Val á spjaldtölvu


Höfundur
axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1780
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 75
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Val á spjaldtölvu

Pósturaf axyne » Sun 15. Apr 2012 12:03

Hef verið að velta fyrir mig að kaupa mér spjaldtölvu þar sem ég er að lesa svo mikið á tölvutæki formi og það er þreytandi að lesa í borð/ferðatölvunni.
Hef ekkert vit á þessu og spyr ég ykkur ráða.

Kröfur
* Þarf að geta lesið .pdf og rafbækur
* Skjárinn má ekki vera of lítill og þarf að vera í lit.
* Ódýr

Auka kröfur
* Komast á netið (wifi), til að skoða vefsíðu sem er gerð fyrir IE8.
* Hægt að setja upp app til að lesa .cbr (comics)


Electronic and Computer Engineer

Skjámynd

Oak
Bara að hanga
Póstar: 1590
Skráði sig: Fim 15. Okt 2009 16:51
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Val á spjaldtölvu

Pósturaf Oak » Sun 15. Apr 2012 12:08

Kindle Fire og root-a hann þannig að þú getur sett upp GO launcher og Google Play Store. Hugsa að það sé hagstæðasti og besti kosturinn. Svo geturðu náttúrulega keypt eitthvað svona kína dót og það virkar svo sem alveg líka. En ég mæli með Kindle Fire.


i7 950 @ 3.2 GHz | Scythe Yasha | GA-X58A-UD3R | Mushkin 12GB kit (3x4GB) DDR3 1333MHz | PNY GTX570 | HDD 1 TB | Tacens 700W | 24" ViewSonic | W7 x64


steinarorri
Gúrú
Póstar: 565
Skráði sig: Mán 25. Jan 2010 23:54
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Val á spjaldtölvu

Pósturaf steinarorri » Sun 15. Apr 2012 12:09




Skjámynd

valdij
Ofur-Nörd
Póstar: 295
Skráði sig: Fim 03. Sep 2009 15:31
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Val á spjaldtölvu

Pósturaf valdij » Sun 15. Apr 2012 12:30

Taka það fram að að íslenskar rafbækur virka ekki í Kindle leserunum. Það er til Kindle hérna á heimilinu og ég elska hann en böggið er að það er ekki hægt að kaupa íslensku rafbækurnar í hann.

Persónulega mæli ég með því sem fæst t.d. í Eymundsson http://www.eymundsson.is/nanar/?product ... 8f2c60d7e3 en þetta er þá auðvitað nánast eingöngu rafbókarlesari, ekki spjaldtölva.

Það kom mér annars mikið á á óvart hvað það var í rauninni bara þægilegt að lesa rafbók á iPad, bjóst við það yrði ekki næstum því eins gott og á Kindle útaf hvað lýsingin er öðruvísi en þetta var bara virkilega fínt.



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3813
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 141
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Val á spjaldtölvu

Pósturaf Daz » Mán 16. Apr 2012 08:43

valdij skrifaði:Taka það fram að að íslenskar rafbækur virka ekki í Kindle leserunum. Það er til Kindle hérna á heimilinu og ég elska hann en böggið er að það er ekki hægt að kaupa íslensku rafbækurnar í hann.

Persónulega mæli ég með því sem fæst t.d. í Eymundsson http://www.eymundsson.is/nanar/?product ... 8f2c60d7e3 en þetta er þá auðvitað nánast eingöngu rafbókarlesari, ekki spjaldtölva.

Það kom mér annars mikið á á óvart hvað það var í rauninni bara þægilegt að lesa rafbók á iPad, bjóst við það yrði ekki næstum því eins gott og á Kindle útaf hvað lýsingin er öðruvísi en þetta var bara virkilega fínt.


Eru þær s.s. í formi sem Kindle styður ekki (reader-útgáfurnar, Kindle Fire getur örugglega opnað allt, sérstaklega ef hann er rootaðu) ? Er ekki hægt að converta þeim bara?




capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Val á spjaldtölvu

Pósturaf capteinninn » Mán 16. Apr 2012 10:28

Hlýtur að geta notað íslenskar rafbækur, það er allavega mjöög fáránlegt af íslenskum bókaútgefendum að opna vefsíður þar sem maður getur keypt þær og svo virka þær ekki í Kindle-inum.

Ég átti Kindle með lyklaborðinu (held það hafi verið 3rd gen) og ég gat bara convertað pdf skjölum og fleira yfir í format sem kindle-inn gat lesið.
Notaði Calibre til að framkvæma það



Skjámynd

valdij
Ofur-Nörd
Póstar: 295
Skráði sig: Fim 03. Sep 2009 15:31
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Val á spjaldtölvu

Pósturaf valdij » Mán 16. Apr 2012 14:07

Formattið sem íslenskir bókaútgefendur nota og mun fleiri heitir .ePub og er einn útbreiddasti alþjóðlegi staðallinn auðvitað á eftir formöttum eins og AZW sem er "aðal" Kindle formattið. ePub formattið virkar ekki á Kindle.

Ástæðan afhverju íslenskar rafbækur virka ekki á Kindle er að því að Kindle er Amazon vara og læst við sölu á Amazon. Rétt eins og iTunes með iPhone og iPad. Enn sem komið er vilja Amazon ekki leyfa sölu á íslenskum rafbókum en ég veit þó til þess að það eru viðræður við þá til að fá þessu breytt.

En sambandi við að converta, nær allar rafbækur í heiminum frá stærstu útgefendum heimsins sama hvort það er hér heima eða annarstaðar eru gefnar út með afritunarvörnum. Til þess að converta, þarftu að fella niður/krakka afritunarvarnirnar og þá er bókin "opin" for anyone og gæti þá sá notandi sett hana á netið fyrir alla til að sækja sem er jú ólöglegt.




Höfundur
axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1780
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 75
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: Val á spjaldtölvu

Pósturaf axyne » Mán 16. Apr 2012 14:19

Var ekki einhver grunnskóli í Reykjavík um daginn að spjaldtölvuvæða heilan bekk með Kindle.
Hvaðan er skólinn að fá námsgögnin, frá amazon ?


Electronic and Computer Engineer


capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Val á spjaldtölvu

Pósturaf capteinninn » Mán 16. Apr 2012 14:35

Convertar bara skjölin yfir í kindle format og færir svo yfir með micro usb snúru. That's how i did it



Skjámynd

valdij
Ofur-Nörd
Póstar: 295
Skráði sig: Fim 03. Sep 2009 15:31
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Val á spjaldtölvu

Pósturaf valdij » Mán 16. Apr 2012 14:37

Það eru til íslenskar bækur og þar með talið kennslubækur sem virka á Kindle. En það eru hinsvegar ekki raf"bækur" heldur einfaldlega raf"skjöl". Mjög mikið af smærri bókaútgáfum gefa bara út svona raf"skjölum".

Þetta er s.s. bara .pdf skjöl, skannaðar blaðsíður. Enginn af fídusunum sem á við rafbækur eru því til staðar eins t.a.m. afritunarvarnirnar og stækka og minnka letur, higlighta orð, search-möguleikar (sem maður myndi halda væri einmitt frekar þægilegt í námsbókum) getur líka haft url linka í rafbókum sem aftur gæti verið mjög nothæft í kennslubókum.

Þetta kindle/kennslurafbókaræði sem greip um sig allt í einu hjá öllum skólum var jafn sniðugt og það var illa úthugsað.

Skólarnir átta sig heldur ekki á því að þegar þú ert kominn með lestölvuna, hvort sem það er kindle eða ipad (einn árgangur í einum skóla fékk iPad) og strax er byrjað að tala um "gífurlega lækkaðan kostnað þar sem ekki þarf lengur að kaupa skólabækurnar" þá á auðvitað ennþá eftir að kaupa samt sem áður allar rafbækurnar inn í lesbrettin sem gleymdist í allri umfjölluninni.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3605
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Val á spjaldtölvu

Pósturaf dori » Mán 16. Apr 2012 15:03

valdij skrifaði:Enginn af fídusunum sem á við rafbækur eru því til staðar eins t.a.m. afritunarvarnirnar...
Afritunarvörn er ekki fítus. Það er illa úthugsað skrípi sem kemur aldrei til að virka á meðan notandi hefur stjórn yfir vélbúnaðnum sem hann notar til að neyta vörunnar (sama hvort það er kvikmynd, tónlist eða rafbók).



Skjámynd

valdij
Ofur-Nörd
Póstar: 295
Skráði sig: Fim 03. Sep 2009 15:31
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Val á spjaldtölvu

Pósturaf valdij » Mán 16. Apr 2012 15:16

Alls ekki að segja að afritunarvarnir séu endilega betri kosturinn. En ef við lítum til nær allra stærstu bókaútgefanda í heiminum þá notast þeir allir við afritunarvarnir. Ég hef heyrt báðar hliðar á hvort ætti að hafa afritunarvarnir eða ekki og var sjálfur fylgjandi því lengi vel á tímabili að ekki ættu að vera afritunarvarnir og fór meira segja á fund til þess að reyna fá botn í afhverju í ósköpunum væri verið að nota afritunarvarnir.

En það að hafa eitthverja "girðingu" utan um vöruna, það er ákveðið öryggi í því. Ef varan væri bara opin, og bókstaflega ekkert mál væri að deila henni á millri allra, allstaðar með öllum leiðum sem er í boði væri það án efa katastrópískt sér í lagi fyrir lítinn markað eins og Ísland. Ímyndaðu þér líka hvað margir höfunda (ath. alls ekki allir því sumir höfundar eru enn á móti afritunarvörnum) en þó lang flestir væru án efa ekki glaðir yfir því hve auðvelt væri að deila bókinni þeirra á milli allra sem vilja sjá og ná í án þess að nokkuð kæmi til þeirra.

Bara þessi litla "girðing" sem afritunarvörnin er hefur ákveðin fælingarmátt í sér, og sýnir að það sé ólöglegt að deila þessu og annað slíkt. Það væri erfitt að hafa þetta bara opið, og treysta öllum fyrir að enginn myndi deila.
Ég held, þó ég hafi engar beinar sannanir eða rannsóknir fyrir því að ef rafbækur yrðu almennt seldar án afritunarvarna þá myndi magnið af rafbókum á internetinu og bara deila á milli vina og annað slíkt margfaldast. Með afritunarvörnum þarf fólk allavega að hafa fyrir því að gera þetta og sýnir aftur að þetta sé eitthvað sem er bannað.

En eins og ég segi, afritunarvörnin er svo langt, langt, langt frá því að vera fullkomin en íslenskir útgefendur eru ekkert að finna upp hjólið með því að hafa afritunarvarnir á bókunum, þetta er eitthvað sem allir útgefendur gera eins og ég skrifaði hér áður.




frr
has spoken...
Póstar: 187
Skráði sig: Þri 01. Ágú 2006 14:59
Reputation: 19
Staða: Ótengdur

Re: Val á spjaldtölvu

Pósturaf frr » Mán 16. Apr 2012 15:20

Ég mæli með 7 tommu skjá til lesturs rafbóka.

Þetta virðist vera mjög góður díll og feykinóg til lesturs:
http://www.everbuying.com/product132463.html

Er með þokkalega öflugt cpu og gpu, og Capacitive skjá.

Ef þú verður "hooked", seldu þá þessa og fáðu þér e-n tískuvarning ef þú vilt eyða pening í það.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3605
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Val á spjaldtölvu

Pósturaf dori » Mán 16. Apr 2012 15:27

Ég er mjög ósammála þér og ég hef mikið skoðað þetta. Það t.d. að geta ekki notað rafbók á vél sem styður ekki epub er ekki bara vandamál vélarinnar heldur líka vandamál útgefandans að neita að sinna öllum sem vilja vera kúnnar. Ef ég upplifi það að einhver sem ég vil versla af virðist ekki vilja mig sem kúnna þá læri ég bara af því og fer ekki þangað aftur. Ég lenti einhverntíma í því að fara út á vídjóleigu og leigja DVD disk sem virkaði ekki að spila í tölvunni minni útaf einhverri svona afritunarvörn. Ég var sjúklega pirraður en fer fram og ætla að horfa á myndina í sjónvarpinu og þá virkar hún ekki heldur með DVD spilaranum sem ég átti útaf þessari sömu afritunarvörn. Þetta er ömurleg upplifun og það að vilja virkilega setja svona hömlur fyrir notandann er ekkert annað en grunnhyggni eða heimska.

Fólk er ekket svona sjúklega glatt að fara að deila hlutum. Það þarf heldur ekki nema einn aðili að krakka vörnina og þá getur hver sem er deilt bókinni og fólk mun hugsanlega sækja hana í staðin fyrir að kaupa af því að þeir fá hana ekki öðru vísi á því formatti sem þeir þurfa til að geta neytt hennar eins og þeir kjósa. Lausnin við því er að gera það auðveldara fyrir neytendur að fá það sem þeir vilja (sem eru ekki afritunarvarnir btw.).

Afritunarvarnir í eðli sínu virka ekki því að tölvutæknin snýst um að gera afrit af öllu. Það að reyna að takmarka það (en vilja samt fá einfaldleikann sem fylgir því að nota stafræna tækni) er íhald í gamla tíma og kjánaskapur.



Skjámynd

valdij
Ofur-Nörd
Póstar: 295
Skráði sig: Fim 03. Sep 2009 15:31
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Val á spjaldtölvu

Pósturaf valdij » Mán 16. Apr 2012 16:11

dori skrifaði:Ég er mjög ósammála þér og ég hef mikið skoðað þetta. Það t.d. að geta ekki notað rafbók á vél sem styður ekki epub er ekki bara vandamál vélarinnar heldur líka vandamál útgefandans að neita að sinna öllum sem vilja vera kúnnar. Ef ég upplifi það að einhver sem ég vil versla af virðist ekki vilja mig sem kúnna þá læri ég bara af því og fer ekki þangað aftur. Ég lenti einhverntíma í því að fara út á vídjóleigu og leigja DVD disk sem virkaði ekki að spila í tölvunni minni útaf einhverri svona afritunarvörn. Ég var sjúklega pirraður en fer fram og ætla að horfa á myndina í sjónvarpinu og þá virkar hún ekki heldur með DVD spilaranum sem ég átti útaf þessari sömu afritunarvörn. Þetta er ömurleg upplifun og það að vilja virkilega setja svona hömlur fyrir notandann er ekkert annað en grunnhyggni eða heimska.

Fólk er ekket svona sjúklega glatt að fara að deila hlutum. Það þarf heldur ekki nema einn aðili að krakka vörnina og þá getur hver sem er deilt bókinni og fólk mun hugsanlega sækja hana í staðin fyrir að kaupa af því að þeir fá hana ekki öðru vísi á því formatti sem þeir þurfa til að geta neytt hennar eins og þeir kjósa. Lausnin við því er að gera það auðveldara fyrir neytendur að fá það sem þeir vilja (sem eru ekki afritunarvarnir btw.).

Afritunarvarnir í eðli sínu virka ekki því að tölvutæknin snýst um að gera afrit af öllu. Það að reyna að takmarka það (en vilja samt fá einfaldleikann sem fylgir því að nota stafræna tækni) er íhald í gamla tíma og kjánaskapur.


Þú ert með nákvæmlega sömu punkta og ég kom með þegar ég var líka virkilega pirraður yfir þessu. Ég kannast einmitt of vel við þetta með afritunarvarnirnar á DVD-spilurunum :)

En á eitthverju formatti þarf að gefa út bækurnar, svo mikið er víst. Formattið sem notast er að mestu leyti við hér heima, ePub virka á öllum lesurum og spjaldtölvum sama hvort sem þetta er iPad, Android eða Windows. Eini lesarinn sem ég veit til þess að þetta virki ekki á er Kindle en það er ekki til þess að setja hömlur á viðskiptavini eða fækka kúnnum eða annað slíkt. Heldur vegna þess, eins og hefur komið fram að Kindle styður ekki þetta format, og Amazon vill ekki enn sem komið er selja íslenskar rafbækur.

Þú segir að fólk sé ekkert sjúklega glatt að fara deila hlutunum, en þegar um örmarkað eins og Ísland er að ræða þá er ekki alveg hægt að taka áhættuna fyrir fyrirtækin og höfundana að allir verði bara góðir og deili ekki. Eins og ég segi eftir að hafa kynnt mér báðar hliðarnar á þessu og einfaldlega skoðað bara hvað allir aðrir útgefendur eru að gera þá er ég kominn á það sé nauðsynlegt að það sé einhver girðing. Vonandi í framtíðinni verður þetta þó breytt útaf ég er eins og þú kemur að, verulega mótfallinn því að skapa óþarfa vesen fyrir neytandan til að nálgast vörurnar. Það segir sig nánast sjálft að er oft/oftast ekki til hagsbóta fyrir hvorki fyrirtækið eða neytandann.



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3813
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 141
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Val á spjaldtölvu

Pósturaf Daz » Mán 16. Apr 2012 16:25

Mig langar voðalega mikið að benda á nýju plötuna frá Mugison sem dæmi um höfundarvarða vöru, sem var seld án allra varna og seldist samt vel. Veit samt ekki hversu gott er að fara út í slíka sálma.

Aðalmálið í þessari umræðu hlýtur að vera að tvíþætt, söluaðilar selji vöru sína á þann hátt að sem flestir neytendur geti neytt hennar og tilvonandi kaupandi vandi sitt val til að geta neytt þeirrar vöru sem hann vill neyta. Í tilfellinu að KIndle styðji ekki ePub, þá held ég að það ætti ekki að vera nóg til að vera afhuga henni, því það má auðveldlega KAUPA bækur í ePub formi og koma þeim á Kindle langi mann til. Svo er Kindle Fire bara Android spjaldtölva og því lítið mál að lesa varið sem óvarið ePub efni í henni.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3605
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Val á spjaldtölvu

Pósturaf dori » Mán 16. Apr 2012 16:39

valdij skrifaði:Þú segir að fólk sé ekkert sjúklega glatt að fara deila hlutunum, en þegar um örmarkað eins og Ísland er að ræða þá er ekki alveg hægt að taka áhættuna fyrir fyrirtækin og höfundana að allir verði bara góðir og deili ekki. Eins og ég segi eftir að hafa kynnt mér báðar hliðarnar á þessu og einfaldlega skoðað bara hvað allir aðrir útgefendur eru að gera þá er ég kominn á það sé nauðsynlegt að það sé einhver girðing. Vonandi í framtíðinni verður þetta þó breytt útaf ég er eins og þú kemur að, verulega mótfallinn því að skapa óþarfa vesen fyrir neytandan til að nálgast vörurnar. Það segir sig nánast sjálft að er oft/oftast ekki til hagsbóta fyrir hvorki fyrirtækið eða neytandann.

Ég skil vel að þetta sé eitthvað sem útgefendur og höfundar vilja og þess vegna hvernig þetta verður til. Það sem ég er að benda á er að þetta er eins og að breiða yfir skítinn. Það endar alltaf á því að einhver finnur lausn á þessu og er búinn að deila óvarðri útgáfu og þá er eini munurinn að fólk getur fengið betri vöru án þess að borga réttum aðila fyrir.

Með því að setja afritunarvörn á vörur er verið að minnka verðmætið. Það er það sem höfundar og útgefendur þurfa að skilja. Þessi rök um að það sé of mikil áhætta að selja bækur óvarðar í svona litlu samfélagi eru frekar kjánaleg.