gardar skrifaði:Það sem þessi þjónusta er s.s. einfaldlega bara að streama? vod í ipad? Hvað á að vera svona merkilegt við þetta?
Live TV reyndar í gegnum streymi, löglega yfir Íslenskt sjónvarp með scrubbing klukkutíma aftur í tímann. Þeir eru fyrstir svo það er merkilegt. En það er spurning hvort að Síminn og Vodafone koma með svipað. Ég er í Betunni og já slúðrið er að það komi Android support og þar með Android myndlyklar.
Þeir eru komnir með stöð 2 í HD og Stöð sport 2 í HD og þvílíkur munur frá því að þeir voru með þetta í SD. Mér finnst þetta frábært, ég var að þrífa eldhúsið og íbúðina í gær og að setja í vélina og fínt að geta horft á sjónvarpið á meðan og svo var ég að hengja upp og setja í vélina áðan og þá gat ég horft á United vs West ham leikinn á meðan og þetta svona lætur tímann líða. Stundum vill maður sjónvarp í stað þess að finna e-h á netflix.
Kostirnir, get horft á Sjónvarpið hvar sem er, það er soldið töff.
Gallarnir, mér finnst þetta Follow ( getur tekið upp þætti í "Cloudið" með því að gera follow ) töluvert óhentugra en tímaflakk Símans sem ég er líka með. AppleTV stuðningurinn er frekar glataður, vegna þess að iPad fer í auto lock eftir að maður er ekki með aðgerðir og hann er að spila í Airplay, sem þýðir að maður verður að disablea það eða vera sífellt að gera input aðgerðir á iPad. Skylst að þetta lagist bráðlega með appi, appletv app væri nottulega það sem ég vildi sjá.
Almennt frekar töff, en bara 365 rásir + RÚV. En kannski ekki alveg revoluationary og eins og er vegna þess að það er ekki STB að ef ég væri að borga fyrir áskriftinar fyndist mér þetta ekki þess virði nema þetta væri miklu ódýara eða ég gæti bæði verið með þetta og Sjónvarp Símans.