Síða 1 af 1

Kaup á nýrri Macbook 2017

Sent: Sun 25. Mar 2018 00:20
af qwertyboi
Sælir vaktarar

Nú er ég að spá í því að kaupa nýja Macbook tölvu, 2017 touchbar 256gb modelið

Hún er til sölu í fjórum búðum, og munar litlu sem engu á verðinu hjá þeim

Tölvulistinn,
Elko,
Macland,
Epli


Mynduð þið mæla með því að kaupa tölvuna í einhverri af þessum búðum frekar en annarri? Eða skiptir það kannski engu máli?

Kveðja qwertyboi

Re: Kaup á nýrri Macbook 2017

Sent: Sun 25. Mar 2018 07:30
af ColdIce
Kaupi hjá Epli því þeir eru þeir einu sem hafa leyfi til að gera við Apple vörur hér á landi. Hér um bil sama verð svo mér finnst það þess virði :p sleppir millimanni ef eitthvað bilar.

Re: Kaup á nýrri Macbook 2017

Sent: Sun 25. Mar 2018 09:23
af audiophile
ColdIce skrifaði:Kaupi hjá Epli því þeir eru þeir einu sem hafa leyfi til að gera við Apple vörur hér á landi. Hér um bil sama verð svo mér finnst það þess virði :p sleppir millimanni ef eitthvað bilar.


Þetta eru samt allt tölvur frá Epli. Hinir eru bara endursöluaðilar og Epli gerir við þær allar hvort eð er. Þeir leggja bara meira á þær.

En fólki er frjálst að versla þar sem það vill :)

Re: Kaup á nýrri Macbook 2017

Sent: Sun 25. Mar 2018 10:05
af ColdIce
audiophile skrifaði:
ColdIce skrifaði:Kaupi hjá Epli því þeir eru þeir einu sem hafa leyfi til að gera við Apple vörur hér á landi. Hér um bil sama verð svo mér finnst það þess virði :p sleppir millimanni ef eitthvað bilar.


Þetta eru samt allt tölvur frá Epli. Hinir eru bara endursöluaðilar og Epli gerir við þær allar hvort eð er. Þeir leggja bara meira á þær.

En fólki er frjálst að versla þar sem það vill :)

Jebb. Ég keypti iPhone hjá Nova sem þurfti að laga og það tæki auka 2-3 daga að fara gegnum þá svo ég fór í Epli til að minnka tímann en þeir vildu ekki taka við honum nema með beiðni frá Nova. Svo nú kaupi ég þetta bara hjá Epli til að spara mér þennan smá biðtíma - og af því að verðið er auðvitað mjööög svipað :p

Ég veit, alls ekki þess virði að vera picky útaf haha :megasmile
Edit: en ef ég sæji sweet afslátt í t.d. Elko, þá myndi ég auðvitað fara þangað frekar! Er einungis að tala um tilfellin þar sem vörurnar eru á sama verði á þessum stöðum.

Re: Kaup á nýrri Macbook 2017

Sent: Sun 25. Mar 2018 10:21
af methylman
EF ég væri í þeim hugleiðingum að kaupa svona vél kæmi Costco helst til greina. EF vélin bilar eitthvað fyrstu 90 dagana getur þú skilað henni og fengið endurgreitt og lendir ekki í einhverju margra mánaða viðgerðarveseni. Að auki eru vélarnar í Costco allar 10.000kr ódýrari (sama model) en annarsstaðar.

Re: Kaup á nýrri Macbook 2017

Sent: Sun 25. Mar 2018 11:02
af GuðjónR
methylman skrifaði:EF ég væri í þeim hugleiðingum að kaupa svona vél kæmi Costco helst til greina. EF vélin bilar eitthvað fyrstu 90 dagana getur þú skilað henni og fengið endurgreitt og lendir ekki í einhverju margra mánaða viðgerðarveseni. Að auki eru vélarnar í Costco allar 10.000kr ódýrari (sama model) en annarsstaðar.


Costco er klárlega með bestu ábyrgðarskilmálana.
Ef þú kaupir tölvu eða síma hjá Costco og það bilar, skiptir engu máli hvenær þess vegna eftir mörg ár þá geturðu farið með tækið og fengið það endurgreitt. Þeir eru ekki með 1. ár á fyrirtæki og 2. ár á einstaklinga.

Nova er með næstbestu ábyrgðarskilmálana.
Nova býður bæði fyrirtækjum og einstaklingum tveggja ára ábyrð þegar epli og flestir aðrir eru með eins og tveggja ára.

Re: Kaup á nýrri Macbook 2017

Sent: Sun 25. Mar 2018 11:16
af Viktor
ColdIce skrifaði:Kaupi hjá Epli því þeir eru þeir einu sem hafa leyfi til að gera við Apple vörur hér á landi. Hér um bil sama verð svo mér finnst það þess virði :p sleppir millimanni ef eitthvað bilar.



www.viss.is

https://locate.apple.com/is/en/service/ ... C3%ADsland

Re: Kaup á nýrri Macbook 2017

Sent: Sun 25. Mar 2018 12:27
af Hauxon
Djöfull er Ísland ömurlegt! :/

209.990 kr. í Epli
$1199 hjá BHPhotoVideo https://www.bhphotovideo.com/c/product/1342518-REG/apple_mnyf2ll_a_macbook_12_0_space_gray_m3.html

Dollarinn er 99 kr. þ.a. heildarverð með vsk og sendingu er varla að fara yfir 160þ. Too bad að BH sendir ekki Macbook út fyrir USA. Varla vandmál að búð í USA sem sendir hingað.

Þ.a. ísl lyklaborð kostar 50.000 kr. Ég keypti Macbook Air frá Bretlandi í fyrra. Kostaði mig 110þ á móti 170þ hér heima. Þetta er því miður bara sorglegt. Það eina sem við getum gert til að mótmæla þessu helvítis okri og samráði er að sniðganga og versla úti. Ef ekki þá ertu sjálfur að rétta þeim vaselíndolluna.

Re: Kaup á nýrri Macbook 2017

Sent: Sun 25. Mar 2018 12:38
af Viktor
Hauxon skrifaði:Djöfull er Ísland ömurlegt! :/

209.990 kr. í Epli
$1199 hjá BHPhotoVideo https://www.bhphotovideo.com/c/product/1342518-REG/apple_mnyf2ll_a_macbook_12_0_space_gray_m3.html

Dollarinn er 99 kr. þ.a. heildarverð með vsk og sendingu er varla að fara yfir 160þ. Too bad að BH sendir ekki Macbook út fyrir USA. Varla vandmál að búð í USA sem sendir hingað.

Þ.a. ísl lyklaborð kostar 50.000 kr. Ég keypti Macbook Air frá Bretlandi í fyrra. Kostaði mig 110þ á móti 170þ hér heima. Þetta er því miður bara sorglegt. Það eina sem við getum gert til að mótmæla þessu helvítis okri og samráði er að sniðganga og versla úti. Ef ekki þá ertu sjálfur að rétta þeim vaselíndolluna.


Hvaða bull er þetta.

Vélin kostar £1,249.00 í UK sem gera 174 þ. kr. íslenskar.

Þoli ekki þegar fólk vælir yfir okri þegar það er ekkert okur í gangi. Það vita allir að Apple vörur eru dýrari í Evrópu heldur en í US. Inni í íslenska verðinu er sending og VSK ofan á hana, 2 ára ábyrgð, laun starfsfólks í búðinni og nokkuð eðlileg álagning.

Lágmarkslaun í Bretlandi eru um 1000 kr. á tímann en hér nálægt 1800 kr.

https://www.apple.com/uk/shop/buy-mac/macbook

Re: Kaup á nýrri Macbook 2017

Sent: Sun 25. Mar 2018 12:52
af ColdIce
Sallarólegur skrifaði:
ColdIce skrifaði:Kaupi hjá Epli því þeir eru þeir einu sem hafa leyfi til að gera við Apple vörur hér á landi. Hér um bil sama verð svo mér finnst það þess virði :p sleppir millimanni ef eitthvað bilar.



http://www.viss.is

https://locate.apple.com/is/en/service/ ... C3%ADsland

Ég rata út.

Talaði við Apple í Edinborg í fyrra og þá var mér sagt að það væri bara Epli, hefur þá breyst.
En rétt skal vera rétt :happy

Re: Kaup á nýrri Macbook 2017

Sent: Sun 25. Mar 2018 14:44
af DJOli
EF ég myndi kaupa Macbook, þá færi hún til Louis Rossmann í viðgerð ef hún bilaði. Ekki spurning.

Edit: Bætt við fyrir forvitna.

https://www.rossmanngroup.com/
https://www.youtube.com/watch?time_cont ... KuVvb9DTaU

Re: Kaup á nýrri Macbook 2017

Sent: Sun 25. Mar 2018 17:23
af Hauxon
Sallarólegur skrifaði:
Hauxon skrifaði:Djöfull er Ísland ömurlegt! :/

209.990 kr. í Epli
$1199 hjá BHPhotoVideo https://www.bhphotovideo.com/c/product/1342518-REG/apple_mnyf2ll_a_macbook_12_0_space_gray_m3.html

Dollarinn er 99 kr. þ.a. heildarverð með vsk og sendingu er varla að fara yfir 160þ. Too bad að BH sendir ekki Macbook út fyrir USA. Varla vandmál að búð í USA sem sendir hingað.

Þ.a. ísl lyklaborð kostar 50.000 kr. Ég keypti Macbook Air frá Bretlandi í fyrra. Kostaði mig 110þ á móti 170þ hér heima. Þetta er því miður bara sorglegt. Það eina sem við getum gert til að mótmæla þessu helvítis okri og samráði er að sniðganga og versla úti. Ef ekki þá ertu sjálfur að rétta þeim vaselíndolluna.


Hvaða bull er þetta.

Vélin kostar £1,249.00 í UK sem gera 174 þ. kr. íslenskar.

Þoli ekki þegar fólk vælir yfir okri þegar það er ekkert okur í gangi. Það vita allir að Apple vörur eru dýrari í Evrópu heldur en í US. Inni í íslenska verðinu er sending og VSK ofan á hana, 2 ára ábyrgð, laun starfsfólks í búðinni og nokkuð eðlileg álagning.

Lágmarkslaun í Bretlandi eru um 1000 kr. á tímann en hér nálægt 1800 kr.

https://www.apple.com/uk/shop/buy-mac/macbook


Ert þú að vinna hjá Epli? Skoðaðu linkinn sem þú settir sjálfur inn. Vélin kostar £1040, þú borgar ekki vsk. bæði í UK og hér heima.

Gengi dollars hefur reyndar lækkað meira en punds. Ertu reiður yfir því? Var ósanngjarnt hjá mér að velja verð í USD? Ég skil ekki.

Það er oft þegar það er verið að verja íslenska okrið þá tala menn eins og að varan erlendis innihaldi ekki álagningu. Heldur einhver að
Epli sé að kaupa vörurnar út úr búð? Epli fær vörurnar á heildsöluverði að utan sem er amk. 15-20% lægra en það verð sem við erum að
sjá í búðunum erlendis. Það er enginn að selja vörur án álagningar.

Annað sem er oft talað um er smæð markaðarins en þá er alveg litið fram hjá því að höfuðborgarsvæðið eins og hver önnur meðalstór borg og ef eitthvað er þá er auðveldara að selja Apple vörur hér en á mörgum öðrum stöðum. Sendingarkostnaður, hvað kostar gámur? Hvað komast margar Macbook í einn gám? Hvernig er hægt að flytja inn klósettpappír og selja hann á 600 kr í Bónus? Það stundur ekki steinn yfir steini þegar það kemur að því að verja íslenska okrið því miður.

Íslenska okrið staðreynd og áður en þú sakar aðra um væl skaltu þurrka tárin framan úr sjálfum þér.

Re: Kaup á nýrri Macbook 2017

Sent: Sun 25. Mar 2018 19:02
af Viktor
Hauxon skrifaði:Ert þú að vinna hjá Epli? Skoðaðu linkinn sem þú settir sjálfur inn. Vélin kostar £1040, þú borgar ekki vsk. bæði í UK og hér heima.

Gengi dollars hefur reyndar lækkað meira en punds. Ertu reiður yfir því? Var ósanngjarnt hjá mér að velja verð í USD? Ég skil ekki.

Það er oft þegar það er verið að verja íslenska okrið þá tala menn eins og að varan erlendis innihaldi ekki álagningu. Heldur einhver að
Epli sé að kaupa vörurnar út úr búð? Epli fær vörurnar á heildsöluverði að utan sem er amk. 15-20% lægra en það verð sem við erum að
sjá í búðunum erlendis. Það er enginn að selja vörur án álagningar.

Annað sem er oft talað um er smæð markaðarins en þá er alveg litið fram hjá því að höfuðborgarsvæðið eins og hver önnur meðalstór borg og ef eitthvað er þá er auðveldara að selja Apple vörur hér en á mörgum öðrum stöðum. Sendingarkostnaður, hvað kostar gámur? Hvað komast margar Macbook í einn gám? Hvernig er hægt að flytja inn klósettpappír og selja hann á 600 kr í Bónus? Það stundur ekki steinn yfir steini þegar það kemur að því að verja íslenska okrið því miður.

Íslenska okrið staðreynd og áður en þú sakar aðra um væl skaltu þurrka tárin framan úr sjálfum þér.


Ef það kostar meira að kaupa hana í UK og senda hana til landsins og greiða gjöld þá finnst mér þetta ekki vera okur. Okur á Íslandi er þegar verslanir eru með 500-1000% álagningu á rusli frá Kína, eins og Byko og Húsasmiðjan og fleiri hafa verið dugleg með í gegnum tíðina.

Re: Kaup á nýrri Macbook 2017

Sent: Sun 25. Mar 2018 21:14
af Hauxon
Þú veist væntanlega £1040 eru uþb 145þ kr. og vélin getur aldrei orðið dýrari en hér heima ekki einu sinni nálægt því.

Re: Kaup á nýrri Macbook 2017

Sent: Sun 25. Mar 2018 21:51
af sig78
Ef þú getur keypt hana í bandaríkjunum þá mæli ég harðlega með því, ég skrapp þar í nokkra daga og keypti hana og sparaði uþb 150k :)

Re: Kaup á nýrri Macbook 2017

Sent: Sun 25. Mar 2018 22:14
af Viktor
Hauxon skrifaði:Þú veist væntanlega £1040 eru uþb 145þ kr. og vélin getur aldrei orðið dýrari en hér heima ekki einu sinni nálægt því.


Já, gangi þér vel með að fá þetta verð.

VAT refunds on exports
Apple are not permitted to refund any VAT charged on UK purchases due to local legislation restrictions. Apple.com (UK) is not a part of the Retail Export Scheme, as this scheme does not apply to Internet Sales.



https://www.apple.com/uk/shop/help/payments

Og jú, verðið yrði mjög nálægt því.

Ef við fáum hana á 145k(sem við gerum ekki) þá bætist við 10k ish í sendingarkostnað og svo 24% vsk ofan á það 155.000 kr. + 37.650 kr. = 192.650 kr. sem er anskoti nálægt 209þ. tölunni.

Re: Kaup á nýrri Macbook 2017

Sent: Mán 26. Mar 2018 07:59
af Hauxon
Flesta munar um 30 þúsund en jú gengi dollarans skekkir myndina.

Re: Kaup á nýrri Macbook 2017

Sent: Þri 27. Mar 2018 15:27
af Mossi__
Eg myndi segja Epli.

Elko hefur oft gert.. áhugaverða hluti í sambandi um ábyrgðarmál og viðgerðarþjónustu.

Ætlaði einhverntímann að versla við Macland, og söluaðilinn fór svo oft með rangt mál um vöruna að ég stóð í því að leiðrétta hann.. á meðan hann var að snúa sér og rúlla um á svona hoverboard. Unprofessional (note: þetta er bara mín reynsla, nú veit ég ekki betur um gæði þjónustu þeirra og hvort þetta hafi verið einsdæmi. First impressions colors the world).

Tölvulistinn? Nú þekki ég ekki nógu vel til. Sumir lofa þá í drasl, aðrir lasta þá í drasl. Hef ekki verslað nóg við þá til að hafa skoðun, þannig að ekkert hafa neitt eftir mér um þá.

Þau skipti sem ég hef verslað við Epli eða sótt þjónustu þar, þá hefur það gengið vel og staðist, og eru með mjög professional framkomu.

My two cents.