Síða 1 af 1
3g hjá Nova
Sent: Mán 17. Jún 2013 15:41
af FriðrikH
Nú er ég tiltölulega nýkominn til Nova. Mér hefur hinsvegar fundist 3g vera alveg skelfilega hægt hjá þeim, bæði á símanum mínum og hjá konunni.
Eru einhverjir aðrir hér sem hafa reynslu af 3g hjá Nova? Er þetta bara almennt lélegt hjá þeim? Ég var áður með símann hjá Tal og fannst það almennt mun hraðvirkara.
Re: 3g hjá Nova
Sent: Mán 17. Jún 2013 15:59
af BjarniTS
Tal eru á neti frá símanum.
NOVA eru á Nova neti.
Re: 3g hjá Nova
Sent: Mán 17. Jún 2013 16:34
af Plushy
BjarniTS skrifaði:Tal eru á neti frá símanum.
Tal eru á voda neti.
hmm??
Re: 3g hjá Nova
Sent: Mán 17. Jún 2013 16:49
af hfwf
Mér finnst 3g sambandið hjá NOVA hræðilegt, það er bæð batterýhog og já lélegt, mæli ekki með því fyrir neinn, eini kosturinn fyrir mig er að margir sem e´g þekki eru hjá nova þal hringi ég frítt í þá.
Re: 3g hjá Nova
Sent: Mán 17. Jún 2013 17:35
af BjarniTS
Plushy skrifaði:BjarniTS skrifaði:Tal eru á neti frá símanum.
Tal eru á voda neti.
hmm??
Úps , lagað

En ég hef mjög góða reynslu af 3G hjá tali , örfá staðbundin vandamál eins og t.d næ ég ekki 3G sambandi á subway borgartúni.
Re: 3g hjá Nova
Sent: Mán 17. Jún 2013 17:40
af hfwf
Eins og ég hef oft sagt áður, þá er NOVA með sitt eigið 3G net þal eru NOVA á sínu 3G neti, Vodafone er með reikisamning við NOVA og þal er Vodafone á NOVA 3G en reka sitt 2G eigið net. NOVA er þal á 2G neti Vodafone þegar ekki er um 3G samband að ræða. Hinsvegar er Tal og NOVA ekki það sama og það er ekki verið að spyrja um TAL hér.
Re: 3g hjá Nova
Sent: Mán 17. Jún 2013 19:04
af intenz
Þetta er ástæðan af hverju ég fór frá Nova yfir til Símans.
Batteríið mitt dugir helmingi lengur og ég borga 1690 kr. fyrir 100 MB, 100 sms og 100 mínútur óháð kerfi. Frekar solid díll.
Re: 3g hjá Nova
Sent: Mán 17. Jún 2013 20:18
af Templar
Gafst upp á NOVA hér líka, endalaust að slíta og fleira, kínverska Huawei dótið þeirra virkar bara ekki betur.