Compact Flash og Secure Digital

Skjámynd

Höfundur
ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Compact Flash og Secure Digital

Pósturaf ICM » Sun 25. Jan 2004 16:50

Það virðast ekki allir vera sammála um hvað er betra val, SD kortin eru mikið dýrari en CF en eru þó næstum helmingi hraðvirkari.

Ég er að fara að kaupa annaðhvort CF eða SD minni, nokkrir hafa sagt mér að CF sé of hægt. Ég er að fara að kaupa þetta fyrir iPaq vél. Kosturinn við CF er að það virkar með fleiri stafrænum myndavélum en SD og er mikið ódýrari.

Það sem mig langar að vita er hvort einhverjir CF eigendur eru þarna úti, og helst einhverjir sem hafa rippað DVD diskana sína fyrir lófavélarnar sínar. Er CF nógu hraðvirkt fyrir video?



Skjámynd

elv
Of mikill frítími
Póstar: 1980
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 21:53
Reputation: 19
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf elv » Sun 25. Jan 2004 17:50

Er með CF og til að spila myndir hef ég Þurft að hafa þær litlar þ.e.a.s minna en 320*240
Veit ekki hvort það var CF eða tölvan sjálf sem var/er að koksa á þessu



Skjámynd

Höfundur
ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf ICM » Sun 25. Jan 2004 17:54

Gætirðu komið með nánæri lýsingar á hvaða gæðum þú encode-ar myndirnar. þeas bit rate, codec osfv. Eru þetta ásættanleg gæði fyrir þessa stærð af skjá, hvað tekur t.d. 90mín mynd mörg mb. í ásættanlegum gæðum?



Skjámynd

elv
Of mikill frítími
Póstar: 1980
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 21:53
Reputation: 19
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf elv » Sun 25. Jan 2004 17:58

DivX, man nú ekki hvaða stillingar ég notaði en því meiri gæði því minni þurfti myndin að vera. Var með SwordFish í fínum gæðum 160*120 tók annan hvern ramma úr og hún var um 100meg



Skjámynd

Höfundur
ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf ICM » Sun 25. Jan 2004 18:14

Eru ekki miklar líkur að þetta gangi betur með WM9 codec þar sem WMP9 er verulega optimized fyrir Pocket PC?



Skjámynd

elv
Of mikill frítími
Póstar: 1980
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 21:53
Reputation: 19
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf elv » Sun 25. Jan 2004 18:32

Það ætti að vera betra, get ekki prófað það sem vélin mím er ekki með PPC, bara Wince3



Skjámynd

Höfundur
ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf ICM » Sun 25. Jan 2004 18:37

BTW elv varstu búin að sjá ? Nokkuð ódýr 4GB diskur. http://forums.dpreview.com/forums/read. ... ge=7308713



Skjámynd

elv
Of mikill frítími
Póstar: 1980
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 21:53
Reputation: 19
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf elv » Sun 25. Jan 2004 19:52

Nokkuð svalt :8)




Eraserhead
Græningi
Póstar: 46
Skráði sig: Þri 20. Jan 2004 12:15
Reputation: 3
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Eraserhead » Fim 12. Feb 2004 01:20

Ég er með HP iPAG 2215 lófavél og geri mikið af því að horfa á video. Ég er bæði með CF og SD kort í vélinn og finn engan mun á hraða video fæla. Ég horfi aðalega á þætti og er þá 22 mín. þáttur um 70mb. Ég nota eingöngu Pocket MVP.

En það er eitt sem er vert að athuga varðandi kaup á minniskorti að SD er framtíðinn á meðan CF er að deyja út þannig að þú skalt passa þig á að eyða ekki of miklu í CF kort ef þú ættlar að uppfæra lófatölvuna á næstunni, því það gæti vel farið svo að fáar sem engar lófatölvur bjóði upp á CF slot, t.d. þegar bluetooth og Wifi verður orðið svo gott sem standard þá þarf maður ekki svona margar kortaraufar og líklegt að framleiðendur hætti frekar með CF kortin því þau eru mun stærri.



Skjámynd

Höfundur
ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf ICM » Fim 12. Feb 2004 02:32

Afhverju í helv. er það að deyja út? óþolandi framfarir, 1GB af CF kostar minna en 512MB af SD og þú segir að það sé engin performance munur. Eru engar líkur á að það verði hægt að kaupa millistikki á vélarnar?

Hvað gerirðu ráð fyrir að tölvan endist lengi Þeas hvað er meðal aldur á PDA vélum, virðist þér 2210 vera traustvekjandi eða er endingin bara 2 ár? Ég var að hugsa um að fá mér 1GB af CF í viðbót svo ég ætti 1,5GB af CF.

þættirnir sem ég er að rippa eru 40mín og eru rúm 100mb.




Eraserhead
Græningi
Póstar: 46
Skráði sig: Þri 20. Jan 2004 12:15
Reputation: 3
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Eraserhead » Fim 12. Feb 2004 02:47

Það er bara ein ástæða þess að CF mun deyja út (eða allavega hafa mjög litla markaðshlutdeild) er einföld, þau eru alltof stór. Engir farsímaframleiðendur nota CF, enginn lófatölva sem notar Palm stýrikerfið notar CF og flestar nýjar pocket pc vélar eru bara með SD slot.

En það sem ég átti við var að þótt þú eigir lófatölvu núna sem stiður CF þá getur hún bilað eftir 3,6... mánuði og þá þegar þú ættlar að fá þér eitthvað nýrra þá verða fáir möguleikar til að nota CF. En það verða samt alltaf einhverjir möguleikar en fáir.

Varðandi millistykki þá er það örugglega til en þar sem CF kort eru miklu stærri en SD þá kæmi það fáránlega út, aftur á móti er hægt að fá millistykki þannig að þú getur notað SD í CF slot.

Ég keypti mína vél síðasta sumar og hún er í fínu standi ennþá og ég held að ef ég fer vel með hana þá ætti ég að geta notað hana í nokkur ár. Aðal vandamálið er bara að standast löngunina, bráðum fara að koma tölvur með hærri upplausn, wifi, bluetooth og GPRS built in o.s.frv.

En eins og staðan er í dag þá getur hún gert allt sem ég legg fyrir hana og vel það.

En segðu mér eitt hvernig lófatölvu ertu með ?



Skjámynd

Höfundur
ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf ICM » Fim 12. Feb 2004 03:04

ég er með 2210.
málið með lófatölvur framtíðarinnar að þótt það séu að koma tölvur með VGA upplausn núna þá borgar sig ekki að uppfæra strax, frekar bíða þar til þessir nýlegu ofur litlu HDD verða almennir. Þá verða bæði SD og CF "úrelt". Einnig eru microsoft að reyna að koma DirectX 7 inní þær og það eiga eftir að koma hardware acceleration á fleiri vélar. svo ég ætla að reyna að láta þessa endast eins lengi og mögulegt er.




Eraserhead
Græningi
Póstar: 46
Skráði sig: Þri 20. Jan 2004 12:15
Reputation: 3
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Eraserhead » Fim 12. Feb 2004 03:09

það er allveg sama hvenær maður kaupir sér lófatölvu (eða hvað sem er í rauninni ), það kemur alltaf eitthvað flottara og betra 3 mánuðum seinna.

Annars er ég orðinn heitari fyrir Palm núna, líklegast að mín næsta vél verði frá þeim, allvega er Tungsten T3 verulega áhugaverður. 320X480 skjár, getur snúið skjánum 90° án þess að þurfa að restarta eins og á Pocket PC, mjög þægilegt þegar verið er að browsa netið og skoða Word/excel skjö. Svo er office stuðningur miklu betri á Palm.

En segðu mér eitt, hvar verslaðiru þína vél ?