Símahugleiðingar! (s4 vandamál)


Höfundur
jonmar90
Græningi
Póstar: 46
Skráði sig: Þri 26. Feb 2013 08:51
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Símahugleiðingar! (s4 vandamál)

Pósturaf jonmar90 » Mán 20. Maí 2013 19:39

Er orðinn frekar ráðalaus varðandi símamál, átti s3 og var mjög ánægður með hann, en eins og svo margir gat ég ekki beðið eftir s4 svo ég seldi gamla og fór svo í dag og keypti mér s4. Það fór ekki betur en svo að ég var búinn að skila honum 4 tímum seinna, þar sem ég var ekki nógu ánægður með hann.
Var að lenda í þessu: http://www.phonearena.com/news/Is-your- ... ne_id42563 og þar sem ég er með s2 og s3 hér og þetta er ekki svona í þeim.. þ.e.a.s þessi draugur eða útlínur sem koma þegar maður skrollar í contacts og settings og þess háttar að þá bara gat ég ekki sæst á þennan síma, kannski óþarfa væl og smámunarsemi eða fullkomnunar áratta en samt.

Og því spyr ég ykkur, er einhver sími á markaðnum í dag sem þið gætuð mælt með sem er með svona góða specca? sem keyrir á android, hef engann áhuga á iPhone.

og svo ætlaði ég að athuga hvort einhver hérna vissi hvort þetta "vandamál" sem ég varð var við á s4 (ég keypti snapdragon útgáfuna) sé kannski ekkert endilega á Exynos útgáfunni þar sem ég held að sá sími sé með aðra skjástýringu.. sá nefninlega að hann er til sölu á aha.is ég bara þori ekki að versla hann þar ef þetta er svona í honum líka, þar sem ég fengi örugglega ekki að skila honum.




Tesy
</Snillingur>
Póstar: 1075
Skráði sig: Mán 08. Feb 2010 01:20
Reputation: 12
Staðsetning: 108 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Símahugleiðingar! (s4 vandamál)

Pósturaf Tesy » Mán 20. Maí 2013 21:53

HTC One ætti að koma til Íslands mjög bráðlega.. HTC á Íslandi (Facebook) svaraði þann 6. maí: ,,Sælir, við erum að vonast eftir því að fyrsta sendingin sé að fara detta hérna inn á næstu dögum."

Ef þú ert með S2 eða S3 geturu beðið eftir HTC One :D Ég er sjálfur mjög spenntur til að sjá hann og spurning hvort maður fari að selja sinn iPhone 5 og fá sér HTC One.



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4324
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 382
Staða: Ótengdur

Re: Símahugleiðingar! (s4 vandamál)

Pósturaf chaplin » Mán 20. Maí 2013 22:00

Ég ætlaði nú alltaf að fá mér HTC One DE en það var eitthvað vesen svo ég endaði á S4. Svo ég segi One.


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS


Höfundur
jonmar90
Græningi
Póstar: 46
Skráði sig: Þri 26. Feb 2013 08:51
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Símahugleiðingar! (s4 vandamál)

Pósturaf jonmar90 » Mán 20. Maí 2013 22:10

já ætli ég endi ekki á að prufa htc one, átti one x og var ágætlega sáttur við hann þótt ég hafi fýlað s3 betur.

Er svo fúll yfir því að samsung hafi drullað svona á sig með þennann skjá, miðað við hvað ég er búinn að vera að lesa á XDA forums þá virðist það vera að menn séu að skila inn símunum sínum og líta á eitthvað annað




stefan251
Ofur-Nörd
Póstar: 257
Skráði sig: Þri 04. Ágú 2009 13:00
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Símahugleiðingar! (s4 vandamál)

Pósturaf stefan251 » Mán 20. Maí 2013 23:27

ég er ekki að lenda í þessu vandamáli með s4 en með annan síma þá væri það öruglea htc one eða aftur í s3



Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Símahugleiðingar! (s4 vandamál)

Pósturaf KermitTheFrog » Mán 20. Maí 2013 23:44

Hef ekki og er ekki að taka eftir þessu hjá mér. Gastu ekki fengið annan S4 í staðinn?

Sent from my GT-I9505 using Tapatalk 2




Höfundur
jonmar90
Græningi
Póstar: 46
Skráði sig: Þri 26. Feb 2013 08:51
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Símahugleiðingar! (s4 vandamál)

Pósturaf jonmar90 » Þri 21. Maí 2013 00:04

jú gat það, en ég skoðaði símann hjá félaga minum og hann er svona líka, og sýningareintakið í elko lika, reyndar ekki eins mikið og var hja mer, og miðað við hvað eg hef verið að lesa eru allir símarnir svona, hvort sem fólk taki eftir því eða ekki, fólk hefur verið að installa einhverjum screen calibrator af playstore sem á að laga þetta eitthvað..




DabbiGj
Gúrú
Póstar: 528
Skráði sig: Mið 10. Mar 2010 16:11
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Símahugleiðingar! (s4 vandamál)

Pósturaf DabbiGj » Þri 21. Maí 2013 00:07

á HTC one, keypti hann í Bretlandi fyrir viku

plúsar

zoe
myndavélin( tók myndir í myrkri á útihátíð/partýi og þær eru geðveikar,
fallegasti síminn í dag
besti skjárinn

mínusar
ekki hægt að skipta um batterý
4mp myndavél