Síða 1 af 1

Samsung Galaxy S8 lítið hljóð

Sent: Mán 27. Nóv 2017 11:54
af svanur08
Konan mín er með svona síma og það heyrist svo lágt í símanum þegar hún er að tala við einhvern í símann, veit einhver hvað gæti verið að?

Re: Samsung Galaxy S8 lítið hljóð

Sent: Mán 27. Nóv 2017 12:07
af Nitruz
Vasakusk í mic gatinu?

Re: Samsung Galaxy S8 lítið hljóð

Sent: Mán 27. Nóv 2017 13:48
af svanur08
Nitruz skrifaði:Vasakusk í mic gatinu?


Er að meina hún heyrir illa í þeim sem hún talar við.

Re: Samsung Galaxy S8 lítið hljóð

Sent: Mán 27. Nóv 2017 13:55
af ÓmarSmith
meðan hún er í símtalinu, hefur hún prufað að " hækka " í símanum þá ?

það er sér volume fyrir símtöl og sér fyrir tónlist og þessháttar.
Ég hef oft óvart lækkað í samtali meðan ég er að tala í símann..og ekki fattað það fyrr en mörgum símtölum síðar ;)

Re: Samsung Galaxy S8 lítið hljóð

Sent: Mán 27. Nóv 2017 14:11
af svanur08
ÓmarSmith skrifaði:meðan hún er í símtalinu, hefur hún prufað að " hækka " í símanum þá ?

það er sér volume fyrir símtöl og sér fyrir tónlist og þessháttar.
Ég hef oft óvart lækkað í samtali meðan ég er að tala í símann..og ekki fattað það fyrr en mörgum símtölum síðar ;)


Búið að prufa það hehe.

Re: Samsung Galaxy S8 lítið hljóð

Sent: Mán 27. Nóv 2017 16:33
af Nitruz
svanur08 skrifaði:
Nitruz skrifaði:Vasakusk í mic gatinu?


Er að meina hún heyrir illa í þeim sem hún talar við.


Já sorry misskildi, gæti prufað að starta honum í safe mode ef það heyrirst betur í honum þá gæti verið eitthvað app að trufla.

Re: Samsung Galaxy S8 lítið hljóð

Sent: Mán 27. Nóv 2017 18:25
af audiophile
Prófaðu að setja í dialerinn *#0*# sem opnar innbyggt test í símanum og ýttu þar á Reciever. Það spilar tón í hlustið sem ætti að vera nokkuð hátt þegar sett er upp að eyranu. Ef ekki er eitthvað sem er að blokkera hlustið eða það er eitthvað bilað.