Reynsla varðandi Thinkpad X1Y?

Skjámynd

Höfundur
Lexxinn
/dev/null
Póstar: 1448
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Reputation: 163
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Reynsla varðandi Thinkpad X1Y?

Pósturaf Lexxinn » Þri 01. Nóv 2016 11:57

Sælir herrar og frúr,

Ég er að íhuga að upgradea fartölvuna mína úr MacBook Pro (Retina, 13-inch, Early 2015) með eftirfarandi speccum; 2,7ghz i5, 8gb 1867mhz ddr3, 126gb ssd og intel iris 6100 1536mb.

Ég er svakalega hrifinn af 2in1 conceptinu og var eiginlega búinn að negla það að selja Maccann og fá mér Surface pro4 þar sem ég nota tölvuna nánast einungis í hluti tengda skólanum, netráp og bíómyndagláp. Um daginn rakst ég hinsvegar á þessa undurfögru vél, Thinkpad X1Y, reviews virka heillandi en þó ekki alltaf 100% traustvekjandi þar sem mér finnst vanta að koma meira inná gallana á vélinni, ef þeir eru eitthverjir?

Nýherji hefur þessar vélar í sölu. Er eitthver hérna sem á svona vél eða hefur verið með í eitthverri notkun? Langar gríðarlega að fá blákalt álit á hvernig penninn er að virka, nær vélin þessum thinkpad staðli fyrir að vera jálkur en samt svona lítil, þunn og létt eins og lenovo yoga línan er?

Einnig heillast ég virkilega mikið af Oled skjánum, hann fæst því miður aðeins með i7,16gb,512ssd útgáfunni. Væri það ekki óþarfa bruðl að fara svo hátt miðað við notkun þrátt fyrir Oled perrann í mér?

Þetta væri hugsað sem vél út allavegan næstu 6 árin í háskóla svo ég nenni ekki að vera endurnýja t.d. yoga3/900/910 á tveggja ára fresti og apple hnefaði sig rækilega að koma ekki með snertiskjá/2in1 á nýju MacbookPro.

Bestu kveðjur,
-lexxinn :fly