Heitasta fartölvan í dag?

Skjámynd

Höfundur
KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Heitasta fartölvan í dag?

Pósturaf KermitTheFrog » Fös 31. Ágú 2018 08:20

Sælir vaktarar. Nú er löngu kominn tími á að uppfæra vinnutölvuna. Ég er með sex ára gamla Asus Zenbook UX31A og hún er að gera mig geðveikan. Get ekki keyrt CLion, Firefox, Slack og/eða Spotify á sama tíma (allt nauðsynjar).

Nú er ég alveg dottinn út úr þessum heimi. Hvað er svona heitasta tölvan í dag fyrir 150-200k? Verður aðallega notuð í forritun og að hafa allt of mörg töb opin í einu. Engir leikir, engin myndvinnsla. Svo skemmir ekki fyrir ef hún er létt, meðfærileg og lookar.

Ég hef alltaf verið heitur fyrir Asus og Lenovo. Er meira vit í einhverju öðru?



Skjámynd

Sydney
1+1=10
Póstar: 1108
Skráði sig: Lau 29. Mar 2008 19:26
Reputation: 55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Heitasta fartölvan í dag?

Pósturaf Sydney » Fös 31. Ágú 2018 10:09

Heitasta vélin er klárlega einhver 50 þús kr drusla með passívri kælingu :D

Last gen T470 og T470s Thinkpad vélarnar eru á heavy afslætti hjá Origo einmitt núna, ef i5 og intel graphics eru nóg fyrir þig.


Gigabyte X570 Aorus Ultra | Ryzen 9 5900X | Corsair Vengeance RGB Pro 32GB 3200MHz CL16 | Fractal Design Define S
Aorus Xtreme RTX 2080 Ti | 500GB Samsung 980 Pro | Corsair AX860 | ROG Swift PG279Q
Ducky YOTM | Glorious Model O | Sennheiser HD650 | Thrustmaster Warthog HOTAS
Thinkpad X1 Yoga 2nd Gen OLED

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4952
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 865
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Heitasta fartölvan í dag?

Pósturaf jonsig » Fös 31. Ágú 2018 10:45

Ég hef alltaf fengið skaffaðar Elitebook frá vinnunni, þó lista verðið sé kannski 380k þá er alltaf þessi massívi fyrirtækja afsláttur sem kannski kemur henni á þitt verðsvið.

Aldrei verið HP maður fyrr en maður fór að nota þessar. Alveg drullu góðar í alla staði.