Síða 1 af 1

Er að leita af fartölvu

Sent: Lau 03. Jan 2009 20:31
af HuldaOsk69
Mér datt í hug að ath. hvort einhver hér gæti hjálpað mér að finna fartölvu :oops: . Það er til endalaust mikið af þessu og ég er að verða geðveik á því að leita. Hún má helst ekki kosta meira en 200þús. Ég er alltaf að fá ábendingar um tölvur og svo spyr ég aðra álit og þá gefur sá aðili skít í þá tölvu. Mig vantar bara tölvu til að geta farið á netið, skrifað diska, haft myndirnar mína og svona. Ég vona að það sé einhver hér sem er tilbúinn í að leiðbeina mér því ég vil ekki kaupa dýra tölvu sem ég hef engin not fyrir því hún er full af einhverju sem ég mun ekki nota eða kaupa ódýra sem gerir ekkert gagn.

Takk fyrir

Hulda Ósk

Re: Er að leita af fartölvu

Sent: Lau 03. Jan 2009 21:50
af Hyper_Pinjata
þessi hérna ætti að duga: http://www.att.is/product_info.php?cPat ... 0a9b71ec09

Kostir: 160gb harður diskur,4gb vinnsluminni & tvíkjarna örgjörvi,sem þýðir það að hún getur alveg tekið ritvinnslu,vafur á netinu ásamt mörgu ýmsu auðveldlega í netið,og miðað við "aflið" í henni þá er hún alveg góð næstu 3-4 árin....

hví er mikilvægt að hafa þennann kraft? jú,ef þú ert að vinna með Photoshop þá er mikilvægt að vera með fartölvu sem "höktir" ekki í klessu,sem gerir verkefni alveg hreint ógeranleg...og óendanleg...

Meiri kraftur : Meiri Afköst
Meira Minni: Meira sem þú getur gert í henni í einu,eins og ég geri reyndar oft á minni borðtölvu,en það á nútímamáli kallast að "multitaska",eins og að um...vera á vaktinni,ásamt öðrum spjallborðum,msn & með photoshop í gangi,ásamt því að vera að vinna í einhverri ritgerð,og þetta ætti allt að vera geranlegt í einu án þess að tölvan stökkbreytist í snígil....

Af hverju hjá @tt.is?
Tjah...þeir eru alveg fínir í að hjálpa við hitt og þetta,og um...þeir eru oftast ódýrari en aðrir,en standa samt við sitt...

Re: Er að leita af fartölvu

Sent: Lau 03. Jan 2009 22:10
af Gets
Fín vél á góðu verði hér á ferð.

http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... _A300D-151

Re: Er að leita af fartölvu

Sent: Lau 03. Jan 2009 22:16
af Sydney
Lenovo tölvurnar eru með þær bestu að mínu mati, hef bara ekki hugmynd hvar þær eru seldar hérlendis.

Re: Er að leita af fartölvu

Sent: Lau 03. Jan 2009 22:27
af Hyper_Pinjata
toshiba fartölvurnar eru ekki nógu góðar.....einn félagi minn (algjör rúmletingi) steikti móðurborð í svona fartölvu á því að liggja með tölvuna uppi í rúmi hjá sér....

enn þann dag í dag,er ég ennþá að pæla í því af hverju hann beið með það til ársins 2008 að fá sér borðtölvu.....hann var btw kominn á 4. fartölvuna sína síðan 2005

Re: Er að leita af fartölvu

Sent: Sun 04. Jan 2009 00:58
af arnar7

Re: Er að leita af fartölvu

Sent: Sun 04. Jan 2009 01:46
af Gets
Hyper_Pinjata skrifaði:toshiba fartölvurnar eru ekki nógu góðar.....einn félagi minn (algjör rúmletingi) steikti móðurborð í svona fartölvu á því að liggja með tölvuna uppi í rúmi hjá sér....


Já þetta er sennilega rétt hjá þér við skulum bara afgreiða alla fartölvuvörulínu Toshiba af því að þú veist um eina vél frá þeim sem bilaði :lol: :lol: :lol:
Annars væri nú gaman að prófa að loka fyrir inntakið á kælinguni á nokkrum tegundum fartölva með sæng og kanna hverjar myndu lifa það af :lol: ég er ekki viss um það þær yrðu margar.

Re: Er að leita af fartölvu

Sent: Sun 04. Jan 2009 18:25
af HuldaOsk69
Takk fyrir þessar hugmyndir. Ætla að fara á morgun og reyna að finna :) Og endilega setjið inn fleiri ef þið munið eftir

Kveðja Hulda Ósk

Re: Er að leita af fartölvu

Sent: Sun 04. Jan 2009 19:04
af Hyper_Pinjata
myndi ekki taka fartölvu með 2gb vinnsluminni á windows vista....

ástæður?:
1. Vista eitt og sér tekur í lágmarki 512mb
2. með aukadóti og svoleiðis þá rýkur það upp í 1gb nokkuð hratt
3. öll forritin sem fylgja fartölvum taka sitt líka,sem skilur þig eftir með uþb 512mb af vinnsluminni....sem í hreinskinli sagt,dugar skammt.... svo að ég verð að mæla með allavega 4gb (3gb er ólukka hjá mér í vinnsluminni....veit ekki af hverju)...

Re: Er að leita af fartölvu

Sent: Sun 04. Jan 2009 19:19
af arnar7
Ég keypti mér svona tölvu:
http://translate.google.com/translate?u ... l=no&tl=en
Toshiba L300D-11A
hjá A4 á 99.990kr og hefur hún verið að koma ágætlega út en þetta er ALLS EKKI leikjatölva bara láta þig vita en hún er fær í flestan sjó (nema leiki og þannig)

ég setti xp í hana og svo er hún frekar létt og þægileg.

Re: Er að leita af fartölvu

Sent: Sun 04. Jan 2009 19:30
af Nothing
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=1263

Toshiba Satellite Pro A300

Ertu í vafa um hvort Windows Vista hentar þér? Toshiba Satellite Pro fartölvurnar hjá Tölvutækni koma með leyfi fyrir bæði Windows XP Professional og Windows Vista Business! Tölvan kemur uppsett og klár til notkunar með Windows Vista en ekkert mál er að setja tölvuna upp með Windows XP frá geisladisk sem fylgir.

• Örgjörvi: Intel Core 2 Duo T5670 1.8GHz, 2MB í flýtiminni
• Breiðtjaldsskjár: 15.4" WXGA TruBrite® Upplausn 1280x800
• Vinnsluminni: 3GB DDR2 667MHz - stækkanlegt í 4GB
• Harður diskur: 320GB Serial-ATA 5400sn. S.M.A.R.T.
• Geisladrif: 8x DVD brennari ±RW Dual Layer
• Skjákort: Intel Graphics Media Accelerator X3100
• Hljóðkort: 24-bit stereo High Definition
• 10/100 netkort og 56k mótald
• Þráðlaust netkort 54Mbps 802.11a/g/Draft-N
• Lithium-ion 6-cell rafhlaða
• 1xFireWire(IEEE 1394), 4x USB2, TV-Out
• Innbyggð 1.3 megapixla vefmyndavél
• 6in1 Kortalesari (les flestar tegundir minniskorta)
• Tengi fyrir heyrnartól og hljóðnema
• Stýrikerfi: Windows Vista Business(kemur uppsett) og Windows XP Professional
• Þyngd: 2.72kg
• 2ja ára alheims ábyrgð


ég myndi segja þessi vegna:
320gb diskur,
Hægt að velja milli XP og Vista sem er góður kostur :)
3gb minni stækka uppi 4GB ef vista er tekið
svo er bara spurninginn viltu hafa þær í stærri kantinum / meðal eða litla ? Sjálfur mæli ég með 15,4" og kaupa góða tösku með ;)

- Nothing