Fartölva - Tölvutek


Höfundur
Sante
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Lau 18. Jan 2014 21:12
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Fartölva - Tölvutek

Pósturaf Sante » Mán 21. Sep 2015 10:17

Langaði bara að forvitnast hjá ykkur hér og fá álit.

Keypti nýlega þessa vél hjá tölvutek:
https://tolvutek.is/vara/acer-aspire-e5-552-t9l5-fartolva-svort-raud

Er eðlilegt að auglýsa vél sem er með 1.8 GHz örgjörva sem 3.2GHz?

Með smá "googli" komst ég að því að þennan gjörva má yfirklukka upp í 3.2GHz án vandræða..
Það er hins vegar ekki það sem hinn almenni notandi er að spá í, ef maður kaupir vél auglýsta sem 3.2GHz þá býst maður við að maður sé með 3.2GHz en ekki möguleikan á því undir einhverjum kringumstæðum.

Speccar fyrir gjörvan..
http://processors.specout.com/l/1841/AMD-A10-8700P

Takk takk.



Skjámynd

Galaxy
Fiktari
Póstar: 84
Skráði sig: Þri 30. Jún 2015 19:39
Reputation: 7
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Staða: Ótengdur

Re: Fartölva - Tölvutek

Pósturaf Galaxy » Mán 21. Sep 2015 10:21

3.2 GHz "Turbo"



Skjámynd

I-JohnMatrix-I
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
Reputation: 101
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Fartölva - Tölvutek

Pósturaf I-JohnMatrix-I » Mán 21. Sep 2015 10:23

Það er verið að meina að hann fer uppí 3.2ghz með turbo boost s.s. sjálfvirkt þegar þú ert að keyra eitthvað þungt. Þeir auglýsa hana sem 3.2ghz Turbo þannig ég sé ekkert athugavert við þetta.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Fartölva - Tölvutek

Pósturaf AntiTrust » Mán 21. Sep 2015 10:25

Bæði og. Margir myndu lesa þetta sem CPU með base hraða 3.2Ghz sem er svo með Intel Turbo sem hækkar sig þá upp fyrir það. Þetta er ekki beint rangt, en ekki beint rétt heldur.




Olli
Gúrú
Póstar: 573
Skráði sig: Sun 04. Mar 2007 14:19
Reputation: 25
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Fartölva - Tölvutek

Pósturaf Olli » Mán 21. Sep 2015 10:32

Fyrir mér er þetta 3.2 GHz örgjörvi sem klukkar sig niður til að spara rafhlöðu og hitamyndun - er það ekki þannig sem þetta Intel speedstep byrjaði og fór svo bara yfir í það að auglýsa hæsta klukkuhraðann sem turbo speed?




Höfundur
Sante
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Lau 18. Jan 2014 21:12
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Fartölva - Tölvutek

Pósturaf Sante » Mán 21. Sep 2015 11:30

Takk fyrir svörin.

Þetta er AMD gjörvi þannig að Intel Turbo á varla við en væntanlega er AMD með svipað concept.
Mér þætti eðlilegra að segja að þetta væri vél með 1.8 GHz örgjörva sem væri með allt að 3.2GHz klukkuhraða í turbo mode..
Þannig er þetta allavega sett fram í netverslun í Danmörku.



Skjámynd

motard2
Fiktari
Póstar: 98
Skráði sig: Fim 21. Feb 2008 19:08
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Fartölva - Tölvutek

Pósturaf motard2 » Mán 21. Sep 2015 13:19

enda stendur í auglýsinguni hjá tölvutek 3,2 ghz turbo


Fractal Define S, Asus X99-S, Xeon 1660 V3 @4.4ghz, 128gb ecc Rdimm @2666 cl13, AORUS 3080 XTREME WATERFORCE WB, Corsair RM1000x, Samsung NVME SSD 950 pro 512Gb +500Gb og 1tb sata ssd

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7065
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1005
Staða: Ótengdur

Re: Fartölva - Tölvutek

Pósturaf rapport » Mán 21. Sep 2015 16:39

Virkar þetta ekki þannig að hann er 3,2Ghx þegar álag kemur á hann, nema kannski þegar lítið er eftir af batterýinu?

Getur lílega farið í power optins í windows og slítið stýringuna þar á milli í sundur og haft ann 3,2Ghz 100% af tímanum.