Síða 1 af 1

S7 og S7 Edge á frekar fínu verði

Sent: Sun 29. Jan 2017 15:56
af depill
jæja, þó ég sé tæknilega að plögga vinnuveitandann minn að þá finnst mér verðið á S7 og S7 Edge ( hvítum reyndar bara ) það gott að ég hef næstum verið að pæla í að converta konuna úr iPhone (6) í Android.

Semsagt hvítur S7 er á 69.900 og R1 Multiroom fylgir með
https://vefverslun.siminn.is/vorur/simt ... /#pv_13400

og S7 EDGE hvítur er á 84.990 og R1 multiroom fylgir með
https://vefverslun.siminn.is/vorur/simt ... /#pv_13796

Eru reyndar fleiri tæki á afslætti ( bara hvít )

Hvítur Núna Tilboð
S7 89.990 kr. - 69.990 kr.
S7edge 99.990 kr. - 84.990 kr.
A3 2016 29.990 kr. - 19.990 kr.
A5 2016 44.990 kr. - 29.990 kr.
S6 54.990 kr. - 39.990 kr.

Re: S7 og S7 Edge á frekar fínu verði

Sent: Sun 29. Jan 2017 16:37
af rbe
myndi nú frekar biða eftir s8 hann á að koma í miðjan apríl.
með snapdragon 835 m.a.
http://www.gsmarena.com/samsung_galaxy_s8-8161.php
þetta eru allavega leaked specs. eitthvað talað um 4k display annarstaðar . snapdragon 835 styður það.
eitthvað talað um support á 1000 Mbps 4g . 4g sendarnir hér heima eru ekki svo öflugir held ég ?

Re: S7 og S7 Edge á frekar fínu verði

Sent: Sun 29. Jan 2017 16:58
af GuðjónR
Flott verð, en hver er rafhlöðuendingin? Þið sem eru með Android síma, þurfiði ekki alltaf að vera með hleðslutæki í hinum vasanum?

Re: S7 og S7 Edge á frekar fínu verði

Sent: Sun 29. Jan 2017 17:12
af corflame
GuðjónR skrifaði:Flott verð, en hver er rafhlöðuendingin? Þið sem eru með Android síma, þurfiði ekki alltaf að vera með hleðslutæki í hinum vasanum?


Er með S7 Edge, hleðslan dugar mér yfirleitt í sólarhring eða meira. Notkun er þokkalega mikil, mestmegnis wifi og 4g netvafur.
Félagi minn er með iPhone 6 og hleðslan endist lengur hjá mér en honum í svipaðri notkun.

Mæli samt ekki með Edge, er bara vesen að hafa touch sensitive hliðar, alltaf að koma óvart við það með lófanum þegar ég held á símanum.
Einnig virðist þetta vera vandamál á ansi mörgum Edge símum: https://www.google.nl/search?q=samsung+galaxy+s7+edge+purple+lines

Re: S7 og S7 Edge á frekar fínu verði

Sent: Sun 29. Jan 2017 17:16
af Viggi
S7 edge dugar allan daginn hjá mér samt streymi ég tónlist í 2-3 tíma á dag á 3g/4g og slatta af netrápi samt amk 15-20% battery eftir þegar maður legst á koddann

Re: S7 og S7 Edge á frekar fínu verði

Sent: Sun 29. Jan 2017 17:29
af hagur
Rafhlöðuendingin er S7 Edge er mjög góð, enda 3600mah batterí ef ég man rétt. iPhone kemst ekki með tærnar þar sem S7 er með hælana þegar kemur að batterísendingu. Ég hleð minn stundum bara annan hvern dag.

Re: S7 og S7 Edge á frekar fínu verði

Sent: Sun 29. Jan 2017 17:40
af rapport
Ég er búinn að vera með S6 í c.a. 14 mánuði, einusinni orðið batterýslaus og það var mér að kenna, ekki símanum.

Hefur dugað á þriðja sólarhring án hleðslu, ég nota hann sáralítið suma daga.

Re: S7 og S7 Edge á frekar fínu verði

Sent: Sun 29. Jan 2017 17:44
af audiophile
GuðjónR skrifaði:Flott verð, en hver er rafhlöðuendingin? Þið sem eru með Android síma, þurfiði ekki alltaf að vera með hleðslutæki í hinum vasanum?


Alls ekki. Rafhlöðuendingin er töluvert góð. Svo eru þeir með Fast Charger sem keyrir á 9V og hleður mjög hratt. Svo er líka þráðlaus hraðhleðsla í boði.

Held að ég hafi aldrei séð eins marga skipta úr Iphone í Samsung eins og undanfarið ár.

Ég er sjálfur með S6 Edge+

Re: S7 og S7 Edge á frekar fínu verði

Sent: Sun 29. Jan 2017 17:46
af Njall_L
Ég keypti mér S7 Edge þegar hann kom út í fyrra og var sáttur við allt nema rafhlöðuendinguna, er reyndar alltaf með kveikt á 4G, WiFi og BlueTooth og nota símann mjög mikið. Var yfirleitt að koma heim um kvöldmatarleytið með 15-30% hleðslu á rafhlöðunni, stundum aðeins minna en yfirleitt ekki meira.

Ákvað síðan að fá mér iPhone 7 Plus þegar hann kom út og er miklu sáttari við rafhlöðuendinguna í honum. Er að gera alveg það sama og í gamla símanum og með kveikt á því sama en er að koma heim eftir daginn með 40-60% hleðslu í langflestum tilfellum, stundum aðeins meira eða minna.

Re: S7 og S7 Edge á frekar fínu verði

Sent: Sun 29. Jan 2017 20:37
af urban
rbe skrifaði:myndi nú frekar biða eftir s8 hann á að koma í miðjan apríl.
með snapdragon 835 m.a.
http://www.gsmarena.com/samsung_galaxy_s8-8161.php
þetta eru allavega leaked specs. eitthvað talað um 4k display annarstaðar . snapdragon 835 styður það.
eitthvað talað um support á 1000 Mbps 4g . 4g sendarnir hér heima eru ekki svo öflugir held ég ?



Þetta er alltaf jafn sniðugt að sjá.

Það er verið að benda fólki á að það er hægt að fá núverandi flaggskip á 70 þús, sem að er flott verð.
Þú bendir fólki á að bíða í 3 mánuði til þess að kaupa nýja flaggskipið, sem að verður sjálfsagt á ca 80% hærra verði.

Gæjinn sem að er að leita af ódýrum en góðum síma í dag er ekki að fara að bíða í 3 - 4 mánuði eftir að rándýr sími kemur á markaðinn.

Re: S7 og S7 Edge á frekar fínu verði

Sent: Sun 29. Jan 2017 21:18
af rbe
jamm þetta fer alveg eftir því hvað þú ert tilbúinn að borga ?
hvað þú ætlar að nota símann í yfir höfuð ? hægt að fá síma með sms á 7000.
annað jafngamalt flaggskip er á útsölu núna á 60þús. lumia 950xl.
en hann fæst held ég ekki á landinu (kannski á emobi hann)
sjálfur er ég með s3 og var að hugsa um að skipta loksins.
hef verið að skoða hvað er á markaðnum og hvað er að koma ? liggur svo sem ekkert á að skipta strax.

þetta með að bíða . það kemur alltaf eitthvað nýtt á markaðinn símar tölvur og svo framvegis.
sennilega hafa margir beðið eftir 1000 línunni hjá geforce og nýju kaby lake ?
eða bara kaupa eitthvað notað hér á vaktinni sem dugar fínt ? á mun lægra verði.

Re: S7 og S7 Edge á frekar fínu verði

Sent: Mán 30. Jan 2017 10:17
af Haukursv
Keypti s7 edge í fyrra á 140 þúsund. Sé ekkert eftir þeim kaupum. Flottur og öflugur sími og batterýið dugar hátt í 2 sólarhringa með venjulegri notkun.

Re: S7 og S7 Edge á frekar fínu verði

Sent: Mán 30. Jan 2017 11:07
af GuðjónR
Tiboðið er búið, stendur til 29. janúar.