Vantar ráð varðandi spjaldtölvu fyrir foreldrana

Skjámynd

Höfundur
billythemule
Fiktari
Póstar: 71
Skráði sig: Mið 28. Ágú 2013 01:15
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Vantar ráð varðandi spjaldtölvu fyrir foreldrana

Pósturaf billythemule » Mán 19. Sep 2016 20:01

Mér líst vel á þessa Lenovo spjaldtölvu hér:

http://www.elko.is/elko/is/vorur/utsala_-_Spjaldtolvur/Lenovo_Tab2_A10-70_101_spjaldtolva_(Bla).ecp

Ég held að þau vilji ekki eyða meira en 50 þúsund, kannski 60 í mesta lagi. Skiptir eitthverju máli hvaða útgáfu af android þessar tölvur eru með? Þessi t.d. er bara með 4.4. kitkat en svo eru aðrar með 5.0 Lollipop.

Ef ég myndi velja spjaldtölvu sem styður 4G, er hægt að hringja með henni? Og hversu mikið vesen er að fá sim kort í hana? Getur maður tengt það símareikningnum sínum þannig að maður sé ekki að borga mánaðargjald fyrir eina spjaldtölvu?

Endilega segið hvað ykkur finnst.



Skjámynd

HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Vantar ráð varðandi spjaldtölvu fyrir foreldrana

Pósturaf HalistaX » Þri 20. Sep 2016 07:52

Ég átti Samsung Galaxy Tab 2 sem var með 3g, gat hringt og sent SMS úr henni..... .....bara vandræðalegt að þurfa að halda svona stóruy stykki við eyrað á sér... ...sem var pain in the ass þegar maður var að keyra... Djók :lol:

Auðvitað er automatically bara stillt á Speaker og allir sáttir :) Notaði SGT2 um tíma sem síma, talaði við alla á Speaker sama hvar og hvenar, mæli ekki með þeim leik. Bara nota Speaker í einrúmi er aðeins betra hahaha ;)

Annars myndi ég taka þessa hér frekar en Lenovo, þrátt fyrir að þessi Lenovo sem þú linkar í er mjög flott.

http://www.elko.is/elko/is/vorur/spjald ... etail=true

Ástæðan fyrir því er sú að það er 4g og lægri upplausn á skjánum og fyrir fólk sem fer að sjá illa og svona þá eru stærri icon og þessháttar betra að mínu mati. Veit að það var algjör bylting þegar mútta mín fór úr 7" Samsung Galaxy Tab 3 spjaldinu sínu og í 10,1" SGT2 spjaldið mitt. Með sömu upplausn á skjánum þá varð allt bara stærra. Hún, sem er nærsýnni en andskotinn sjálfur, getur meir að segja náð því að nota spjaldið án gleraugnanna og svona.

Ég veit ekki hvernig það er á Android í dag, kannski þetta sé bara stillingar atriði með stærð á dótinu á skjánum eða ekki, ég bara hreinlega veit það ekki. En svo er 4g náttúrulega ómissandi ef menn eru að þvælast eitthvað þar sem er ekki opið Wifi :)

En já, klárlega Samsung framm yfir Lenovo. Held þau yrðu ekki svikin með þessu Galaxy spjaldi :D


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...


Viggi
FanBoy
Póstar: 735
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Reputation: 110
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Vantar ráð varðandi spjaldtölvu fyrir foreldrana

Pósturaf Viggi » Þri 20. Sep 2016 10:09

Alltaf hægt að para síman og spjaldtölvuna ef það er ekki 4g á á spjaldtölvunni ef fólk vill spara sér nokkra þúsara á því


B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.

Skjámynd

HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Vantar ráð varðandi spjaldtölvu fyrir foreldrana

Pósturaf HalistaX » Þri 20. Sep 2016 10:45

Viggi skrifaði:Alltaf hægt að para síman og spjaldtölvuna ef það er ekki 4g á á spjaldtölvunni ef fólk vill spara sér nokkra þúsara á því

Jú reyndar. En það er ekkert þæginlegra að vera með extra græju sem hægt er að hringja og senda SMS úr. Svo er hægt að nota GPSið þegar það er svona 3/4g system í þessum vélum. Jú það væri hægt að para símann bara við græjuna og nota GPSið þá líka, en ég nenni ekki að vera með tvær græjur uppi í bílnum þegar ég er að villast einhvers staðar, því ekki virkar pörunin, eitthvað hægt allavegana, ef maður er svo bara með símann í vasanum allann tímann sem maður er að para þetta dót saman. Miklu betra að fá sér bara smá spjald og mount í bílinn fyrir það og þá ertu good to go fyrir fríið. Þarft ekki að vera að éta batterýið af símanum til þess að gefa spjaldinu net.

Mæli með að vera ekki cheap ass motherfucker og spreða nokkrum þúsurum í viðbót fyrir 3/4g. Ég sá allavegana aldrei eftir því fyrir fjórum árum þegar ég fékk mér Samsung Galaxy Tab 2 með 3g. Það var himnasending!


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...


haddi77
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Þri 23. Jún 2009 11:43
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Vantar ráð varðandi spjaldtölvu fyrir foreldrana

Pósturaf haddi77 » Þri 20. Sep 2016 16:51

Ég fæ örugglega bucketloads af h8 hérna eeeen.

Ef þú vilt ekki lifa með eilífu tech support eða að foreldrar þínir böggi þig með þessu í öllum fjölskylduboðum keyptu þá ipad. Ef price er issue þá eru þeir alltaf farnir að selja last-gen ipad ódýrara en in the long run þá margborgar verðmunurinn sig.

Ef þú hins vegar elskar að aðstoða þá er Teamviewer QuickSupport fyrir Android orðið tussufínt.

En eins og maðurinn sagði, tíminn er peningur :fly

https://www.youtube.com/watch?v=MchoFs780dI




Kull
Nörd
Póstar: 118
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 19:03
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Vantar ráð varðandi spjaldtölvu fyrir foreldrana

Pósturaf Kull » Mið 21. Sep 2016 10:09

haddi77 skrifaði:Ég fæ örugglega bucketloads af h8 hérna eeeen.

Ef þú vilt ekki lifa með eilífu tech support eða að foreldrar þínir böggi þig með þessu í öllum fjölskylduboðum keyptu þá ipad. Ef price er issue þá eru þeir alltaf farnir að selja last-gen ipad ódýrara en in the long run þá margborgar verðmunurinn sig.

Ef þú hins vegar elskar að aðstoða þá er Teamviewer QuickSupport fyrir Android orðið tussufínt.

En eins og maðurinn sagði, tíminn er peningur :fly

https://www.youtube.com/watch?v=MchoFs780dI


Ég get nú ekki verið sammála því. Ég keypti Samsung Galaxy Tab A fyrir gamla settið og hef ekkert þurft að aðstoða með það, tæpt ár síðan og þau eru ansi dugleg að nota þetta.




zurien
Nörd
Póstar: 123
Skráði sig: Lau 17. Apr 2010 08:39
Reputation: 27
Staða: Ótengdur

Re: Vantar ráð varðandi spjaldtölvu fyrir foreldrana

Pósturaf zurien » Mið 21. Sep 2016 10:29

Segi það sama, keypti Asus MeMO Pad fyrir tengdó, hef ekki þurft að snerta hana í 2 ár, og þau nota hana nánast á hverjum degi.
Kostaði 35þús - keypt á amazon.co.uk.



Skjámynd

HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Vantar ráð varðandi spjaldtölvu fyrir foreldrana

Pósturaf HalistaX » Mið 21. Sep 2016 11:07

Það er bara einhver helvítis Apple elítismi í Haddi77... Ætli hann sé ekki að reyna að "get a rise out of us" með þessum Apple áróðri...

Hahaha nei, ég segi svona... Auðvitað trúir maður mest og best á að týpan sem maður á sjálfur er best og henti best fyrir alla, konur sem kalla. :lol:

Það sem Apple eigendur gera sér bara svo sjaldan grein fyrir er að svona dót sem Apple framleiðir nema kemur frá öðrum framleiðendum en Apple, if you catch my dirft, er ekkert drasl lengur. Það tók nokkur ár, en í dag eru Samsung, Lenovo og Asus spjöldin bara alveg jafn góð, ef ekki betri en Apple spjöldin.

Apple menn virðast bara vera fastir í einhverju sem var að gerast fyrir 3-5 árum. Að allar Apple "stælingar" væru sorp, þar að segja.

But times change og ef þeir ætla enn að halda áfram að vera með leiðindi getur maður alltaf gert þá kjaftstopp með #BendGate!


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...