eitthvað annað. Það eru til betri kínasímar ef mann langar í fjarhleðslu, betri vatnsvörn ofl. Dýrasti Xiaomi síminn kostar 80þ. vs ...250..300? fyrir iPhone. Ef vinnan borgar þá skiptir þetta auðvitað minna máli ;)Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 919
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 176
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sími...halda mig í Galaxy eða prófa iPhone?

Pósturaf Njall_L » Mið 30. Okt 2019 20:12

Ég var dolfallinn Android maður en skipti úr Galaxy S7 í iPhone 7 Plus þegar hann kom út og er með iPhone XS Max í dag, gæti ekki verið sáttari. Stýrikerfið er að mínu mati einfaldara og þau öpp sem ég er að nota eru meira responsive á iPhone. Hvet þig því eindregið til að prófa eplið. Í versta falli mætti selja það ef þér finnst þetta alveg hræðilegt en eplin virðast halda verði betur á notuðum markað.

Ef ég þyrfti að kaupa mér Android síma í dag myndi ég þó sennilega kaupa OnePlus. 90Hz skjár, flottir spekkar og gott stýrikerfi sem fæst á góðu verði.


Aðaltölva: Dell Latitude 7480 | i7-7600u | 32GB DDR4 | 1TB SSD | 14"IPS
In-house streaming tölva: i7-4790k | ASRock Z97 Extreme 6 | 16GB DDR3 | 1TB SSD | Titan X 12GB

Skjámynd

Frost
Besserwisser
Póstar: 3095
Skráði sig: Sun 16. Ágú 2009 02:30
Reputation: 42
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sími...halda mig í Galaxy eða prófa iPhone?

Pósturaf Frost » Mið 30. Okt 2019 20:46

Ég var alltaf með Android. Skipti frá Galaxy S7 yfir í iPhone 8 og næsti sími mun vera iPhone. iPhone uppfyllir allar þær kröfur sem ég geri til síma, Android bíður upp á miklu fleiri möguleika með margt en ég endaði yfirleitt á því að "skemma" símana því ég fiktaði svo mikið í Android.


Mynd


elri99
Nörd
Póstar: 129
Skráði sig: Þri 05. Apr 2011 16:45
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sími...halda mig í Galaxy eða prófa iPhone?

Pósturaf elri99 » Mið 30. Okt 2019 21:19

Sammála með að bæði OnePlus og Xiaomi séu flottir símar. Keypti Xiaomi MI 9 af GearBest um daginn. Hingað kominn á innan við 60.000. Frábær sími.Skjámynd

Jón Ragnar
FanBoy
Póstar: 738
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 91
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sími...halda mig í Galaxy eða prófa iPhone?

Pósturaf Jón Ragnar » Fim 31. Okt 2019 08:27

Fólk segir oft þegar það er borið saman iPhone og Android, að þú getir "fiktað" meira i android.


Málið er að ég held að langflestir vilji bara síma sem VIRKI án þess að fikta eitthvað.

iPhone er svo algjörlega málið þegar kemur að bara að virka. Skiptir ekki máli hvað er í gangi, þá bara virkar hannCCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video


kjartanbj
spjallið.is
Póstar: 402
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 47
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sími...halda mig í Galaxy eða prófa iPhone?

Pósturaf kjartanbj » Fim 31. Okt 2019 08:40

Hauxon skrifaði:Bæði Galaxy 10+ og iPhone 11 eru geggjað flottir símar, en þeir eru líka geggjað dýrir. Ég ákvað fyrir rúmu ári að kaupa ódýran en sæmilega spekkaðan kínasíma til prufu. Ég keypti Xiaomi Mi A2 á rúmlega 30 þúsund. Skjárinn er fínn, hraðinn er fínn, myndvélin er fín, batteríið er gott og hann er svo svipaður iPhone X plus að ég og dóttir mín erum hvað eftir annað að ruglast á símum. Hann er það góður að ég sé ekki tilgang í að kaupa síma á 100-200 þúsund, get notað peninginn í eitthvað annað. Það eru til betri kínasímar ef mann langar í fjarhleðslu, betri vatnsvörn ofl. Dýrasti Xiaomi síminn kostar 80þ. vs ...250..300? fyrir iPhone. Ef vinnan borgar þá skiptir þetta auðvitað minna máli ;)


Það sem gerir sig ekki fyrir mig í þessum kínasímum er að í þeim flestum þá vantar einhvern fídus, eins og NFC og þráðlausu hleðsluna , ég borga td einungis með símanum mínum í dag, hef ekki borgað með korti í marga mánuði , og ég nota mikið þráðlausa hleðslu , yfirleitt með símann í dokku í glugganum þegar ég er að keyra í vinnuni og hann hleðst á meðanSkjámynd

Jón Ragnar
FanBoy
Póstar: 738
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 91
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sími...halda mig í Galaxy eða prófa iPhone?

Pósturaf Jón Ragnar » Fim 31. Okt 2019 08:50

Hauxon skrifaði: Dýrasti Xiaomi síminn kostar 80þ. vs ...250..300? fyrir iPhone. Ef vinnan borgar þá skiptir þetta auðvitað minna máli ;)Hvar finnur þú 300k iphone?CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video


brynjarbergs
Ofur-Nörd
Póstar: 299
Skráði sig: Mið 28. Maí 2014 13:57
Reputation: 49
Staðsetning: Akureyri
Staða: Tengdur

Re: Nýr sími...halda mig í Galaxy eða prófa iPhone?

Pósturaf brynjarbergs » Fim 31. Okt 2019 09:03

Jón Ragnar skrifaði:
Hauxon skrifaði: Dýrasti Xiaomi síminn kostar 80þ. vs ...250..300? fyrir iPhone. Ef vinnan borgar þá skiptir þetta auðvitað minna máli ;)Hvar finnur þú 300k iphone?


https://www.epli.is/iphone/iphone-11-pro-max-512-space.html

Þessi er ekkert langt frá 300k :-kSkjámynd

Jón Ragnar
FanBoy
Póstar: 738
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 91
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sími...halda mig í Galaxy eða prófa iPhone?

Pósturaf Jón Ragnar » Fim 31. Okt 2019 09:10

brynjarbergs skrifaði:
Jón Ragnar skrifaði:
Hauxon skrifaði: Dýrasti Xiaomi síminn kostar 80þ. vs ...250..300? fyrir iPhone. Ef vinnan borgar þá skiptir þetta auðvitað minna máli ;)Hvar finnur þú 300k iphone?


https://www.epli.is/iphone/iphone-11-pro-max-512-space.html

Þessi er ekkert langt frá 300k :-kDýrasta týpan er ekki sambærilegt við ódýran kínasíma?

Færð iPhone 11 Pro á talsvert minna en þettaCCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video


brynjarbergs
Ofur-Nörd
Póstar: 299
Skráði sig: Mið 28. Maí 2014 13:57
Reputation: 49
Staðsetning: Akureyri
Staða: Tengdur

Re: Nýr sími...halda mig í Galaxy eða prófa iPhone?

Pósturaf brynjarbergs » Fim 31. Okt 2019 09:18

Jón Ragnar skrifaði:
brynjarbergs skrifaði:
Jón Ragnar skrifaði:
Hauxon skrifaði: Dýrasti Xiaomi síminn kostar 80þ. vs ...250..300? fyrir iPhone. Ef vinnan borgar þá skiptir þetta auðvitað minna máli ;)Hvar finnur þú 300k iphone?


https://www.epli.is/iphone/iphone-11-pro-max-512-space.html

Þessi er ekkert langt frá 300k :-kDýrasta týpan er ekki sambærilegt við ódýran kínasíma?

Færð iPhone 11 Pro á talsvert minna en þetta


Alveg kórrétt hjá þér! Xiaomi eru vaxandi í áliti hjá mér eftir að ég eignaðist nokkur tæki frá þeim.
Ég hef verið mjög fastur Samsung Note aðdáandi en myh gawd hvað nýju Xiaomi líta vel út!Skjámynd

GullMoli
Stjórnandi
Póstar: 2201
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 107
Staðsetning: NGC 3314.
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sími...halda mig í Galaxy eða prófa iPhone?

Pósturaf GullMoli » Fim 31. Okt 2019 09:26

Ég var í Android; var alltaf að fikta, skemma, laga, öppin að crash, bloatware, frjósa, og stöku lagg.

Skipti yfir í WIndows Phone; geggjaðar myndavélar og aldrei hik, lagg eða vesen. Hinsvegar app skortur.

Skipti yfir í iPhone; allir kostir Windows Phone plús besta app support. Byrjaði á notuðum 5s sem ég keypti á 20þús, líkaði svo vel að ég keypti nýjan iPhone 7 sem ég nota enn. Hef ekki litið við síðan.

Apps í iPhone virka alltaf súper vel. Til nokkrar greinar sem tala um að það sé meira incentive fyrir forrita að þróa apps fyrir iPhone þar sem að það sé meiri gróði í boði á þeim markaði (fólk líklegra til þess að eyða pening). Ég hef verslað eitt og annað app, enda kominn yfir nískuna að tíma ekki andvirði gosflösku í gæða app án auglýsinga.

Ég vil bara síma sem virkar mjög vel þar sem ég nota tækið mjög mikið (og Apple Pay er snilld), umtalsvert meira en far-/borðtölvuna, sé litið framhjá vinnunni. Er einmitt að íhuga að uppfæra í iPhone 11 .. :)


|| i7 920 || GA-X58A-UD3R || 12GB DDR3 || GTX 1070 || Intel X25-M 80GB || 1000W || P280 ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"

Skjámynd

ChopTheDoggie
Gúrú
Póstar: 539
Skráði sig: Þri 15. Des 2015 01:27
Reputation: 49
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sími...halda mig í Galaxy eða prófa iPhone?

Pósturaf ChopTheDoggie » Fim 31. Okt 2019 12:46

Mér finnst persónulega iPhone vera alveg flottir símar en þeir eru alltof dýrir svo sé ég sjálfur enga ástæðu fyrir mig að færa yfir í iPhone frá Samsung Note seríuni


Z270X Gigabyte K5 | 2x8GB Corsair Vengeance | i5-7600K | GeForce GTX 1070 | RM750x | Predator XB271HU


darkppl
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Mán 12. Júl 2010 21:40
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sími...halda mig í Galaxy eða prófa iPhone?

Pósturaf darkppl » Fim 31. Okt 2019 13:22

Var persónlega alltaf í android(S4, S5, S6, S7.) og ákvað að prófa iphone eftir að hafa verið svona lengi í android og sé eiginlega ekki eftir því myndavélin frábær stýrikerfið er solid gestures geggjað þæginlegt faceid mjög þæginleg (enginn fingrafaraskanni en böggar mig ekki því faceid er frekar hratt) varðandi verð þá hafa símar almennt hækkað í verði bæði android og iphone símar.

Apple pay er æðislega þægilegt og allt apple ecosystemið sumt sem er smá böggandi en annars er það frekar solid.

Er með Iphone XS Max 256GB og það er meira en nóg og ef 128GB hefði verið valmöguleiki hefði ég örugglega tekið það.


I7-8700K|Corsair H-150i|Asus Maximus X Hero (Wifi) |32GB G.Skill Tridend Z RGB|GTX 1080ti |
Coolermaster Mastercase 5|


Hallipalli
Ofur-Nörd
Póstar: 201
Skráði sig: Þri 12. Mar 2013 16:04
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sími...halda mig í Galaxy eða prófa iPhone?

Pósturaf Hallipalli » Fim 31. Okt 2019 15:16

Fékk mér s10+ aldrei verið jafn svekktur með síma. Reyndar geggjuð myndavél á honum.

Var með iPhone áður (iphone 6 plus mjög ánægður með hann en gaf upp öndina).

Fékk að skipta símanum og fékk mér iPhone aftur.

Lexía: Maður endar alltaf aftur í iPhone, þeir bara virka og ekkert vesen!
Aimar
1+1=10
Póstar: 1146
Skráði sig: Mið 01. Sep 2004 09:43
Reputation: 20
Staðsetning: 201
Staða: Tengdur

Re: Nýr sími...halda mig í Galaxy eða prófa iPhone?

Pósturaf Aimar » Fim 31. Okt 2019 15:26

hvað með þetta fræga rafhlöðuvesen i iphone? er ekki fljótt að dragast úr styrknum a þeim? munur á innan við ári?


GPU: Msi 2080 duke oc - GA z390 pro wifi - Intel Core i9 9900k @ 4.7ghz - Corsair AX 860w - Fractial Celsius 36 - Fractial R5 - Corsair Vengeance RGB CL15 2x8GB @ 3000Mhz - ASUS ROG Swift Curved PG348Q @ 100mhz - Win 10 Pro 64bit - Samsung 1tb evo M.2

Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 919
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 176
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sími...halda mig í Galaxy eða prófa iPhone?

Pósturaf Njall_L » Fim 31. Okt 2019 15:37

Aimar skrifaði:hvað með þetta fræga rafhlöðuvesen i iphone? er ekki fljótt að dragast úr styrknum a þeim? munur á innan við ári?

Þetta var eitt sem ég pældi mikið í áður en ég fékk mér iPhone en hef aldrei fundið fyrir eftir að ég fékk mér þannig. Mér fannst allir Android símar sem ég hef átt verða með augljóslega verri rafhlöðuendingu í þeirri notkun sem ég er í þrátt fyrir að vera með miklu stærri rafhlöðu í mAh. Hvað endinguna varðar þá hef ég aldrei átt síma nægilega lengi til þess að það hafi orðið vandamál en núna er ég með rúmlega eins árs iPhone XS Max og rafhlaðan í honum getur haldið 99% af upprunalegri rýmd samkvæmt Settings appinu.

Ef ég mun eiga þennan síma nægilega lengi til að rafhlaðan í honum sé orðin augljóslega léleg, geri ráð fyrir 2-3 árum, þá þykir mér heldur ekki mikið að borga 8.990kr fyrir að fá nýja OEM rafhlöðu frá viðurkenndum þjónustuaðila Apple: https://www.epli.is/thjonusta/verdlisti.html

Það er meira að segja dýrara að fá nýja Samsung rafhlöðu í flaggskip frá þeim frá viðurkenndum þjónustuaðila. Get ekki betur séð en að rafhlöðuútskipti á S8-S10 séu á bilinu 14-15 þúsund: https://samsungmobile.is/thjonusta/verd ... y-s10plus/


Aðaltölva: Dell Latitude 7480 | i7-7600u | 32GB DDR4 | 1TB SSD | 14"IPS
In-house streaming tölva: i7-4790k | ASRock Z97 Extreme 6 | 16GB DDR3 | 1TB SSD | Titan X 12GB

Skjámynd

Frost
Besserwisser
Póstar: 3095
Skráði sig: Sun 16. Ágú 2009 02:30
Reputation: 42
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sími...halda mig í Galaxy eða prófa iPhone?

Pósturaf Frost » Fim 31. Okt 2019 15:44

Aimar skrifaði:hvað með þetta fræga rafhlöðuvesen i iphone? er ekki fljótt að dragast úr styrknum a þeim? munur á innan við ári?


Minn sími er orðinn 18 mánaða gamall og maximum capacity er 85%.
Hef ekki enn fundið fyrir þessum mun þar sem ég nota símann tiltölulega lítið. Hef þó þurft að hlaða símann 1-2x á heavy use dögum.


Mynd


Gustaf
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Lau 10. Mar 2018 17:51
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sími...halda mig í Galaxy eða prófa iPhone?

Pósturaf Gustaf » Fim 31. Okt 2019 16:13

Aimar skrifaði:hvað með þetta fræga rafhlöðuvesen i iphone? er ekki fljótt að dragast úr styrknum a þeim? munur á innan við ári?Ég var með Iphone 6s+ sem rétt var orðinn 4 ára þegar að ég skipti yfir í Iphone 11. Batteríið var komið í 77-79% sem mér finnst alveg ásættanlegt miðað við daglega notkun í 4 ár. Ég hefði í raun getað látið gamla símann endast lengur með því að skipta um batterý en ég sé ekki eftir uppfærslunni í Iphone 11.

Helstu kostirnir við Apple finnst mér er að tækin tala saman, ég er ekki með tölvu en ég hef Ipad pro, Iphone og apple úrið og það er svaka þægilegt að allt “syncast” á milli. Allar ljósmyndir, glósur, forrit og gögn fara sjálfkrafa á milli.

Mér persónulega finnst Iphone 11 Pro vera of dýr miðað við muninn á 11 og 11 pro. Myndavélin er sú saman fyrir utan aðdráttarlinsuna, og batterýlíftíminn er svipaður, það er munur á skjánum en mér finnst uppfærslan frá 11 yfir í 11 pro ekki vera 50.000kr virði.Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 3579
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 312
Staða: Tengdur

Re: Nýr sími...halda mig í Galaxy eða prófa iPhone?

Pósturaf appel » Fim 31. Okt 2019 16:24

Ákvað að fara í galaxy s10+. Er ekki í þessu Apple eco systemi, líkar vel við núverandi galaxy, og langar að hafa mic jack.


*-*


netkaffi
Tölvutryllir
Póstar: 608
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sími...halda mig í Galaxy eða prófa iPhone?

Pósturaf netkaffi » Sun 03. Nóv 2019 03:42

Er búið að langa skipta í iPhone í nokkur ár síðan ég prófaði einn hjá vinkonu minni fyrir tilviljun. Ég hef ekki prófað iPhone fyrr eða síðar, en tók strax eftir að hann var 100% mikið meira responsive. Alveg 0% lagg m.v. ég hef prófað marga Android of það hefur alltaf verið eitthvað lagg á mismunadi stigum, annað hvort 1% eða 0,01% svo ég komi þessu einhvernvegin í orð -- veit ekki hversu margar miliseconds (ms) og prósenturnar eru bull en allt lagg böggar mig! Ef einhver gamall iPhone sem hún fékk gefins er meira responsive heldur en glænýr Samsung Note 8 á sínum tíma, þá er ég að fara fá mér iPhone þegar ég endurnýja (er einhver að selja?).
kjartanbj
spjallið.is
Póstar: 402
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 47
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sími...halda mig í Galaxy eða prófa iPhone?

Pósturaf kjartanbj » Sun 03. Nóv 2019 12:41

Einn stærsti gallinn við Iphone að mínu mati er þessi árátta hjá þeim að vera með allt proprietary , hleðslusnúra öðruvísi en allir aðrir er alveg mega bögg , síðan þetta one button dæmi er eitthvað sem er rosalega erfitt að venjast, vill hafa back takkann td alltaf á sama stað en ekki þurfa leita að honum eftir í hvaða appi maður er í
osek27
Fiktari
Póstar: 65
Skráði sig: Lau 02. Nóv 2019 02:27
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sími...halda mig í Galaxy eða prófa iPhone?

Pósturaf osek27 » Sun 03. Nóv 2019 18:22

Oneplus 7T Pro. Ódyr, geggjuð features eins og putta skanni undir skjá, geðveikur skjár og flottur