Síða 1 af 1

3G og rafhlaðan

Sent: Fim 20. Jún 2013 21:35
af Arkidas
Er það rétt að það sé mismunandi eftir þjónustuaðilum hversu hratt rafhlaðan eyðist á 3G?

Re: 3G og rafhlaðan

Sent: Fim 20. Jún 2013 22:09
af dedd10
Hef heyrt að fólk sem er hjá Nova lendi oft í því að batterý klárist virkilega hratt vegna þess að síminn er alltaf að leita að betra sambandi og stundum að skipta yfir á Vodafone, af 3G og Edge, og það tekur mikið á batterý-ið, veit ekki hvort þetta sé svona hjá öllum en hef heyrt þetta frá mörgum.

Re: 3G og rafhlaðan

Sent: Fim 20. Jún 2013 22:59
af Daz
Ég finn mun á hvort ég hef símann stilltan á 2 eða 3G. Get ekki sett nákvæmega tölu á það, en mín tilfinning var uþb 30% betri batterísending. (3 dagar í staðinn fyrir 2).

Ég er hjá Símanum.

Re: 3G og rafhlaðan

Sent: Fim 20. Jún 2013 23:05
af eriksnaer
dedd10 skrifaði:Hef heyrt að fólk sem er hjá Nova lendi oft í því að batterý klárist virkilega hratt vegna þess að síminn er alltaf að leita að betra sambandi og stundum að skipta yfir á Vodafone, af 3G og Edge, og það tekur mikið á batterý-ið, veit ekki hvort þetta sé svona hjá öllum en hef heyrt þetta frá mörgum.

Er hjá Nova og batterýið hjá mér er mjög fljótt að fara þegar 3g netið er á..... Hef ekki reynslu af öðrum msímfyrirtækjum... Er að nota HTC Desire HD & HTC Incredible S.

Re: 3G og rafhlaðan

Sent: Lau 22. Jún 2013 10:10
af KermitTheFrog
Daz skrifaði:Ég finn mun á hvort ég hef símann stilltan á 2 eða 3G. Get ekki sett nákvæmega tölu á það, en mín tilfinning var uþb 30% betri batterísending. (3 dagar í staðinn fyrir 2).

Ég er hjá Símanum.


3 er 50% meira en 2....

Sent from my GT-I9505 using Tapatalk 4 Beta

Re: 3G og rafhlaðan

Sent: Lau 22. Jún 2013 11:17
af GuðjónR
Þegar ég var hjá Símanum þá hlóð ég símann minn svona á viku til tíu daga fresti, þetta var gamall Nokia iðnanarmanna sími.
Fór svo til Nova, 2008 eða 2009 og þá þurfti ég að hlaða símann annan hvern dag. Konan var með Nokia samlokusíma sem hún hlóð á 5-6 daga fresti en eftir að hún fór til Nova þá þurfti hún að hlaða símann sinn daglega.

Við gerðum tilraun fyrir c.a. tveimur árum með Samsung síma, settum Nova kort í hann og hleðslan kláraðis á einum degi, svissuðum þá korti frá Símanum og hleðslan entist í þrjá daga. Ég er heppinn hef hleðslan á iPhone4s endist út daginn.

Hef ekki hugmynd af hverju þetta er svona en þetta er klárlega svona en ég sætti mig við það þar sem flestir sem ég þekki eru hjá Nova og ég hringi frítt í þá.

Re: 3G og rafhlaðan

Sent: Lau 22. Jún 2013 13:53
af Arkidas
Takk fyrir þetta Guðjón. Maður fer alveg að spá í að skipta núna en því er reyndar erfitt að kyngja þegar maður er með fría inneign mánaðarlega :-k .

Re: 3G og rafhlaðan

Sent: Lau 22. Jún 2013 14:05
af Daz
Arkidas skrifaði:Takk fyrir þetta Guðjón. Maður fer alveg að spá í að skipta núna en því er reyndar erfitt að kyngja þegar maður er með fría inneign mánaðarlega :-k .


Getur prófað að stilla símann á 2G og sjá hvort þú finnir einhvern batterímun. Síminn virkar áfram, ef þú þarft á háhraða neti að halda geturðu skipt yfir á 3G þegar þú þarft það. Þarft líklega ekki háhraða net þegar þú ert sofandi t.d.