Síða 1 af 1

Android 6.0.1 - met í stuttri batterý endingu

Sent: Fim 29. Sep 2016 21:02
af k0fuz
Eru einhverjir fleiri að lenda í því að eftir að þeir uppfærðu í android 6.0.1 að batterý endingin er að hrynja niður? hlóð 6 mánaða gamla Samsung S7 símann minn í 100% kl 13 í dag. kl 21 er hann kominn í 4% og ég er svo mikið sem ekkert búinn að vera í honum.

Svona varð hann eftir að hafa staðið á borðinu í 3 tíma eftir hleðsluna :no : https://s21.postimg.org/dekz0l2jb/2016_ ... _15_35.png

Re: Android 6.0.1 - met í stuttri batterý endingu

Sent: Fim 29. Sep 2016 21:12
af valdij
Er að lenda í alveg sama.

Samsung Galaxy S7 Edge. Batterýið fór úr 30% -> 0% á klukkutíma og síminn sjóðandi heitur (ekki með neitt í gangi, sími í vasanum allan tímann).

Hlóð hann svo í 100% og 3-4 timum seinna með svo gott sem engri notkun var hann kominn í 18%.

Re: Android 6.0.1 - met í stuttri batterý endingu

Sent: Fim 29. Sep 2016 21:45
af I-JohnMatrix-I
Lenti í því sama í dag með minn S6 Edge+, Vanalega er 50-70% eftir af batteríinu þegar ég set hann í samband á kvöldin en í dag var hann dauður rétt fyrir 16:00 án þess að hafa notað símann neitt af viti. Hlóð hann upp í 50% þegar ég kom heim um 18:00 leitið og núna er hann kominn niður í 12% bara með því að vera idle á borðinu hjá mér.

Re: Android 6.0.1 - met í stuttri batterý endingu

Sent: Fim 29. Sep 2016 21:51
af Viggi
Er sjálfur með samsuns s7 edge og ekki tekið eftir neinu óeðlilegu. Tók úr sambandi 10:30 og 18% eftir samt í honum í allt kvöld svo audio streaming á fullu í dag og þvíumlíkt

Re: Android 6.0.1 - met í stuttri batterý endingu

Sent: Fim 29. Sep 2016 22:05
af k0fuz
Viggi, ertu búin að installa nýja updateinu?

Re: Android 6.0.1 - met í stuttri batterý endingu

Sent: Fim 29. Sep 2016 22:23
af Viggi
k0fuz skrifaði:Viggi, ertu búin að installa nýja updateinu?


Er með auto update og kom heim um kvöldmatarleytið. Kominn niður í 5% núna :-k

Re: Android 6.0.1 - met í stuttri batterý endingu

Sent: Fim 29. Sep 2016 22:33
af EOS
Er þetta ekki bara eins og iOS 10? Ég er með iPhone og iPad og bæði tækin drukku djúsinn fyrstu 3 dagana og fóru svo að endast lengur en þau gerðu áður. Sama með iPhone hjá félaga mínum.
Myndi gefa þessu nokkra daga :p

Re: Android 6.0.1 - met í stuttri batterý endingu

Sent: Fim 29. Sep 2016 22:42
af hagur
Hmmmm ég er með S7 Edge og Android 6.0.1 - hef ekki tekið eftir neinu óeðlilegu. Hlóð minn síðustu nótt og hann stendur í 41% núna, bara svipað og hann hefur alltaf verið í við lok dags. Hvenær kom þetta update?

Re: Android 6.0.1 - met í stuttri batterý endingu

Sent: Fim 29. Sep 2016 22:49
af Oak
Sem eruð í vandræðum, búnir að slökkva og kveikja á símanu?

Re: Android 6.0.1 - met í stuttri batterý endingu

Sent: Fim 29. Sep 2016 22:55
af k0fuz
Oak skrifaði:Sem eruð í vandræðum, búnir að slökkva og kveikja á símanu?


já, fyrsta sem ég gerði.

Re: Android 6.0.1 - met í stuttri batterý endingu

Sent: Fim 29. Sep 2016 22:56
af k0fuz
hagur skrifaði:Hmmmm ég er með S7 Edge og Android 6.0.1 - hef ekki tekið eftir neinu óeðlilegu. Hlóð minn síðustu nótt og hann stendur í 41% núna, bara svipað og hann hefur alltaf verið í við lok dags. Hvenær kom þetta update?


Kannski var þetta ekki við komu 6.0.1. en þetta kom amk við eitthvað update sem ég tékkaði nú ekki á númer hvað væri eða hvað..

Re: Android 6.0.1 - met í stuttri batterý endingu

Sent: Fim 29. Sep 2016 23:30
af valdij
Búinn að prófa marg-restarta og slökkva/kveikja á símanum en ekkert gengur. Engin öpp opin og síminn bara í idle en helst sjóðheitur og batterýið hverfur bara. 20-30% fara á klukkutima í engri notkun... Er hægt að reverta aftur í fyrra version eða er það algjör hausverkur?

Re: Android 6.0.1 - met í stuttri batterý endingu

Sent: Fös 30. Sep 2016 00:27
af Kull
Nákvæmlega sama hjá mér, var ekkert að skilja hvað var í gangi.

Þetta virðist vera útaf Oculus appi, sjá http://forums.androidcentral.com/samsun ... hours.html

Re: Android 6.0.1 - met í stuttri batterý endingu

Sent: Fös 30. Sep 2016 08:55
af k0fuz
Kull skrifaði:Nákvæmlega sama hjá mér, var ekkert að skilja hvað var í gangi.

Þetta virðist vera útaf Oculus appi, sjá http://forums.androidcentral.com/samsun ... hours.html



Reyndar... þá installaðist þetta líka nýlega hjá mér. Fór með símann í 97% að sofa í nótt, vekjaraklukkan rétt slapp og hringdi í 6%..

Re: Android 6.0.1 - met í stuttri batterý endingu

Sent: Fös 30. Sep 2016 08:59
af Jón Ragnar
Einhver góður wakelock í gangi? :D

Sakna þessa ekki í iPhone frá Android

Re: Android 6.0.1 - met í stuttri batterý endingu

Sent: Fös 30. Sep 2016 12:25
af Urri
er með 6.0.1 á s7 og þegar þið nefnið það þá er batterýið að fara örlítið hraðar en er nú samt með 50-60% eftir vinnudaginn þegar ég fer að heiman með hann í 100%

Re: Android 6.0.1 - met í stuttri batterý endingu

Sent: Fös 30. Sep 2016 18:29
af k0fuz
Ég force stoppaði öll Oculus öppin og mér sýnist síminn vera kominn í eðlilegt horf :happy

Re: Android 6.0.1 - met í stuttri batterý endingu

Sent: Fös 30. Sep 2016 19:21
af playman
Hef ekki orðið var neina breytingu hjá mér, er með 6.0.1
Finn heldur ekkert sem tengist Oculus í símanum heldur.

Re: Android 6.0.1 - met í stuttri batterý endingu

Sent: Fös 30. Sep 2016 19:52
af Kull
Það kom önnur uppfærsla frá Oculus sem lagaði þetta. Það var nóg að opna Oculus appið og uppfæra, þá lagaðist þetta hjá mér.