Vandræði með hdd og stýrikerfi

Skjámynd

Höfundur
Steinman
Nörd
Póstar: 111
Skráði sig: Mið 18. Jan 2012 15:42
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Vandræði með hdd og stýrikerfi

Pósturaf Steinman » Mið 03. Feb 2016 03:09

Er í smá vandræðum með Lenovo ideapad. Vélin kom með 1tb hdd en mig langar af sjálfsögðu að hafa ssd í henni. Ég hafði samband við Lenovo og minntist á að skipta yfir í ssd. Þá segir þjónustufulltrúinn mér að þá þurfi ég að kaupa nýtt windows leyfi :wtf , sem eru slæmar fréttir því þessi 5400 hdd er skuggalega slappur og glætan að maður fari að eyða 20k í nýtt leyfi. Fattaði svo ekki að spurja hann frekar útí þetta og hvort það væri hægt að fara framhjá þessu eða hvað gerist ef harði diskurinn deyr.

Svo mig langaði að athuga hvort einhver hefði lent í þessu veseni með fartölvur eða þekkir svona hluti betur. Ætti ég t.d. ekki að geta clonað diskinn og allt ætti að virka? Maður þorir ekki að prófa neitt, hræddur við að missa stýrikerfið.


|-Evolv X-|-Asus Z370 Gaming-|-i7 8700k-|-Noctua NH D15-|-2x8GB Vengeance 3200MHz-|-SuperNova 750 B2-|-Asus GTX 1080 Strix-|

Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1564
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 129
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði með hdd og stýrikerfi

Pósturaf audiophile » Mið 03. Feb 2016 08:07

Þu átt ekkert að þurfa að kaupa nýtt leyfi.

Þú ættir að geta notað forrit eins og Clonezilla til að spegla diskinn en gætir lent í vandræðum vegna stærðarmuns á diskum. Þarft að skoða það. Hef ekki reynslu af að nota clonezilla af stærri disk yfir á minni disk, bara öfugt.

Þú getur líka athugað hvaða stýrikerfi er á vélinni (8.1 eða 10? Home eða Pro?) og sótt Media Creation Tool frá Microsoft og búið til orginal image á USB lykil og installað á nýja diskinn. Ef að útgáfan sem þú setur inn á vélina er sama og kom með henni ættir þú ekki að þurfa setja inn neinn leyfislykil. Gallinn (sumir líta á það sem kost) við þessa aðferð er að þú færð engin forrit sem fylgdu með tölvunni (Lenovo hitt og þetta) og verður að sækja alla drivera sjálfur (eða láta Windows update gera það). Getur til öryggis notað RWEverything til að lesa leyfislykilnn úr BIOS https://itsolutionsblog.net/3-ways-to-e ... oduct-key/

Clone aðferðin er betri upp á það að þú heldur recovery image og því sem er falið á disknum til að enduruppsetja stýrikerfið hvenær sem er.


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1363
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 192
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði með hdd og stýrikerfi

Pósturaf nidur » Mið 03. Feb 2016 08:09

Er windows leyfið ekki límt neðan á tölvuna?



Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1564
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 129
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði með hdd og stýrikerfi

Pósturaf audiophile » Mið 03. Feb 2016 20:02

nidur skrifaði:Er windows leyfið ekki límt neðan á tölvuna?


Það er löngu hætt að vera þannig.


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

Höfundur
Steinman
Nörd
Póstar: 111
Skráði sig: Mið 18. Jan 2012 15:42
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði með hdd og stýrikerfi

Pósturaf Steinman » Mið 03. Feb 2016 20:03

Nei enngin windows límmiði og enngin kóði í bæklingnum eða á einhverjum disk. Héllt að þetta væri ekki gert í dag. Þetta nýlega vél sem er seld með windows 10 home, ekkert upgrade frá 8 eða 8.1.

Snilldar upplýsingar hjá þér audiophile! Er búinn að finna leyfis lykilinn á vélinni. Fynnst ég vera miklu öruggari með hann í höndunum því ég er ekki viss um að lykilinn sé á móðurborðinu eins og ég héllt að væri allstaðar gert. Núna er bara að kynna sér clonezilla og passa uppá stærðina eins og þú nefnir, langar einmitt líka að halda revovery image og ekki tapa neinu á þessari uppfærslu.

Edit: Sýnist Samsung vera með gott forrit til að færa frá stærri disk yfir á minni ssd disk. Held að ég fari í gegnum þetta með því, kallast Samsung Data Migration Software.


|-Evolv X-|-Asus Z370 Gaming-|-i7 8700k-|-Noctua NH D15-|-2x8GB Vengeance 3200MHz-|-SuperNova 750 B2-|-Asus GTX 1080 Strix-|

Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði með hdd og stýrikerfi

Pósturaf KermitTheFrog » Mið 03. Feb 2016 23:56

Það er bara kjaftæði. Á nýrri vélum er lykillinn í UEFI/BIOS á móðurborðinu og oft virkjar kerfið sig sjálfkrafa og maður þarf ekkert að pæla í lyklinum.



Skjámynd

Höfundur
Steinman
Nörd
Póstar: 111
Skráði sig: Mið 18. Jan 2012 15:42
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði með hdd og stýrikerfi

Pósturaf Steinman » Fim 04. Feb 2016 00:30

KermitTheFrog skrifaði:Það er bara kjaftæði. Á nýrri vélum er lykillinn í UEFI/BIOS á móðurborðinu og oft virkjar kerfið sig sjálfkrafa og maður þarf ekkert að pæla í lyklinum.


Ég hafði einmitt haldið það. Þetta hljómar soldið iffy en kemur samt beint frá þjónustufulltrúa Lenovo. Ég verð hreinlega að double tjékka á þessu og hafa samband aftur á morgun. Væri geggjað ef ég gæti bara smellt ssd disknum í og sett windows aftur upp, ekkert inná henni sem þarf að halda uppá.


|-Evolv X-|-Asus Z370 Gaming-|-i7 8700k-|-Noctua NH D15-|-2x8GB Vengeance 3200MHz-|-SuperNova 750 B2-|-Asus GTX 1080 Strix-|

Skjámynd

Höfundur
Steinman
Nörd
Póstar: 111
Skráði sig: Mið 18. Jan 2012 15:42
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði með hdd og stýrikerfi

Pósturaf Steinman » Fim 04. Feb 2016 16:54

Hafði aftur samband við Lenovo og fékk svipuð svör. Skildist að vandamálið væri því þetta er OEM eintak af Windows. Sagði mér líka að ef ég klóna diskinn þá verð ég að öllum líkindum spurður aftur um lykilinn og þá myndi rétti kóðinn, sem er í notkun á vélinni núna, ekki virka. Er ekki mikill sérfræðingur og skil ekki nákvæmlega ahverju þetta er svona, en ég er líklegast fastur með þennan hdd í vélinni. Ég legg ekki í svona dæmi nema vera allavega 99% viss um að halda stýrikerfinu.


|-Evolv X-|-Asus Z370 Gaming-|-i7 8700k-|-Noctua NH D15-|-2x8GB Vengeance 3200MHz-|-SuperNova 750 B2-|-Asus GTX 1080 Strix-|


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4170
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1303
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði með hdd og stýrikerfi

Pósturaf Klemmi » Fim 04. Feb 2016 18:27

Ég hef enga trú á því að þetta sé rétt hjá þeim.

Allar líkur á að það ætti bæði að ganga að spegla diskinn og að setja hreina uppsetningu...



Skjámynd

Höfundur
Steinman
Nörd
Póstar: 111
Skráði sig: Mið 18. Jan 2012 15:42
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði með hdd og stýrikerfi

Pósturaf Steinman » Fim 04. Feb 2016 20:35

Jæja ég gékk í þetta og auðvitað var þetta ekkert mál. Gerði hreint install af USB og þurfti ekki að slá inn leyfis lykilinn né neitt. Veit ekki hvað er í gangi hjá þeim í Lenovo en ég talaði við sitthvoran ráðgjafan of báðir sögðu sömu hlutina. :thumbsd
Hefði sennilega aldrei lagt í þetta ef ég hefði ekki séð hérna inni hversu fáranlega þetta hljómaði. :happy


|-Evolv X-|-Asus Z370 Gaming-|-i7 8700k-|-Noctua NH D15-|-2x8GB Vengeance 3200MHz-|-SuperNova 750 B2-|-Asus GTX 1080 Strix-|

Skjámynd

Hrotti
Geek
Póstar: 812
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 127
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði með hdd og stýrikerfi

Pósturaf Hrotti » Fim 04. Feb 2016 21:27

Ég er kannski full seinn með þetta óþarfa info, en ég keypti win 7 pro á ebay fyrir 18$ og upgreitaði í win 10 án nokkurra vandræða. Svona sem backup plan ef að þetta hefði klikkað.


Verðlöggur alltaf velkomnar.

Skjámynd

Höfundur
Steinman
Nörd
Póstar: 111
Skráði sig: Mið 18. Jan 2012 15:42
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði með hdd og stýrikerfi

Pósturaf Steinman » Fim 04. Feb 2016 21:52

Hrotti skrifaði:Ég er kannski full seinn með þetta óþarfa info, en ég keypti win 7 pro á ebay fyrir 18$ og upgreitaði í win 10 án nokkurra vandræða. Svona sem backup plan ef að þetta hefði klikkað.


Takk samt fyrir innleggið, gott info. :)


|-Evolv X-|-Asus Z370 Gaming-|-i7 8700k-|-Noctua NH D15-|-2x8GB Vengeance 3200MHz-|-SuperNova 750 B2-|-Asus GTX 1080 Strix-|

Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1246
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 374
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði með hdd og stýrikerfi

Pósturaf Njall_L » Fim 04. Feb 2016 22:01

Einn af fídusunum sem að kom í Windows 10 1511 var að ef að búið er að tölva er einu sinni virkjuð með Windows leyfi er hægt að setja upp W10 eins oft og maður vill án þess að þurfa að slá inn leyfislykilinn á þá vél.


Löglegt WinRAR leyfi


aronjakob
Nýliði
Póstar: 13
Skráði sig: Fim 08. Okt 2015 11:24
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði með hdd og stýrikerfi

Pósturaf aronjakob » Fim 04. Feb 2016 23:12

Þið verið samt að hafa það í huga að Windows setur sig upp aðeins öðruvísi á ssd en á hdd, vegna þess að það er ekkert fragmentation vandamál á ssd. Ef þið speglið beint frá hdd á ssd myndi það allveg virka, en windows setur sig upp á skilvirkilegri hátt á ssd.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4170
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1303
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði með hdd og stýrikerfi

Pósturaf Klemmi » Fös 05. Feb 2016 08:25

aronjakob skrifaði:Þið verið samt að hafa það í huga að Windows setur sig upp aðeins öðruvísi á ssd en á hdd, vegna þess að það er ekkert fragmentation vandamál á ssd. Ef þið speglið beint frá hdd á ssd myndi það allveg virka, en windows setur sig upp á skilvirkilegri hátt á ssd.


Rétt, en mörg clone forrit bjóða upp á að haka við að þú sért að spegla á SSD. Geri ráð fyrir að þau geri þá viðeigandi ráðstafanir :)

Annars ef ég nenni ekki að setja stýrikerfið upp frá grunni, þá finnst mér yfirleitt best að spegla yfir og gera svo Reset PC (recovery fítus innbyggður í Windows 8+), geri einnig ráð fyrir að það sé klárt og setji sig upp á viðeigandi hátt.