Vantar hjálp með spjaldtölvuna mína


Höfundur
hebó
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Fim 22. Nóv 2012 21:45
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Vantar hjálp með spjaldtölvuna mína

Pósturaf hebó » Fim 22. Nóv 2012 21:47

Mig vantar smá aðstoð með spjaldtölvuna mína.

Hvernig tengir maður 3g netpung við hana og kemst þannig á netið? ég er í stökustu vandræðum með þetta..
Er ekki einhver hérna sem getur aðstoðað mig,, ég á united spjaldtölvu sem er með android stýrikerfi




Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Vantar hjálp með spjaldtölvuna mína

Pósturaf Bjosep » Fim 22. Nóv 2012 23:03

ertu alveg viss um að það sé á annað borð hægt að nettengja hana með 3g ?



Skjámynd

Haxdal
Tölvutryllir
Póstar: 640
Skráði sig: Lau 14. Apr 2007 18:58
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vantar hjálp með spjaldtölvuna mína

Pósturaf Haxdal » Fös 23. Nóv 2012 00:16

hm, þú þarft allavega female USB yfir í Mini-USB kapal til að geta tengt dongleinn við spjaldtölvuna. ( býst við að svona kapall virki )

Svo er ekki öruggt að dongleinn virki með tölvunni þinni, AFAIK þá styður android bara við voðalega fáa 3d dongle svo þú gætir þurft að roota vélina og keyra inn einhvern custom driver/module fyrir Spjaldtölvuna + Dongleinn þinn. Held það væri bara best fyrir þig að fara á Google og leita að "connect <3g dongle> to <spjaldtölvan>" eða "connect <3g dongle> to <your android version>".


Atvinnunörd - Part of the 2%
> FX8350 | Gigabyte 990FXA-UD3 | Nvidia GTX 760 | 8GB Somethingsomething | Corsair Graphite 600T <

Skjámynd

Sera
Ofur-Nörd
Póstar: 248
Skráði sig: Lau 04. Okt 2003 19:14
Reputation: 11
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Vantar hjálp með spjaldtölvuna mína

Pósturaf Sera » Mán 10. Des 2012 18:54

hebó skrifaði:Mig vantar smá aðstoð með spjaldtölvuna mína.

Hvernig tengir maður 3g netpung við hana og kemst þannig á netið? ég er í stökustu vandræðum með þetta..
Er ekki einhver hérna sem getur aðstoðað mig,, ég á united spjaldtölvu sem er með android stýrikerfi


Þú sérð inni í stillingunum hvaða 3g pung united spjaldið styður. Vandamálið með týpísku 3g pungana á Íslandi er að þeir eru hannaðir fyrir fartölvur en ekki spjaldtölvur. þess vegna þarf að breyta þeim til að þeir virki með spjaldtölvunni.

Þú getur tengst þeim í gegnum terminal og þú þarft að stilla hann þannig að hann sé í modem only mode
Þú þarft að disable PIN code fyrir SIM kortið
Síðan þarftu að búa til New APN prófile í spjaldtölvunni með tengiupplýsingum frá þjónustuaðilanum þínum.

Sjá nánar hérna:
http://www.slatedroid.com/topic/27150-3 ... gle-works/


*B.I.N. = Bilun í notanda*