Viggi skrifaði:Var að mölva skjáinn á s7 edge símanum mínum og eftir mikkla athugun ákvað ég eftir mikkla athugun að fá mér s9+ því að þetta eru lang bestu android símarnir over all. skjár,hátalarar,wireless charging,water resistance,headphone tengi og mjög góð myndavél og gott software support langt framm í tíman. pældi líka mikið í kínasímunum og oneplus þá sérstaklega en eins og sagt er þá nenni ég ekki fyrir mitt littla líf að vera senda út í viðgerð og eithvað svoleiðis vesen.
Miðað við mína reynslu þá endast mínir Android snjallsímar að meðaltali í 2ár, þess vegna ákvað ég að prófa ódýrari týpu af síma því mér fannst frekar blóðugt að borga 100.000 þúsund+ fyrir síma sem á eftir að endast mér í 2 ár líklegast.Keypti Sony Xperia XZ1 á sirka 60.000 kr og sé ekki eftir því.
Hann gerir allt sem ég er að leitast eftir. Prófaði xiaomi Mi A1 áður en ég keypti sony símann og vildi láta reyna á það hvort það borgaði sig (og í versta falli væri það tapaður peningur ef það myndi klikka).Hef áður átt Sony Xperia z5 Compact og hann var einnig þrusufínn.