Síða 1 af 1

Vesen með leturstærð í browser á android

Sent: Þri 28. Mar 2017 23:02
af Moldvarpan
Nýlega tók síminn minn uppá því að birta sumar síður með fáranlega litu letri, gerist á t.d. ruv, visir, stundin, en ekki mbl, dv og vaktinni.

Mynd

Mynd

Ég hef notað Chrome í símanum frá upphafi, og er vandamálið í honum. Þetta er í lagi í öðrum browser.

Veit eh lausnina fyrir mig? Ég viðurkenni alveg að vera ekki símanörd :)

Re: Vesen með leturstærð í browser á android

Sent: Mið 29. Mar 2017 08:01
af audiophile
Margir að lenda í þessu með Chrome nýlega. Virðist tengjast einhverri uppfærslu í honum. Hefur virkað í flestum tilfellum að hreinsa data/cache'ið eða fara í playstore og fjarlægja uppfærslur á Chrome.

Re: Vesen með leturstærð í browser á android

Sent: Mið 29. Mar 2017 09:13
af kizi86
Í sumum tilfellum er nóg að slökkva á browser, fara í settings í símanum, tungumál, og stilla símann á English (united states) opna þa browser, og breyta svo tungumálinu til baka.. (virkar bara fyrir þá sem eru með annað tungumál en ensku stillt)

Re: Vesen með leturstærð í browser á android

Sent: Mið 29. Mar 2017 14:33
af Moldvarpan
Síminn og browserinn eru á ensku.

Oft búinn að slökkva og kveikja, en það hefur engin áhrif.

Ætla að prufa að hreinsa cache-inn, og ef það dugar ekki þá reinstalla draslinu.

Re: Vesen með leturstærð í browser á android

Sent: Mið 29. Mar 2017 14:41
af playman
Hreinsa data/cache fyrir browserin ætti að laga þetta, búin að gera það á 2 símum.

Re: Vesen með leturstærð í browser á android

Sent: Mið 29. Mar 2017 14:51
af Moldvarpan
Það var ekki nóg að hreinsa cache.

Prófaði það núna áðan.

En þetta komst í lag með því að fjarlægja allar uppfærslur og setja þetta upp á nýtt.

Svo prufaði ég að setja inn uppfærslurnar aftur, og letrið fór aftur niðrí svo smátt að maður sér það ekki.

Re: Vesen með leturstærð í browser á android

Sent: Mið 29. Mar 2017 15:25
af zurien
Prufaðu Chrome Beta, hefur ekki slegið feilspor hjá mér hingað til.