Síða 1 af 1

Macbook Pro byrjuð að hægja á sér - aðstoð

Sent: Lau 08. Nóv 2014 22:54
af kristinnhh
Sælir félagar.

Er að nota Macbook Pro keypta um mitt 2012(Late 2011)
2,4Ghz i5
4gb ram 1333mhz DDR3

Aldurinn er byrjaður að segja til sín, búin að hægja rosalega á sér undanfarið og er farin að verða bara leiðinlega hæg.
Lengi að ræsa Öpp, vafrann og fleira.

Hvað er til ráða?
Bæta við vinnsluminni? Búinn að taka til í henni, deleta mörgu og virushreinsa hana og þess háttar reglulega.

Kv Kristinn

Re: Macbook Pro byrjuð að hægja á sér - aðstoð

Sent: Lau 08. Nóv 2014 23:17
af SolidFeather
SSD ef hún er ekki með þannig núþegar.

Re: Macbook Pro byrjuð að hægja á sér - aðstoð

Sent: Lau 08. Nóv 2014 23:19
af GullMoli
Myndi athuga hvort það sé ekki eitthvað til fyrir Mac sem athugar stöðuna á harðadisknum. Hljómar nokkurnveginn eins og hann sé að fara gefa sig.


Ps. Taktu afrit af gögnum!

Re: Macbook Pro byrjuð að hægja á sér - aðstoð

Sent: Lau 08. Nóv 2014 23:41
af dori
Disk Utility og fara í "Verify Disk" á stýrikerfisdiskinn til að tékka hvort hann sé ekki í lagi. Annars er SSD góð hugmynd og jafnvel bara að taka backup af öllu og setja tölvuna upp aftur (ef diskurinn er í lagi) getur oft haft ótrúlega góð áhrif þegar maður er búinn að filla allt af drasli sem er að keyra á bakvið tjöldin.

Re: Macbook Pro byrjuð að hægja á sér - aðstoð

Sent: Lau 08. Nóv 2014 23:50
af kristinnhh
Búinn að verify-a diskinn - Allt virðist vera OK.
Hvað er SSD diskur að fara á fyrir Macbook Pro? Og já næsta skref að hreinsa hana alveg i guess. Takk fyrir skjót svör

Re: Macbook Pro byrjuð að hægja á sér - aðstoð

Sent: Sun 09. Nóv 2014 00:02
af Oak
Ég uppfærði MacBook Unibody uppí 8 GB minni og það var allt annað líf.
Hef verið að fikta í vélum sem eru bara með 4. GB og það er bara alls ekki nóg. :(

Re: Macbook Pro byrjuð að hægja á sér - aðstoð

Sent: Sun 09. Nóv 2014 00:15
af kristinnhh
Hvað borgaðiru fyrir það? Byrja á því áður en ég íhuga SSD :)

Re: Macbook Pro byrjuð að hægja á sér - aðstoð

Sent: Sun 09. Nóv 2014 00:19
af Tesy
kristinnhh skrifaði:Hvað borgaðiru fyrir það? Byrja á því áður en ég íhuga SSD :)


Mér finnst möst að hafa SSD, eftir að ég uppfærði 2010 13" Macbook Pro þá fór tölvan að fljúga.

Mæli með þessum: http://www.start.is/index.php?route=pro ... duct_id=64

EDIT: Ekki má gleyma að SSD bætir aðeins við batterýlífið.

Re: Macbook Pro byrjuð að hægja á sér - aðstoð

Sent: Sun 09. Nóv 2014 01:14
af Oak
Er að vísu með SSD í henni líka en fannst það svo sem ekkert muna nema að restartið er aðeins hraðvirkara. En þetta er skólatölva sem er mikið verið að taka úr og setja í tösku þannig að mig fannst það nú skynsamlegra að hafa SSD í henni. En alls ekki nauðsynlegt.

Re: Macbook Pro byrjuð að hægja á sér - aðstoð

Sent: Sun 09. Nóv 2014 01:43
af snaeji
Fleira sem þú gætir gert væri meðal annars að:

Ná í CleanMyMac2 og láta það keyra (hefur hjálpað mér)
Athuga hvort þú sért með kernel_task minnisvesen (skoða Activity Monitor hvort eh óeðlilegt sé í gangi þar... eh að ofnota minnið eða cpu o.s.frv.)
http://www.cnet.com/news/kerneltask-taking-up-ram-in-os-x/
http://www.youtube.com/watch?v=pkxC9SUSw00

Eða setja upp hreina útgáfu af OSX

Re: Macbook Pro byrjuð að hægja á sér - aðstoð

Sent: Sun 09. Nóv 2014 11:57
af Televisionary
Settu í hana 8-16 GB af vinnsluminni.

Settu því næst í hana 120-256 GB SSD.

Settu svo gamla diskinn í stað geisladrifs.

Re: Macbook Pro byrjuð að hægja á sér - aðstoð

Sent: Sun 09. Nóv 2014 13:07
af Hauksi
Möguleg lausn við vandamálinu er "Resetting the system management controller (SMC)"

http://www.youtube.com/watch?v=fN_tAh6MyB0

http://support.apple.com/en-us/ht3964

Re: Macbook Pro byrjuð að hægja á sér - aðstoð

Sent: Sun 09. Nóv 2014 17:02
af kristinnhh
Helvíti dýr uppfærsla að setja vinnsluminni og SSD disk. Er að nota CleanMyMac2 reglulega. Ath þetta SMC :)