Er eitthver hér sem á moto g símann og getur sagt frá reynslu sinni af honum. Hverjir eru kostir/gallar að þínu mati. Ég hef lesið að það sé slatti af bugs í kitkat uppfærslunni, eitthvað um að síminn segi að sim kortið sé ekki til staðar þrátt fyrir að það sé á sínum stað.
Ég á svona síma og er mjög ánægður með hann. Kannski ekki neitt suddalegt powerhouse en mjög hæfur við alla venjulega notkun. Ég var það ánægður með hann að ég gaf kæró svona síma í afmælisgjöf.
Hef lent í örfáum böggum, þá aðallega með sambandsleysi við gsm kerfið en eftir nýjustu uppfærslu þá hef ég ekki orðið var við neitt slíkt. Mesti bang for the buck sími sem ég hef átt.
Svo skaðar ekki að þetta er líklegast mest stock android sem ég hef komist í kynni við frá non-google flaggskipsvöru.