Skólatölva?

Ráðleggingar frá snjöllustu snillingunum

Höfundur
andrif1
Nýliði
Póstar: 16
Skráði sig: Mið 28. Sep 2011 20:02
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Skólatölva?

Pósturaf andrif1 » Fös 05. Ágú 2016 17:17

Sælir

Ég er að leita mér að traustri tölvu fyrir skólann, þarf að vera endingargóð og hröð, þarf ekki að geta unnið með þung forrit.

https://netverslun.is/Tölvur-og-skjáir/ ... 142.action

Mælir fólk með þessari? Annars er eg að leita mér að fartölvu á max 100þus

Þakkir.
asgeirbjarnason
has spoken...
Póstar: 186
Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
Reputation: 50
Staða: Ótengdur

Re: Skólatölva?

Pósturaf asgeirbjarnason » Fös 05. Ágú 2016 17:41

Ég myndi uppfæra upp í 8gb vinnsluminni, því mig grunar að það yrði fyrsti flöskuhálsinn. Hinir speccarnir virðast vera alveg ágætir. Ekkert til að hrópa húrra yfir beinlínis en vel nóg fyrir flesta venjulega skrifstofu-/skólavinnu.Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3380
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 509
Staða: Ótengdur

Re: Skólatölva?

Pósturaf Klemmi » Fös 05. Ágú 2016 18:15

Aðeins ódýrari hjá Tölvutækni:
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... fb29fbd839

Annars bendi ég áfram á www.laptop.is :)


www.laptop.is
www.ferdaleit.is


Höfundur
andrif1
Nýliði
Póstar: 16
Skráði sig: Mið 28. Sep 2011 20:02
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Skólatölva?

Pósturaf andrif1 » Fös 05. Ágú 2016 18:49
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3380
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 509
Staða: Ótengdur

Re: Skólatölva?

Pósturaf Klemmi » Fös 05. Ágú 2016 19:13

50% þyngri og AMD örgjörvi, ekki minn tebolli en um að gera að fara og skoða þær sem þér lýst vel á :)


www.laptop.is
www.ferdaleit.is


Höfundur
andrif1
Nýliði
Póstar: 16
Skráði sig: Mið 28. Sep 2011 20:02
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Skólatölva?

Pósturaf andrif1 » Fös 05. Ágú 2016 20:49

asgeirbjarnason
has spoken...
Póstar: 186
Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
Reputation: 50
Staða: Ótengdur

Re: Skólatölva?

Pósturaf asgeirbjarnason » Fös 05. Ágú 2016 23:10

Persónulega myndi ég strika Dreamware vélina af listanum. Er með tveggja kynslóða gamlan örgjörva og lægri skjáupplausn en hinar og auk þess þyngri en HP og Lenovo vélarnar. Það er reyndar ekkert það mikill performance munur milli kynslóða af örgjörvum lengur, en Intel hafa verið duglegir að lækka hitamyndunina og bæta orkunotkun örgjörvanna sinna síðustu árin sem eru náttúrulega góðir eiginleikar í ferðavélum.

Acer vélin er talsvert stærri og klunnalegri en hinar vélarnar. Mér sjálfum myndi ekki detta í hug að fara í stóra vél eftir að hafa vanist Macbook Air en þú verður bara að eiga það við sjálfan þig hvort það skiptir þig miklu máli.

Af þeim tveimur sem eftir standa er síðan spurning hvaða eiginleikar þér finnast mikilvægastir; áhugavert form-factor og snertiskjár í tilviki Yoga vélarinnar eða nýjasta kynslóð af örgjörva og góður endingartími batterís í tilviki HP vélarinnar. Finnst reyndar Yoga vélin fallegri, en þar sem ég er makkagaur legg ég líklega aðeins of mikla áherslu á það. Örgjörvinn í HP vélinni er eitthvað um 20% hraðari, bæði vegna kynslóðamunar og vegna þess að hann er 2,3 ghz í stað 2,0 ghz, en ef þú ert að nota hana í venjulega skólavinnu (Word og Excel og svona) þá er það ekkert sem maður myndi taka mikið eftir.

Í fljótu bragði og án þess að vita betur nákvæmlega í hvað þú munt nota vélina er þetta svona helstu punktarnir. Ef þér detta í hug einhverjar fleiri kröfur sem þú gerir til vélarinnar eða ef þú getur sagt okkur meira um hvernig þú munt nota hana get ég kannski tjáð mig eitthvað meira.
Tesy
</Snillingur>
Póstar: 1061
Skráði sig: Mán 08. Feb 2010 01:20
Reputation: 12
Staðsetning: 108 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Skólatölva?

Pósturaf Tesy » Sun 25. Sep 2016 00:16

To be honest þá myndi ég ekki kaupa tölvu sem er með undir 8gb RAM.


Lenovo Thinkpad X1 Yoga 2018 (i7-8650U, 16GB) | iPhone XS | 2017 iPad Pro 12.9" | Bose QC35

Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4126
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 257
Staða: Ótengdur

Re: Skólatölva?

Pósturaf chaplin » Sun 25. Sep 2016 00:42

Félagi minn keypti þessa um daginn. Mjööög sáttur með hana og verðið er eiginlega hlæginlegt.. FullHD skjár, stór SSD, góð rafhlöðuending og frábært lyklaborð.


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS