Síða 1 af 1

Góðar budget spjaldtölvur, ráðleggingar vel þegnar

Sent: Fim 22. Mar 2018 18:00
af Moldvarpan
Titillinn segir í raun allt.

Ég get nánast talið á annari hendi hversu oft ég hef komið við spjaldtölvu og vantar að heyra í ykkur, því ég veit takmarkað um þær.

Mig langar í góða budget spjaldtölvu, sem mætti kosta mest 50.000kr og eina krafan sem ég hef í augnablikinu er 10 tommur.

Hvaða tölvur eru með besta build qualityið á þessu range-i ? Samsung, lenovo?

Gæði í skjánum? Batterýs ending?

Endilega hjálpið mér ef þið getið.

Re: Góðar budget spjaldtölvur, ráðleggingar vel þegnar

Sent: Fim 22. Mar 2018 18:06
af ColdIce
https://elko.is/samt58032gbbla-samsung- ... 32gb-svort
Þessi kom mér skemmtilega á óvart

Re: Góðar budget spjaldtölvur, ráðleggingar vel þegnar

Sent: Fim 22. Mar 2018 18:15
af einarhr
ColdIce skrifaði:https://elko.is/samt58032gbbla-samsung-tab-a-wifi-32gb-svort
Þessi kom mér skemmtilega á óvart


Sammála, ég er búin að eiga þessa í rúman mánuð

Re: Góðar budget spjaldtölvur, ráðleggingar vel þegnar

Sent: Fim 22. Mar 2018 20:52
af Mossi__
Foreldrar mínir eru með tvær svona eins og ColdIce linkaði. Þau eru mjög sátt við þær. Þess má geta að Mamma er rosalega neikvæð manneskja og Pabbi er mikill tölvu- og tæknigúrú, þannig að það tvennt ætti að segja sitt.

Ég veit bara að þessar tölvur runna Angry Birds hnökralaust. Fínt build quality líka. Gott bang for the buck.

Re: Góðar budget spjaldtölvur, ráðleggingar vel þegnar

Sent: Fim 22. Mar 2018 20:59
af Geronto
Ef ég væri með 50 þúsund til þess að eyða í spjaldtölvu, alltaf iPad.
Ef við erum að tala um eitthvað cheap dót sem þú ert að fara nota til þess að horfa á netflix upp í rúmmi þá myndi ég skoða amazon spjaldtölvuna, hún kostar ca. 15 þús og er bara frekar solid fyrir það verð.

Re: Góðar budget spjaldtölvur, ráðleggingar vel þegnar

Sent: Fim 22. Mar 2018 21:52
af Viktor

Re: Góðar budget spjaldtölvur, ráðleggingar vel þegnar

Sent: Fös 23. Mar 2018 08:58
af Moldvarpan
Takk fyrir ráðleggingarnar :)

Ég mun alveg láta Apple eiga sig, hef aldrei og mun eflaust aldrei líka við þá.

Svo ég ætla að skella mér á Galaxy Tab A!

Þetta er aðallega hugsað sem fjölskyldu tölva, vafra, vídeó og léttir leikir.
Ástæðan afhverju ég vill ekki kaupa dýra er að þetta er notað takmarkað og litlir krakkar eiga eftir að nota hana líka.

Re: Góðar budget spjaldtölvur, ráðleggingar vel þegnar

Sent: Fös 23. Mar 2018 10:42
af Mossi__
Strákarnir mínir eiga 7" lenovo tabs sem kosta 13k í elko.

Hér er sama nema 10" https://elko.is/lenovo-tab-10-1-wifi-16-gb á 20k.

Þær duga í vídjógláp og svona krakkaleiki, Netflix og svona.

Build qualitið er ekkert brjálað, þetta er allt úr mjúku plasti. En, hefur lifað af 2 mjög virka gauka í vel rúmt ár og eiga nóg eftir.

Galaxy Tab er ofc betri kaup, ef að budgetið fittar, en þessar Lenovo virka ágætlega.