Síða 1 af 1

iOS 13

Sent: Mán 30. Sep 2019 21:02
af Viktor
Var að uppfæra 6S yfir í iOS 13 með dark mode =P~

Finnst síminn miklu meira snappy og animations flottari... og þakka guði fyrir að volume stillingin sé ekki lengur á miðjum skjánum.

Hvernig legst þetta í fólk?

Nú bíður maður bara spenntur eftir iPhone með USB-C tengi og þá getur maður loksins fengið sér nýjan síma. Held ég geti ekki fengið mér Android útaf Apple Pay.

Re: iOS 13

Sent: Mán 30. Sep 2019 21:24
af Hallipalli
Gerði þau mistök að fá mér S10 plus....fer aldrei aftur úr ios....finnst semí iphone 6 plus síminn minn skemmtilegri var bara orðinn svo slappur

Re: iOS 13

Sent: Þri 01. Okt 2019 12:08
af GullMoli
Virkar ljómandi vel hjá mér. Tók eftir einum fídus sem spara rafhlöðuna þegar ég hleð símann yfir nótt; hann hleður símann upp í 80% og biður með að hlaða síðustu 20% þar til rétt áður en ég vakna.

Sömuleiðis er Apple Arcade mega næs og hvernig það samtvinnast Apple TV.