Síða 1 af 1

Er vit í því að kaupa gsm síma í USA ?

Sent: Mið 22. Feb 2012 22:40
af Sera
Er á leið til USA eftir nokkra daga. Mig vantar nýjan síma og var að spá í hvort það er eitthvað vit í að kaupa GSM síma í USA, eru þeir ekki flestir læstir á einhvern þjónustuaðila þar ? Ég sé að þeir eru stundum auglýstir no-contract phone, en held að þeir séu samt læstir á þjónustuaðilann ??

Hvar er best að kaupa factory unlocked phone í USA (Boston), hvernig síma ætti ég að fá mér ?
Ég vil smartsíma sem er ekki of stór og ekki of dýr.
Annað, virka 4G símar á Íslandi ? ég er hjá Nova.

Re: Er vit í því að kaupa gsm síma í USA ?

Sent: Mið 22. Feb 2012 22:56
af AciD_RaiN
4G er ekki komið í virkni á íslandi en með læsta síma þá er vanalega bara hægt að aflæsa þeim ;) Annars góða skemmtun í USA :happy

Re: Er vit í því að kaupa gsm síma í USA ?

Sent: Mið 22. Feb 2012 23:59
af capteinninn
Keypti minn Nexus S í BNA.

Passaðu bara að bandvíddin virki á Íslandi þegar þú kaupir hann, getur keypt flesta síma ólæsta en þeir kosta miklu meira. Það getur verið að þeir listi ekki verðin á vefsíðunum sínum. Sendu bara email ef það er ekki og spurðu búðirnar sem þú ert að pæla í

Re: Er vit í því að kaupa gsm síma í USA ?

Sent: Fim 23. Feb 2012 00:28
af gardar
http://www.gsmnation.com/

Allir aflæstir þarna