Smá hjálp við val á fartölvu fyrir HR.

Skjámynd

Höfundur
benjamin3
Nýliði
Póstar: 24
Skráði sig: Mán 20. Apr 2009 16:54
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Smá hjálp við val á fartölvu fyrir HR.

Pósturaf benjamin3 » Mið 07. Ágú 2013 20:12

Sælir vaktarar, vonaðist til að þið gætuð hjálpað mér aðeins.
Ég veit það eru endalausir þræðir um þetta nú þegar en þar sem budgetið hjá flestum þar er mun hærra en mitt, hef ég ekki fundið alla þá hjálp sem mig vantaði.
Ég er semsagt á leið í tölvunarfræði í HR og vantar fína fartölvu. Hallast að því að fá mér Asus eða Toshiba - Er ekkert sérstaklega hrifinn af Acer, HP eða Dell - ekki haft góða reynslu af þeim.

Svo að það sem ég held mig vanti er i5, fína upplausn og hugsanlega SSD, veit ekki hvort það muni virkilega skipta máli í endann en ég er opinn fyrir uppástungum.

Ég er að vonast til að geta eytt 150þús eða minna í þetta og var búinn að finna tvær sem mér leist á, þó ég hallast að fyrstu.

http://www.kisildalur.is/?p=2&id=2353
http://www.tolvutek.is/vara/toshiba-sat ... -silfurlit

Ég er að fara að nota þessa held ég eingöngu í námið - borðtölvan heima sér um rest.
Allar uppástungur og hjálp vel þegin.



Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Smá hjálp við val á fartölvu fyrir HR.

Pósturaf KermitTheFrog » Mið 07. Ágú 2013 20:40

Þegar kemur að fartölvu í skólann þá er þrennt sem skiptir höfuðmáli fyrir mig: SSD, gott batterílíf og góður skjár (ekki 1366x768 á 14" skjá t.d.). Skemmir ekki fyrir að hún sé létt og ekki fyrirferðamikil.

Ég fékk mér Asus Zenbook UX31A tölvu þegar ég fór í nám síðasta haust. Mjög sáttur með hana. 13.3" skjár með 1920x1080 upplausn. Það er draumur í dós.

En ég myndi alla daga taka SSD disk í tölvuna. Spindildiskar eiga vart heima í fartölvum í dag. Einnig myndi ég alvarlega íhuga áður en fest eru kaup á tölvu með snertiskjá. Jú það er töff, en er maður mikið að fara að snerta skjáinn í einhverjum productive tilgangi? Myndi þá frekar skoða spjaldtölvu sem dokkast í lyklaborð.



Skjámynd

Höfundur
benjamin3
Nýliði
Póstar: 24
Skráði sig: Mán 20. Apr 2009 16:54
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Smá hjálp við val á fartölvu fyrir HR.

Pósturaf benjamin3 » Fim 08. Ágú 2013 00:29

Þakka þér, held ég skelli mér á Zenbook þá.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4170
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1303
Staða: Ótengdur

Re: Smá hjálp við val á fartölvu fyrir HR.

Pósturaf Klemmi » Fim 08. Ágú 2013 10:07

Flott Zenbook hjá Kísildal, mætti þó vera með nordic layouti á lyklaborðinu :)



Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Smá hjálp við val á fartölvu fyrir HR.

Pósturaf KermitTheFrog » Fim 08. Ágú 2013 12:22

Klemmi skrifaði:Flott Zenbook hjá Kísildal, mætti þó vera með nordic layouti á lyklaborðinu :)


Fannst það mjög mikill mínus á minni en vandist því á fyrstu dögunum.

Sent from my GT-I9505 using Tapatalk 4



Skjámynd

Höfundur
benjamin3
Nýliði
Póstar: 24
Skráði sig: Mán 20. Apr 2009 16:54
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Smá hjálp við val á fartölvu fyrir HR.

Pósturaf benjamin3 » Fim 08. Ágú 2013 18:32

Hah! Skemmtileg tilviljun að daginn eftir að ég set þetta inn hækkar verðið á tölvunni um 10þús kall.
Önnur spurning þá - flytja inn frá bandaríkjunum? ef tölvan er á um 700$ og tollurinn er 24%vsk þá endar þetta í sirka 130þús.
Eitthvað vit í þessu?



Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Smá hjálp við val á fartölvu fyrir HR.

Pósturaf KermitTheFrog » Fim 08. Ágú 2013 19:48

Ef tölvan bilar þá ertu í frekar slæmum málum ef þú ert ekki náðaður af íslenskri neytendaábyrgð. Sér í lagi þar sem það er ekkert almennilegt Asus support hér á landi.

Fyrir það fyrsta fengirðu líklega "1 year limited warranty" sem þú þyrftir sjálfur að claima og standa í flutningsveseni og kostnaði. Borgar sig ekki fyrir 10-20k sparnað imo.

En það voru að lenda fullt af new-gen fartölvum (mostly Acer) hjá okkur í Tölvutek. Mæli með því að þú skoðir bæklinginn sem er á heimasíðunni. Er reyndar smá pirraður hvað það eru nær allar tölvurnar með 1366x768 upplausn :thumbsd En definitely worth it að skoða.



Skjámynd

Höfundur
benjamin3
Nýliði
Póstar: 24
Skráði sig: Mán 20. Apr 2009 16:54
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Smá hjálp við val á fartölvu fyrir HR.

Pósturaf benjamin3 » Fös 09. Ágú 2013 21:37

Jæja ég skrapp í kísildal og einu 2 eintökin hjá þeim eru eitthvað gölluð. Þeir sögðust ætla að sameina þessar báðar í eina góða svo að ég ætla að kíkja þangað á mánudaginn.
Sem alternative þá er ég með tvær í backup:

http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=2446 - sama verð nema minni upplausn og 500gb + lítill ssd
http://tl.is/product/asus-ux31rs-l830uy-fartolva-i5 - 10þús kr. minna - upplausnin er 1920x1080 :) - Reyndar er örgjörvinn einni kynslóð eldri og "skjákortið" er HD3000

Hef fram að mánudag að ákveða mig, hallast svolítið að þessari ódýrari, eldri örgjörvinn er ekkert alltof mikið að angra mig held ég




akarnid
Ofur-Nörd
Póstar: 241
Skráði sig: Lau 04. Nóv 2006 22:35
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: Smá hjálp við val á fartölvu fyrir HR.

Pósturaf akarnid » Fös 09. Ágú 2013 22:36

Myndi klárlega skella mér á þennan ómótstæðilega díl á ársgamalli zenbook. Þú ert ekkert að fara að vinna með einhvern heví dútí hugbúnað þarna á fyrsta árinu og þú munt sko ekki sjá eftir að hafa fengið þér svona létta vél.



Skjámynd

Höfundur
benjamin3
Nýliði
Póstar: 24
Skráði sig: Mán 20. Apr 2009 16:54
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Smá hjálp við val á fartölvu fyrir HR.

Pósturaf benjamin3 » Lau 10. Ágú 2013 16:27

skemmtileg tilviljun, fór í tölvulistann og keypti mér þessa UX31RS - fannst nú skrítið að snertiskjárinn virkaði ekki í fyrstu en gerði ráð fyrir því að einhvern driver vantaði bara. Checkaði í dxdiag og þar finn ég að System Model er UX31E, sem svo skemmtilega vill til að er tölvan sem ég ætlaði að fá mér í byrjun frá kísildal...

Sumt er eins og sumt ekki, örgjörvinn er i5-2557M, resolution er 1600x900, enginn snertiskjár - mér leist nú betur á ux31RS svo ég held ég hringi í þá.

Edit: Á kassanum stendur bæði model number af UX31-RSL8 (sem er sú sem ég borgaði fyrir) og UX31E - þetta er voðalega skrítið allt saman




Tesy
</Snillingur>
Póstar: 1075
Skráði sig: Mán 08. Feb 2010 01:20
Reputation: 12
Staðsetning: 108 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Smá hjálp við val á fartölvu fyrir HR.

Pósturaf Tesy » Lau 10. Ágú 2013 17:51

Hey.. Ég tók eftir einu inná kisildal.is

I5-2577M, 4GB minni, 128GB SSD diskur, HD 4000, BT, W7H (Þetta stendur undir titlinu á ASUS UX31E) Fannst það eitthvað skrítið útaf því að HD 4000 er ekki hjá Sandy heldur Ivy. Prófaði að skrolla niður og þá stendur HD 3000.

Virkilega pirrandi þegar menn geta ekki haft réttu upplýsingar á hlutum sem þeir eru að selja.



Skjámynd

kallikukur
has spoken...
Póstar: 198
Skráði sig: Fim 26. Jún 2008 00:05
Reputation: 22
Staðsetning: grafarvogur
Staða: Ótengdur

Re: Smá hjálp við val á fartölvu fyrir HR.

Pósturaf kallikukur » Mán 12. Ágú 2013 22:24

benjamin3 skrifaði:skemmtileg tilviljun, fór í tölvulistann og keypti mér þessa UX31RS - fannst nú skrítið að snertiskjárinn virkaði ekki í fyrstu en gerði ráð fyrir því að einhvern driver vantaði bara. Checkaði í dxdiag og þar finn ég að System Model er UX31E, sem svo skemmtilega vill til að er tölvan sem ég ætlaði að fá mér í byrjun frá kísildal...

Sumt er eins og sumt ekki, örgjörvinn er i5-2557M, resolution er 1600x900, enginn snertiskjár - mér leist nú betur á ux31RS svo ég held ég hringi í þá.

Edit: Á kassanum stendur bæði model number af UX31-RSL8 (sem er sú sem ég borgaði fyrir) og UX31E - þetta er voðalega skrítið allt saman


Ég var að kaupa sömu tölvu, hvað sögðu þeir í listanum og er þetta eitthvað verri tölva þannig séð sem við erum með í höndunum? (betri örgjörvi er það ekki?)


i5 2500k | P8P67 PRO | 8gb Mushkin ddr3 1600Mhz | force3d HD 4870 | 750GB | Realtek ALC883 (7.1)