Síða 1 af 1

Hvar kaupi ég batterý í Toshiba fartölvu?

Sent: Þri 17. Apr 2018 21:54
af Tosmeister
Mér var sagt í tölvulistanum að það sé búið að banna að flytja inn batterý í flugi en það sé bara hægt að kaupa Toshiba batterý í flugi þannig það sé bara basically ekki verið að flytja þetta inn. Getur það verið?

Ég er með fartölvu sem er ekkert að nema bara að batterýið er ónýtt og hún þarf alltaf að vera í sambandi.
Veit einhver hvar ég get nálgast svona batterý?

Re: Hvar kaupi ég batterý í Toshiba fartölvu?

Sent: Þri 17. Apr 2018 22:06
af beggi90
Get ekki séð betur en að þetta sé hálfrétt hjá Tölvulistanum með lithium batterý í flugi.
S.s að það sé bannað að flytja batterý sem cargo í farþegaflugi en sé leyfilegt í pure cargo flugi séu þau hlaðin 30% eða minna auk annara takmarkana.
Sjá link

Þannig að ég myndi bara senda póst á seljendur t.d á ebay hvort þeir sendi til Íslands.