Síða 1 af 1

Lg G4 - "brickaður" ,,,, Ónýtur??

Sent: Fös 24. Jún 2016 20:06
af Aimar
sælir.

Er með Lg g4 sem er ekki árs gamall.

setti hann i hleðslu eins og venjulega.

Nema að hann er fastur á "start logo", þ.e.a.s. logoinu þegar þú kveikir á simanum.

Hef lesið mer til um þetta og þetta getur komið fyrir. En ekki fundið neina lausn á þessu.

Hafa menn einhverjar hugmyndir?

Re: Lg G4 - "brickaður" ,,,, Ónýtur??

Sent: Fös 24. Jún 2016 20:19
af nidur
Kemstu inn í safe mode? http://www.android.gs/enter-use-safe-mode-lg-g4/

Gætir kannski gert hard reset þaðan en tapar öllum gögnum á símanum við það, líklega.

Re: Lg G4 - "brickaður" ,,,, Ónýtur??

Sent: Fös 24. Jún 2016 20:45
af Njall_L
Hef lent í þessu og eftir töluverða leit og umræðu við viðgerðaraðila þá skildist mér að örgjörvinn, eða annar mikilvægur vinnslukubbur (man ekki hver) ætti það til að losna á lóðningum sem að veldur þessu vandamáli. Annars er þetta vel þekkt vandamál með þessa síma og LG tekur það innan ábyrgðar.
http://www.androidauthority.com/lg-admi ... lt-669603/

Re: Lg G4 - "brickaður" ,,,, Ónýtur??

Sent: Fös 28. Okt 2016 12:12
af gosi
Hvað gerðiru við símann?
Var að lenda í þessu í gær og fór með hann. Hjá Nova töldu þeir að ég fengi nýjan LG G4 en ég treysti því ekki að hann sé í lagi.

Re: Lg G4 - "brickaður" ,,,, Ónýtur??

Sent: Fös 28. Okt 2016 15:06
af Porta
Kom fyrir mig í síðasta mánuði, einkennin voru þau sömu og hjá þér.
Þetta er víst þekktur galli í G4, getur googlað "LG bootloop".

Elko tók símann og það var skipt um móðurborð. Tók þá 1 viku.
Síminn er eins og nýr í dag.

Re: Lg G4 - "brickaður" ,,,, Ónýtur??

Sent: Fös 28. Okt 2016 15:24
af ÓmarSmith
hehe, fyndið.

Minn dó einmitt líka í gær, sama vandamál. Gerðist fyrst í sumar en eftir hard-reset og factory reset þá komst hann í lag í 2 mánuði , smá slow samt.

Núna hleður hann ekki einu sinni lengur og fór í viðgerð í morgun.


Vonandi tekur þetta ekki of langan tíma.

Re: Lg G4 - "brickaður" ,,,, Ónýtur??

Sent: Fös 28. Okt 2016 15:39
af asgeireg
Síminn hjá konunni fór svona líka í seinasta mánuði. Þá var móðurborðið farið.

Fínt að lofa Nova aðeins þarna, því þeir buðu okkur eins síma nýjan eða upphæðina sem að síminn kostar í dag upp í einhvern annan, sem við nýttum okkur því eins og ég var ánægður með LGG3 þá var 4 ekki að skora hátt.

Re: Lg G4 - "brickaður" ,,,, Ónýtur??

Sent: Sun 30. Okt 2016 10:58
af gosi
Þeir eru reyndar ekki þeir sem sjá um símann heldur Otex ehf.

Sá sem afgreiddi mig sagði að Otex ákveður þetta.
Mér finnst samt synd að vera búinn að fá síma á 90þ sem í dag, á innan við 1 ár, er orðinn ónýtur.
Svo er líka spurningin. Hvernig vitum við að nýja móðurborðið er af nýrri og bættri framleiðslu?
Ef þetta tekur 6 mánuði upp í ár að gerast þá er ábyrgðin búin.