Hjálp við Fartölvu kaup.


Höfundur
Lexinn
Fiktari
Póstar: 68
Skráði sig: Þri 30. Jún 2009 04:38
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Hjálp við Fartölvu kaup.

Pósturaf Lexinn » Mán 22. Mar 2010 22:00

Jæja, nú fer fermingin hjá stráknum að koma og við ætlum að kaupa handa honum fartölvu.
En þar sem ég hef voðalega lítið vit á þeim ákvað ég að leita hjálpar við val hjá þeim traustustu. :D
Er ég að leita af einfaldlega bestu kaupunum fyrir mitt budget. Budgetið er mest: 200.000,- kr
Það sem hann myndi nota hana mest í væri bíómyndir og tölvuleikir.
Síðast breytt af Lexinn á Fim 25. Mar 2010 18:40, breytt samtals 1 sinni.


(970a-UD3)( Fx-8120 )( GTX 680 )( 2x4GB 1600mhz Crucial Ballistix )( Tagan BZ 800W)

Skjámynd

Sydney
1+1=10
Póstar: 1108
Skráði sig: Lau 29. Mar 2008 19:26
Reputation: 55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við Fartölvu kaup.

Pósturaf Sydney » Mán 22. Mar 2010 22:05

Fartölvur og tölvuleikir fara ekki vel saman tbh.

Myndi persónulega skella mér á þessa hér
http://buy.is/product.php?id_product=90

Er bara skjástýring þannig að hún dugar ekki í leiki, en er annars tær snilld þessi vél.

/(ég elska lenovo)


Gigabyte X570 Aorus Ultra | Ryzen 9 5900X | Corsair Vengeance RGB Pro 32GB 3200MHz CL16 | Fractal Design Define S
Aorus Xtreme RTX 2080 Ti | 500GB Samsung 980 Pro | Corsair AX860 | ROG Swift PG279Q
Ducky YOTM | Glorious Model O | Sennheiser HD650 | Thrustmaster Warthog HOTAS
Thinkpad X1 Yoga 2nd Gen OLED


benson
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 330
Skráði sig: Þri 30. Des 2008 21:53
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við Fartölvu kaup.

Pósturaf benson » Mán 22. Mar 2010 22:28

Þessi á víst að koma í apríl
Mynd




Höfundur
Lexinn
Fiktari
Póstar: 68
Skráði sig: Þri 30. Jún 2009 04:38
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við Fartölvu kaup.

Pósturaf Lexinn » Mán 22. Mar 2010 22:29

Sydney skrifaði:Fartölvur og tölvuleikir fara ekki vel saman tbh.

Ég veit :D Það eru þegar 2 leikjavélar á heimilinu ágætlega up to date, en honum
langar að geta haft þann möguleika að spila einhverja leiki.


(970a-UD3)( Fx-8120 )( GTX 680 )( 2x4GB 1600mhz Crucial Ballistix )( Tagan BZ 800W)

Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1066
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við Fartölvu kaup.

Pósturaf Hargo » Þri 23. Mar 2010 01:08

Ég keypti mér eitt sinn 17" fartölvu með það í huga að geta spilað líka leiki á henni á tæpan 200þús kall. Ég held ég geri það ekki aftur. En ég er auðvitað ekki 14 ára strákur, ég nota mína fartölvu í meira en bara leiki og bíómyndir. Þessi 17" Toshiba leikjafartölva sem ég fékk mér var öflug á sínum tíma, gat spilað helstu leikina í fínum gæðum en var fljót að úreldast. Leikjaþróunin var/er svo hröð að ég var hættur að ráða við nýjustu leikina eftir nokkra mánuði.

Þegar ég keypti mér nýja fartölvu ákvað ég að kaupa áreiðanlega fartölvu sem væri hljóðlát, nett en samt öflug og traust. Sleppti allri leikjaspilun (þó ég ráði nú við CoD4 en varla neitt merkilegra en það). Á í dag 14" Thinkpad sem er rosalega þægilegt að ferðast með að mínu mati, allavega miðað við 17" hlunkinn.

En ef sonur þinn vill leikjafartölvu þá er það auðvitað bara þannig. Fann nokkrar í fljótu bragði í kringum 150k budgetið sem eru með sæmileg skjákort, allavega engin Intel skjástýring í þeim. Tek samt fram að ég er nú enginn sérfræðingur í skjákortafræðum. Allar þessar tölvur eru með Nvidia eða ATI skjákort, misgóð auðvitað. Þessar eru allar í 15.6" tommu flokknum.

Elko - Toshiba.

Tölvutek - Packard Bell.

Tölvulistinn - Toshiba. Þessi er á tilboði ef þú ert í Stöð2Vild.

Tölvulistinn - Toshiba. Þessi er einnig á tilboði ef þú ert í Stöð2Vild.

Omnis - HP Presario.

Buy.is - Asus

**EDIT: Hér er ein nokkuð öflug Toshiba vél á tilboði hjá att.is

Annars eru nú einhverjir hér á vaktinni sem eru með grudge gegn einhverjum af þessum verslunum sem ég linka á, getur eflaust fundið einhverjar reynslusögur hér á spjallinu.

Svo ef þú vinnur í lottó fyrir ferminguna þá gætirðu auðvitað komið drengnum á óvart með einni svona :lol:




Höfundur
Lexinn
Fiktari
Póstar: 68
Skráði sig: Þri 30. Jún 2009 04:38
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við Fartölvu kaup.

Pósturaf Lexinn » Fim 25. Mar 2010 18:39

Hvernig eru ASUS vélar að standa sig? Traustar og góðar?
Man allavega að ég heyrði að ACER vélar voru allveg skelfilegar,
biluðu mikið og vesen á þeim.

Og já, Budgetið hækkaði upp í 200.000kr.


(970a-UD3)( Fx-8120 )( GTX 680 )( 2x4GB 1600mhz Crucial Ballistix )( Tagan BZ 800W)


Halli13
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 305
Skráði sig: Lau 06. Mar 2010 21:49
Reputation: 11
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við Fartölvu kaup.

Pósturaf Halli13 » Fim 25. Mar 2010 19:07

Félagi minn á Asus tölvu sem er 3 ára og hún er byrjuð að klikka hjá honum.



Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Reputation: 67
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við Fartölvu kaup.

Pósturaf Halli25 » Fös 26. Mar 2010 10:13

Lexinn skrifaði:Hvernig eru ASUS vélar að standa sig? Traustar og góðar?
Man allavega að ég heyrði að ACER vélar voru allveg skelfilegar,
biluðu mikið og vesen á þeim.

Og já, Budgetið hækkaði upp í 200.000kr.

Asus eru með mjög góðar vélar sem bila lítið en supportið er ekki gott hjá þeim, Acer hefur bætt sig helling en þjónustan er ekki góð þó hún sé skárri en hjá Asus.
Myndi hiklaust mæla með Toshiba þótt þær kosti meira en önnur merki einfaldlega útaf þjónustunni hjá þeim.

Þar sem budgetið fór upp myndi ég skoða þessa t.d. http://start.is/product_info.php?cPath= ... ts_id=2796
Core i3 sem er í nýjustu örgjörvalínunni frá Intel, Dual Core og Hyperthreading svo þú ert með 4 þræða til að vinna í stað tveggja í eldri Dual core örgjörvum.
fínt leikjakort í henni sem spilar flesta leiki í ágætum gæðum.
http://www.notebookcheck.net/ATI-Mobili ... 579.0.html
DDR3 o.fl o.fl....


Starfsmaður @ IOD


benson
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 330
Skráði sig: Þri 30. Des 2008 21:53
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við Fartölvu kaup.

Pósturaf benson » Lau 27. Mar 2010 10:42

Halli13 skrifaði:Félagi minn á Asus tölvu sem er 3 ára og hún er byrjuð að klikka hjá honum.


Frænka mín reykti alla ævi og varð 100 ára.




Höfundur
Lexinn
Fiktari
Póstar: 68
Skráði sig: Þri 30. Jún 2009 04:38
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við Fartölvu kaup.

Pósturaf Lexinn » Mán 29. Mar 2010 13:59

Jæja, ég er að spá í tveimur.
http://start.is/product_info.php?cPath= ... ts_id=2796 169.900.-kr

eða

http://ejs.is/Pages/1180/itemno/STUDIO1558%252301-BLK 199.900.-kr


Er Dell lang öruggast?
Toshiba að standa sig, bila lítið og þess háttar?

Hvað myndir ÞÚ kaupa? Hann vill helst getað spilað leiki, og ég er búinn að vera lesa mig um og séð að HD 5165 er töluvert öflugra en HD 4570.
En er það sniðugt að fá sér Toshiba, hún er nú reyndar ódýrari.


(970a-UD3)( Fx-8120 )( GTX 680 )( 2x4GB 1600mhz Crucial Ballistix )( Tagan BZ 800W)

Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1066
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við Fartölvu kaup.

Pósturaf Hargo » Mán 29. Mar 2010 14:38

Hef sjálfur átt Toshiba og hef ekki undan neinu að kvarta. Held líka að flestar Toshiba tölvur séu með Harmon Kardon hátölurum, bestu fartölvuhátalarar sem ég hef heyrt í. Þrír félagar mínir eiga einnig Toshiba fartölvur, hef ekki vitað til þess að þær hafi klikkað hjá þeim...

Annars var nú alltaf einhver gaur hjá ShopUSA að flytja inn Dell fartölvur á lægra verði en þekktist hér á landi. Með þeim fylgdi 2 ára ábyrgð og allt saman. Var oft að auglýsa á partalistanum og barnalandi minnir mig. Ég var næstum búinn að kaupa af honum Dell XPS vél á 170þús (kostaði þá 300þús hjá EJS) áður en ég fékk mér Thinkpad.