Síða 1 af 1
Hvernig virkar Skype sími ?
Sent: Fim 23. Maí 2013 10:37
af Sera
Ég er að fara til USA og mig vantar að geta hringt til Íslands á einfaldan hátt án þess að þurfa að borga 300 kr. fyrir mínútuna. Ég rakst á þennan SKYPE síma til sölu hjá Saga Shop
http://www.sagashop.is/offers/detail/?id=56560-0007 og datt í hug hvort þetta væri eitthvað sem maður ætti að eiga til að hringja heim til Íslands frá USA.
Virkar hann þá þannig að ég get hringt úr honum frítt í gegnum wifi í aðra Skype notendur ?
Ef ég ætla að hringja í heimasíma eða GSM þá get ég keypt skype mínútur og notað hann án wifi ?
Einhverjar aðrar hugmyndir um hvernig er best að komast sem ódýrast út úr GSM síma notkun í USA, ég verð þar í 6 vikur svo það skiptir mig máli að reyna að gera þetta á sem hagkvæmastan hátt.
Re: Hvernig virkar Skype sími ?
Sent: Fim 23. Maí 2013 10:44
af Stutturdreki
Skype for Andriod?
Veit samt ekki hvernig er að hringja úr því.
Re: Hvernig virkar Skype sími ?
Sent: Fim 23. Maí 2013 10:52
af AntiTrust
Kaupa þér áskrift af SIP síma (tölvusíma) hjá e-rjum ISP, og nota forrit eins og LinPhone til að tala ódýrt heim.
Re: Hvernig virkar Skype sími ?
Sent: Fim 23. Maí 2013 10:55
af Sera
Stutturdreki skrifaði:Skype for Andriod?
Veit samt ekki hvernig er að hringja úr því.
Já, ég hef prófað Skype í Android símanum, en bara yfir WiFi, það virkar fínt í annan Skype notanda. Ég hef ekki prófað Skype úr Android yfir í GSM eða heimasíma.
Var að skoða og mínútan úr Skype í GSM og heimasíma er bara 26 kr. ef maður kaupir 60 mín. áskrift á mánuði- en þá er ég háð því að vera tengd við WiFi þegar ég hringi, sem er svo sem kannski í lagi því það er WiFi þar sem ég gisti. En mamma gamla á ekki tölvu svo ég verð að geta hringt í hana í GSM síma.
Re: Hvernig virkar Skype sími ?
Sent: Fim 23. Maí 2013 10:56
af Sera
AntiTrust skrifaði:Kaupa þér áskrift af SIP síma (tölvusíma) hjá e-rjum ISP, og nota forrit eins og LinPhone til að tala ódýrt heim.
Get ég hringt úr því beint í GSM síma á Íslandi ?
Re: Hvernig virkar Skype sími ?
Sent: Fim 23. Maí 2013 11:02
af AntiTrust
Sera skrifaði:AntiTrust skrifaði:Kaupa þér áskrift af SIP síma (tölvusíma) hjá e-rjum ISP, og nota forrit eins og LinPhone til að tala ódýrt heim.
Get ég hringt úr því beint í GSM síma á Íslandi ?
Já, frítt í heimasíma t.d. með þjónustunni hjá Símanum og hefðbundið mínútugjald í GSM. Verðskráin er í raun bara sambærileg og ef þú værir staddur á Íslandi. Þeir sem hringja í þig (þeas í þitt tölvusímanúmer) borga svo bara venjulegt mínútugjald sömuleiðis.
Re: Hvernig virkar Skype sími ?
Sent: Fim 23. Maí 2013 11:12
af Sera
AntiTrust skrifaði:Sera skrifaði:AntiTrust skrifaði:Kaupa þér áskrift af SIP síma (tölvusíma) hjá e-rjum ISP, og nota forrit eins og LinPhone til að tala ódýrt heim.
Get ég hringt úr því beint í GSM síma á Íslandi ?
Já, frítt í heimasíma t.d. með þjónustunni hjá Símanum og hefðbundið mínútugjald í GSM. Verðskráin er í raun bara sambærileg og ef þú værir staddur á Íslandi. Þeir sem hringja í þig (þeas í þitt tölvusímanúmer) borga svo bara venjulegt mínútugjald sömuleiðis.
Ég þarf að skoða þessa þjónustu hjá Símanum, virðist jafnvel vera ódýrara en Skype í GSM og heimasíma. Tek þetta til baka, ef ég reikna 60 Skype mínútur þá kosta þær 1.562 kr. á móti 60 Síma mínútum í GSM (það sem ég mun næstum eingöngu nota) 2.264 kr.
Hringt í alla heimasíma á Íslandi 0 kr.
Hringt í aðra Tölvusíma 0 kr.
Hringt í alla GSM síma 17,9 kr.
Mánaðarverð 1.190 kr.
Re: Hvernig virkar Skype sími ?
Sent: Fim 23. Maí 2013 11:15
af playman
Ég notaði bara android símann minn og fékk mér simkort með gagnamagni, notaði svo bara skype á honum þegar að ég var í Californiu.
Ég að vísu notaði hann aldrey til þess að hringja í heimasíma eða gemsa.
Re: Hvernig virkar Skype sími ?
Sent: Fim 23. Maí 2013 11:17
af Sera
playman skrifaði:Ég notaði bara android símann minn og fékk mér simkort með gagnamagni, notaði svo bara skype á honum þegar að ég var í Californiu.
Ég að vísu notaði hann aldrey til þess að hringja í heimasíma eða gemsa.
Já, ég var að spá í að fá mér þannig líka, við verðum 5 saman að ferðast og stundum splittast kannski hópurinn. Ég hafði hugsað mér að kaupa ódýra GSM síma með inneign í Walmart eða álíka búð, eða kaupa sim kort með inneign. Þessir símar væru bara hugsaðir til að vera í sambandi okkar á milli þegar leiðir skiljast.
Re: Hvernig virkar Skype sími ?
Sent: Fim 23. Maí 2013 11:29
af playman
Ein aðili benti mér á þetta hérna
http://www.readysim.com/en það var svo stutt eftir tímanum mínum úti að ég prófaði þetta aldrey, þetta gæti verið sniðugt fyrir þig.
Og þið gætuð öll/allir verslað simkort í einu (5-pack) og hugsanlegað sparað.
Ef þú þarft micro-sim, vertu þá viss um að spyrja um það til öriggis.