Er nýja Macbook Pro einnota?


Orri
Geek
Póstar: 891
Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
Reputation: 73
Staða: Ótengdur

Re: Er nýja Macbook Pro einnota?

Pósturaf Orri » Sun 20. Nóv 2016 20:55

I-JohnMatrix-I skrifaði:Ef þú ert að vísa í þennan póst frá LTT, þá er þetta nú ekki mikil afsökunarbeiðni að mínu mati. Þykir nú mun meira klúður hjá Apple að nota örgjörva/memory controller sem styður ekki meira en 16gb LPDDR3 í "Pro" vélunum sínum. :)

Haha, þetta er eins nálægt afsökunarbeiðni og það kemst hjá Linus :japsmile
Annars þá var ég nokkuð sammála þessari gagnrýni á að bjóða ekki upp á meir en 16gb af vinnsluminni þegar þessar vélar voru kynntar.

En svo fór ég að spá hvort þetta sé ekki svipað og þegar Android menn voru (og eru sumir enn) að gagnrýna iPhone fyrir að hafa almennt helmingi minna vinnsluminni en sambærilegir Android símar?
Svo kom bara í ljós að iPhone-arnir voru (og eru enn) bara almennt hraðari en sambærilegir Android símar þrátt fyrir allt að helmingi minna RAM.
Hérna er skemmtilegur samanburður milli Google Pixel XL og iPhone 7 Plus (byrjar á 1:37).

Ætli svipaða sögu megi ekki segja um Mac tölvurnar?
Hérna er fróðlegt myndband þar sem 12" Macbook (ekki einusinni "Pro" notabene) tekur öflugri Windows Ultrabook gjörsamlega í bakaríið í að klippa og render-a 4K video, þökk sé Final Cut Pro og hversu optimized það er í samanburði við Premiere Pro.
Hérna einnig skemmtilegt blogg þar sem höfundurinn keyrir heilann haug af "Pro" forritum án þess að max-a 16gb MBP tölvuna sína.
Vissulega ber að taka það fram að hann tekur ekki inn í reikninginn alræmdu RAM ætuna (betur þekkt sem Google Chrome), einu raunverulega ástæðan afhverju ég persónulega myndi vilja meira en 16gb af vinnsluminni.

Finnst ég samt knúinn til að taka það fram að ég er enginn Apple fanboy :lol:
Nota Apple tölvu í vinnunni en er með PC turn sem ég setti saman sjálfur heima.

Ég er mikið búinn að pæla í þessum nýju MBP þar sem ég þarf að uppfæra vinnutölvuna og ég get svosem sætt mig við þessi 16gb af vinnsluminni og mér gæti ekki verið meira sama um að allt sé lóðað og límt inn í tölvunni. Ég var meirasegja tilbúinn að sætta mig við að þurfa að ganga um með nokkra dongles í töskunni (sem yrðu vonandi óþarfir með tímanum).

En að vera með árs gamla kynslóð af örgjörvum, einhver entry-level AMD skjákort, fækka portum OG hækka verðið um 300 dollara voru dealbreaker-ar fyrir mig... Sem er frekar fúlt því skjárinn á nýju tölvunum er víst gullfallegur...
Ætli ég endi ekki bara á því að fá mér refurbished 2015 Macbook Pro :roll:



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er nýja Macbook Pro einnota?

Pósturaf GuðjónR » Sun 20. Nóv 2016 21:54

Orri skrifaði:Hérna er fróðlegt myndband þar sem 12" Macbook (ekki einusinni "Pro" notabene) tekur öflugri Windows Ultrabook gjörsamlega í bakaríið í að klippa og render-a 4K video, þökk sé Final Cut Pro og hversu optimized það er í samanburði við Premiere Pro.
Hérna einnig skemmtilegt blogg þar sem höfundurinn keyrir heilann haug af "Pro" forritum án þess að max-a 16gb MBP tölvuna sína.
Það væri gaman að fá kidda til að svara þessu en hann vinnur við að rendera og er búinn að prófa bæði PC og Mac heimin fram og til baka, er í PC núna þar sem skjákortin (nVidia) sjá um renderinguna.

Orri skrifaði:Ég var meirasegja tilbúinn að sætta mig við að þurfa að ganga um með nokkra dongles í töskunni
Ég hló upphátt!!!



Skjámynd

I-JohnMatrix-I
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
Reputation: 101
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Er nýja Macbook Pro einnota?

Pósturaf I-JohnMatrix-I » Sun 20. Nóv 2016 22:36

GuðjónR skrifaði:
I-JohnMatrix-I skrifaði:Ef þú ert að vísa í þennan póst frá LTT, þá er þetta nú ekki mikil afsökunarbeiðni að mínu mati. Þykir nú mun meira klúður hjá Apple að nota örgjörva/memory controller sem styður ekki meira en 16gb LPDDR3 í "Pro" vélunum sínum. :)
Klúður? ..það tók þá hvað ... 3 - 4 ár að uppfæra MBP...setja síðan DDR3 er ekkert annað en níska. Örugglega fullkomlega meðvituð ákvörðun hjá "hluthöfum" en hingað til hafa þeir komist upp með að bera litla sem enga virðingu fyrir viðskiptavinum sínum og miðað við alla þá umfjöllun sem maður les á fanboy síðunum þá virðist það vera að breytast. Þeir fóru gróflega yfir strikið núna.


Ég er algjörlega sammála þér og get ekki fengið mig til að skilja hversvegna fólk kaupir sér macbook frekar en góða windows ultrabook, nema auðvitað að tölvan sé einungis ætluð Final cut pro vinnslu. Eitthvað segir mér nú samt að það sé kannski 5% þeirra sem kaupa sér macbook pro sem nota final cut pro og hin 95% séu að versla þær, því þeir einfaldlega vita ekki betur og kaupa Apple því það er svo hipp og kúl. Samanber fólk sem kaupir sér beats headphone. :D




Orri
Geek
Póstar: 891
Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
Reputation: 73
Staða: Ótengdur

Re: Er nýja Macbook Pro einnota?

Pósturaf Orri » Sun 20. Nóv 2016 23:56

I-JohnMatrix-I skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
I-JohnMatrix-I skrifaði:...nema auðvitað að tölvan sé einungis ætluð Final cut pro vinnslu. Eitthvað segir mér nú samt að það sé kannski 5% þeirra sem kaupa sér macbook pro sem nota final cut pro og hin 95% séu að versla þær, því þeir einfaldlega vita ekki betur og kaupa Apple því það er svo hipp og kúl. Samanber fólk sem kaupir sér beats headphone. :D

Þótt ég hafi tekið videovinnslu og Final Cut Pro sem dæmi þá er það alls ekki eina ástæðan afhverju fólk fær sér Mac (þá er ég að tala um fyrir utan fólkið sem "veit ekki betur" og fær sér Apple vörur því þær eru "hipp og kúl", því það er vissulega nóg af því).

Svo ég taki annað dæmi, nær mér og minni vinnu, þá er flestöll forrit, vefsíður, öpp og fleira hönnuð í Sketch í dag, sem er einungis fáanlegt á Mac.
Það má eflaust finna mun fleiri dæmi í fleiri atvinnugreinum til að réttlæta þetta "Pro" nafn.

Ég er þó sammála að svo virðist sem að síðan Jobs lést og Cook tók við þá hafi Apple týnt identity-inu sínu svolítið og verið meira og meira að víkja frá öllu sem heitir "Pro".
En að segja að 95% Mac notenda "viti ekki betur" og að þeir noti bara Apple vörur því þær eru "hipp og kúl" er einfaldlega vitleysa.



Skjámynd

I-JohnMatrix-I
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
Reputation: 101
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Er nýja Macbook Pro einnota?

Pósturaf I-JohnMatrix-I » Mán 21. Nóv 2016 11:10

Orri skrifaði:
I-JohnMatrix-I skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
I-JohnMatrix-I skrifaði:...nema auðvitað að tölvan sé einungis ætluð Final cut pro vinnslu. Eitthvað segir mér nú samt að það sé kannski 5% þeirra sem kaupa sér macbook pro sem nota final cut pro og hin 95% séu að versla þær, því þeir einfaldlega vita ekki betur og kaupa Apple því það er svo hipp og kúl. Samanber fólk sem kaupir sér beats headphone. :D

Þótt ég hafi tekið videovinnslu og Final Cut Pro sem dæmi þá er það alls ekki eina ástæðan afhverju fólk fær sér Mac (þá er ég að tala um fyrir utan fólkið sem "veit ekki betur" og fær sér Apple vörur því þær eru "hipp og kúl", því það er vissulega nóg af því).

Svo ég taki annað dæmi, nær mér og minni vinnu, þá er flestöll forrit, vefsíður, öpp og fleira hönnuð í Sketch í dag, sem er einungis fáanlegt á Mac.
Það má eflaust finna mun fleiri dæmi í fleiri atvinnugreinum til að réttlæta þetta "Pro" nafn.

Ég er þó sammála að svo virðist sem að síðan Jobs lést og Cook tók við þá hafi Apple týnt identity-inu sínu svolítið og verið meira og meira að víkja frá öllu sem heitir "Pro".
En að segja að 95% Mac notenda "viti ekki betur" og að þeir noti bara Apple vörur því þær eru "hipp og kúl" er einfaldlega vitleysa.


Þetta eru auðvitað ýkjur hjá mér :). hinsvegar hafa allir sem ég þekki sem eiga macbook ekkert vit á raftækjum, fyrir utan einn en hann notar Mac tölvu í final cut pro vinnslu. Þetta var nú meira talað af minni eigin reynslu, það var ekki ætlunin að móðga neinn.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er nýja Macbook Pro einnota?

Pósturaf GuðjónR » Mán 21. Nóv 2016 12:05

I-JohnMatrix-I skrifaði:
Orri skrifaði:En að segja að 95% Mac notenda "viti ekki betur" og að þeir noti bara Apple vörur því þær eru "hipp og kúl" er einfaldlega vitleysa.


Þetta eru auðvitað ýkjur hjá mér :). hinsvegar hafa allir sem ég þekki sem eiga macbook ekkert vit á raftækjum, fyrir utan einn en hann notar Mac tölvu í final cut pro vinnslu. Þetta var nú meira talað af minni eigin reynslu, það var ekki ætlunin að móðga neinn.

Ekki veit ég % en mig grunar nú að flestir sem kaupa Apple vörur séu venjulegir notendur sem spá lítið í annað eð "lookið".
Þekki marga notendur en bara einn sem hægt væri að kalla "pro", hann reyndi að nota MBP en gafst fljótlega upp.




Tesli
spjallið.is
Póstar: 469
Skráði sig: Fim 13. Feb 2003 14:37
Reputation: 27
Staða: Ótengdur

Re: Er nýja Macbook Pro einnota?

Pósturaf Tesli » Mán 21. Nóv 2016 12:37

Apple eru með langbesta trackpadið, flottasta fartölvu skjáinn, eitt af bestu lyklaborðunum og góða batterý endingu. Sumir eiga bara skítnóg af pening og ef peningar eru ekki issue hjá fólki þá eru þetta frábærar fartölvur.
En ef að menn eru bara að skoða specca á blaði, bang for the buck og telja aurana þá getur þú auðvitað keypt þér einhverja Acer fartölvu sem vinnur á þeim samanburði.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er nýja Macbook Pro einnota?

Pósturaf GuðjónR » Mán 21. Nóv 2016 12:49

Tesli skrifaði:Apple eru með langbesta trackpadið, flottasta fartölvu skjáinn, eitt af bestu lyklaborðunum og góða batterý endingu. Sumir eiga bara skítnóg af pening og ef peningar eru ekki issue hjá fólki þá eru þetta frábærar fartölvur.
En ef að menn eru bara að skoða specca á blaði, bang for the buck og telja aurana þá getur þú auðvitað keypt þér einhverja Acer fartölvu sem vinnur á þeim samanburði.

Sammála með trackpad og batterý, annars þá finnst mér þessir skjáir ekkert betri en 3200x1800 touch skjárinn sem er í 150k Lenovo tölvunni minni.
Það breytir ekki þeirri staðreynd að þeir eru að stimpla sig út úr "pro" markaðnum, þessar nýju "pro" tölvur eru ekki pró frekar an Acer.
Og pældu í svekk ef þú kaupir maxaða tölvu á 740k út á kennitölu og annar ramkubburinn (sem myndi kosta í Acerinn svona 10k) gæfi sig eftir 13 mánuði, þá væri það 4-500k tjón. Tölvan samasem ónýt.



Skjámynd

Jón Ragnar
vélbúnaðarpervert
Póstar: 973
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 173
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Er nýja Macbook Pro einnota?

Pósturaf Jón Ragnar » Mán 21. Nóv 2016 13:33

Er það samt ekki þannig að eldri Macbook Pro er líka með föstu minni og flash disk?

Held að það sé ekkert hægt að skipta um það heldur.

Ég var einu sinni Mac hater. Skipti T440 lenovo fyrir Macbook Pro Retina 15" og mun fá mér MBP aftur líka.

Vinn mikið í terminal og þessar vélar eru miklu betri fyrir alla þannig vinnu



CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video


vesley
Kóngur
Póstar: 4253
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 190
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Er nýja Macbook Pro einnota?

Pósturaf vesley » Mán 21. Nóv 2016 13:38

Jón Ragnar skrifaði:Er það samt ekki þannig að eldri Macbook Pro er líka með föstu minni og flash disk?

Held að það sé ekkert hægt að skipta um það heldur.

Ég var einu sinni Mac hater. Skipti T440 lenovo fyrir Macbook Pro Retina 15" og mun fá mér MBP aftur líka.

Vinn mikið í terminal og þessar vélar eru miklu betri fyrir alla þannig vinnu



2015 vélin var með m.2 SSD disk svo að lítið mál var að skipta honum út, vinnsluminnið var hinsvegar fast. Á eldri módelum var hægt að skipta bæði út og var það mjög auðvelt.



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6278
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 434
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Er nýja Macbook Pro einnota?

Pósturaf worghal » Mán 21. Nóv 2016 13:42

Jón Ragnar skrifaði:Vinn mikið í terminal og þessar vélar eru miklu betri fyrir alla þannig vinnu

í hvaða samhengi?


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

Jón Ragnar
vélbúnaðarpervert
Póstar: 973
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 173
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Er nýja Macbook Pro einnota?

Pósturaf Jón Ragnar » Mán 21. Nóv 2016 13:59

worghal skrifaði:
Jón Ragnar skrifaði:Vinn mikið í terminal og þessar vélar eru miklu betri fyrir alla þannig vinnu

í hvaða samhengi?



T.d vinnu á routerum og switchum yfir usb-serial snúru



CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video


Tesli
spjallið.is
Póstar: 469
Skráði sig: Fim 13. Feb 2003 14:37
Reputation: 27
Staða: Ótengdur

Re: Er nýja Macbook Pro einnota?

Pósturaf Tesli » Mán 21. Nóv 2016 16:03

GuðjónR skrifaði:
Tesli skrifaði:Apple eru með langbesta trackpadið, flottasta fartölvu skjáinn, eitt af bestu lyklaborðunum og góða batterý endingu. Sumir eiga bara skítnóg af pening og ef peningar eru ekki issue hjá fólki þá eru þetta frábærar fartölvur.
En ef að menn eru bara að skoða specca á blaði, bang for the buck og telja aurana þá getur þú auðvitað keypt þér einhverja Acer fartölvu sem vinnur á þeim samanburði.

Sammála með trackpad og batterý, annars þá finnst mér þessir skjáir ekkert betri en 3200x1800 touch skjárinn sem er í 150k Lenovo tölvunni minni.
Það breytir ekki þeirri staðreynd að þeir eru að stimpla sig út úr "pro" markaðnum, þessar nýju "pro" tölvur eru ekki pró frekar an Acer.
Og pældu í svekk ef þú kaupir maxaða tölvu á 740k út á kennitölu og annar ramkubburinn (sem myndi kosta í Acerinn svona 10k) gæfi sig eftir 13 mánuði, þá væri það 4-500k tjón. Tölvan samasem ónýt.


Ég leyfi mér að efast um að skjárinn á tölvunni þinni sé sambærilegur við retina skjáinn í macbook pro. Þó að upplausnin sé há þá eyðileggur touch layerinn alltaf fyrir og gerir skjáinn verri. Ég er með 15" 500þús+ vinnufartölvu frá Lenovo sem var keypt 2016, skjárinn á henni er grainy as fuck (samt ekkert touch). Ég fór í Laufdal og Elko í Noregi í leit að fartölvu 2014 þar sem svona 30 fartölvur voru til sýnis hlið við hlið, það var enginn skjár sem komst í hálfkvist við macbook pro. Samt var til staðar Dell fartölva með 3200xeitthvað sem var bara grainy og ljót.

*Edit
Ég er bara að segja, gefum Apple það sem þeir eiga. Það er ástæða afhverju fólk vill eyða í Apple. Þessi Pro pæling er ég ekki alveg með í, veit ekki alveg með hvað Pro þýðir í þessum umræðum.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3090
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 522
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Er nýja Macbook Pro einnota?

Pósturaf Hjaltiatla » Mán 21. Nóv 2016 16:12

Persónulega myndi ég fara í ASUS ZenBook Pro UX501VW-US71T frekar en Macbook pro nýju. Þar að auki er hún með eftirfarandi tengjum
1 x USB 3.1 TYPE C port(s)
3 x USB 3.0 port(s)
1 X Hdmi
1 x Thunderbolt
(edit: og SD korta lesara)

Annars líta Dell Xps vélanar líka ansi vel út að mínu mati.


Just do IT
  √

Skjámynd

I-JohnMatrix-I
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
Reputation: 101
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Er nýja Macbook Pro einnota?

Pósturaf I-JohnMatrix-I » Mán 21. Nóv 2016 17:30

Tesli skrifaði:Apple eru með langbesta trackpadið, flottasta fartölvu skjáinn, eitt af bestu lyklaborðunum og góða batterý endingu. Sumir eiga bara skítnóg af pening og ef peningar eru ekki issue hjá fólki þá eru þetta frábærar fartölvur.
En ef að menn eru bara að skoða specca á blaði, bang for the buck og telja aurana þá getur þú auðvitað keypt þér einhverja Acer fartölvu sem vinnur á þeim samanburði.


Skal gefa þeim trackpadið og skjáinn, hinsvegar held ég að lenovo vélarnar eigi bæði batteríið og lyklaborðið auk þess að lenovo vélarnar eru með sníp(rauði músapunkturinn) :) sem er að mínu mati margfalt betri en hvaða trackpad sem er. Þetta er auðvitað huglægt mat en ég þoooooli ekki trackpads á neinum vélum, get notað snípinn en mús er optimal.

Mynd

http://www.laptopmag.com/articles/all-d ... -notebooks




Tesli
spjallið.is
Póstar: 469
Skráði sig: Fim 13. Feb 2003 14:37
Reputation: 27
Staða: Ótengdur

Re: Er nýja Macbook Pro einnota?

Pósturaf Tesli » Mán 21. Nóv 2016 17:55

I-JohnMatrix-I skrifaði:Skal gefa þeim trackpadið og skjáinn, hinsvegar held ég að lenovo vélarnar eigi bæði batteríið og lyklaborðið auk þess að lenovo vélarnar eru með sníp(rauði músapunkturinn) :) sem er að mínu mati margfalt betri en hvaða trackpad sem er. Þetta er auðvitað huglægt mat en ég þoooooli ekki trackpads á neinum vélum, get notað snípinn en mús er optimal.


Ég er mikill IBM/Lenovo sníps aðdáandi og er fyllilega sammála þér með það. :happy Hinsvegar eru Apple bara með trackpad sem trompar snípinn líka.
Apple trackpad > Snípur > Önnur trackpad

Varðandi batterý þá eru Apple ekkert endilega fremstir enda sagði ég "góða batterý endingu" en ekki bestu. Þannig að við erum alveg á sömu línu með það.



Skjámynd

I-JohnMatrix-I
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
Reputation: 101
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Er nýja Macbook Pro einnota?

Pósturaf I-JohnMatrix-I » Mán 21. Nóv 2016 19:07

Tesli skrifaði:
I-JohnMatrix-I skrifaði:Skal gefa þeim trackpadið og skjáinn, hinsvegar held ég að lenovo vélarnar eigi bæði batteríið og lyklaborðið auk þess að lenovo vélarnar eru með sníp(rauði músapunkturinn) :) sem er að mínu mati margfalt betri en hvaða trackpad sem er. Þetta er auðvitað huglægt mat en ég þoooooli ekki trackpads á neinum vélum, get notað snípinn en mús er optimal.


Ég er mikill IBM/Lenovo sníps aðdáandi og er fyllilega sammála þér með það. :happy Hinsvegar eru Apple bara með trackpad sem trompar snípinn líka.
Apple trackpad > Snípur > Önnur trackpad

Varðandi batterý þá eru Apple ekkert endilega fremstir enda sagði ég "góða batterý endingu" en ekki bestu. Þannig að við erum alveg á sömu línu með það.


Aah alveg rétt, einhvernveginn sat það fast í mér að þú hefðir sagt bestu batterý endingu líka. Hinsvegar er ég ósammála þér með trackpadið, hef ekki gífurlega mikla reynslu af því en hef notað það í nokkrar klukkustundir og þó það sé að vísu besta trackpad sem ég hef prófað að þá þykir mér snípurinn margfalt betri. :)

Þetta er einhvernveginn svona hjá mér: Mús > Snípur > sleppa því að nota tölvuna > snertiskjár > apple trackpad > trackpad :D