Síða 1 af 1

Óska eftir aðstoð með verðlagningu

Sent: Mán 24. Júl 2017 22:12
af Hakuna
Góðan dag

Ég óska eftir aðstoð með verðlagningu á fartölvu sem ég á.

Þetta er HP Envy 15"

Display: 15,6" 1920x1080p glossy
CPU: i7 4700MQ
GPU: Nvidia GT740M 2GB
RAM: 8GB DDR3
Storage: 120GB Samsung 850 Pro
Battery: 2 - 4 tímar sirka.

Hún lítur ágætlega út en það er þrennt sem er að henni. Ein lömin hjá skjánum er orðin ljót (brestir í henni) en virkar alveg vel, en ég gæti trúað því að það þyrfti að skipta um lömina einn daginn. Það vantar síðan eina skrúfu sem heldur botnlokinu á tölvunni alveg lokuðu. Það þriðja og síðasta sem er að henni er touchpadinn. Hann er svolítið stífur sérstaklega þegar maður hægri clickar. Ég stillti það í Windows að hægt sé að tappa á hann með tveimur puttum til að hægri clicka þannig að það truflar mann ekki neitt.

https://www.notebookcheck.net/HP-Envy-1 ... 483.0.html

Þetta er linkur á tölvuna.

Hvað mynduð þið setja á þessa tölvu ?

Re: Óska eftir aðstoð með verðlagningu

Sent: Mán 31. Júl 2017 11:52
af Hakuna
Upp.

Re: Óska eftir aðstoð með verðlagningu

Sent: Mán 31. Júl 2017 12:27
af Klemmi
Kannski ekki það sem þú vilt heyra, en kannski 20-30þús.

Gömul vél með þessum göllum sem þú nefnir, ekki mikil verðmæti því miður í henni :(

Re: Óska eftir aðstoð með verðlagningu

Sent: Mán 31. Júl 2017 13:17
af Hakuna
Klemmi skrifaði:Kannski ekki það sem þú vilt heyra, en kannski 20-30þús.

Gömul vél með þessum göllum sem þú nefnir, ekki mikil verðmæti því miður í henni :(


Takk fyrir svarið. :D