Ofhitnun í fartölvu

Skjámynd

Höfundur
Sera
Ofur-Nörd
Póstar: 248
Skráði sig: Lau 04. Okt 2003 19:14
Reputation: 11
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Ofhitnun í fartölvu

Pósturaf Sera » Þri 13. Maí 2008 18:50

Hefur einhver lent í því að fartölva hitni upp úr öllu valdi þegar hdd og minni er stækkað ?

Er það mögulegt að slíkar breytingar hafi þessi áhrif á hita á örgjörva?

Ég var að stækka hdd í ASUS fartölvu úr 40G upp í 120G og minni úr 512 mb upp í 1 G (bætti öðrum kubb við). Setti upp stýrikerfið sem tók slatti tíma af svona recovery disk frá ASUS. Þegar uppsetningu var lokið þá bíbaði tölvan stöðugt með viðvörunarbíbb þar sem hugbúnaður sem fylgir tölvunni sagði að örgjörvinn væri kominn í 90°C hita.

Tölva er ansi heit, ég opnaði lokið yfir viftunni og kæliplötunni og blés burtu ryki sem var slatti af í viftunni og loftopinu.

Á ég að þora að kveikja á tölvunni aftur ?


*B.I.N. = Bilun í notanda*

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Ofhitnun í fartölvu

Pósturaf Gúrú » Þri 13. Maí 2008 19:25

Ertu viss um að aflgjafinn þinn ráði við þetta?

Taktu minnið úr áður en þú kveikir.


Modus ponens

Skjámynd

Höfundur
Sera
Ofur-Nörd
Póstar: 248
Skráði sig: Lau 04. Okt 2003 19:14
Reputation: 11
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Ofhitnun í fartölvu

Pósturaf Sera » Þri 13. Maí 2008 19:27

Gúrú skrifaði:Ertu viss um að aflgjafinn þinn ráði við þetta?

Taktu minnið úr áður en þú kveikir.


Ertu að tala um straumbreytinn ? þetta er fartölva.

Ég get ekkert breytt aflgjafanum fyrir fartölvuna, hann er 19 v 3.4 A


*B.I.N. = Bilun í notanda*

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Ofhitnun í fartölvu

Pósturaf Gúrú » Þri 13. Maí 2008 19:33

Ef að þú ert með 300W aflgjafa á kannski 80% í load og ert síðan að bæta við kubbi og stækka harða diskinn, þá er aflgjafinn þinn ekki að höndla þetta og tölvan hitnar.


Modus ponens

Skjámynd

Höfundur
Sera
Ofur-Nörd
Póstar: 248
Skráði sig: Lau 04. Okt 2003 19:14
Reputation: 11
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Ofhitnun í fartölvu

Pósturaf Sera » Þri 13. Maí 2008 19:38

Gúrú skrifaði:Ef að þú ert með 300W aflgjafa á kannski 80% í load og ert síðan að bæta við kubbi og stækka harða diskinn, þá er aflgjafinn þinn ekki að höndla þetta og tölvan hitnar.


Enn og aftur, þetta er fartölva! það er ekki aflgjafi í henni heldur notar hún straumbreyti/spennubreyti til að drífa sig áfram :)

Ertu þá að segja að þessi spennubreytir fyrir þessa fartölvu dugi ekki fyrir 120 GB hdd og 1 GB vinnsluminni ? hún er gefin upp fyrir allt að 2 GB vinnsluminni, en reyndar er í einhverjum spekkum bara talað um 80GB hdd, en það var líklega áður en að 120GB hdd komu til sögunnar


*B.I.N. = Bilun í notanda*

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Ofhitnun í fartölvu

Pósturaf Gúrú » Þri 13. Maí 2008 19:48

Hehe afsakið.

En ertu að segja að móðurborðið þitt styðji ekki hdið sem þú varst að setja í? :D

Og ef tölvan þín er eldgömul, gæti hún nú þegar verið farin að ofhitna, það gerir ekkert gott að auka álagið á hana :)

Og ertu viss um að móðurborðið þitt styðji þessa kubba?


Modus ponens

Skjámynd

Höfundur
Sera
Ofur-Nörd
Póstar: 248
Skráði sig: Lau 04. Okt 2003 19:14
Reputation: 11
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Ofhitnun í fartölvu

Pósturaf Sera » Þri 13. Maí 2008 19:54

Gúrú skrifaði:Hehe afsakið.

En ertu að segja að móðurborðið þitt styðji ekki hdið sem þú varst að setja í? :D

Og ef tölvan þín er eldgömul, gæti hún nú þegar verið farin að ofhitna, það gerir ekkert gott að auka álagið á hana :)

Og ertu viss um að móðurborðið þitt styðji þessa kubba?


Annar kubburinn var í henni og hinn er alveg eins, þegar ég fletti henni upp á Kingston.com eða Corsair.com þá styður hún alveg þessa kubba, hún styður meira að segja 2x 1gb kubba, ég er með 2x512 mb kubba og bara 333 mhz.

Tölvan er ekkert eld gömul, hún er 2.5 ára.

Eina spurningin er harði diskurinn, ég hef aldrei lenti í vandræðum með að setja 120 GB hdd í fartölvur áður, þó að þær hafi verið komnar við aldur.


*B.I.N. = Bilun í notanda*

Skjámynd

Höfundur
Sera
Ofur-Nörd
Póstar: 248
Skráði sig: Lau 04. Okt 2003 19:14
Reputation: 11
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Ofhitnun í fartölvu

Pósturaf Sera » Þri 13. Maí 2008 20:56

Sera skrifaði:Á ég að þora að kveikja á tölvunni aftur ?


Jæja, setti aftur gamla diskinn í tölvuna, og bara upprunalega minnið. Ræsti hana upp og mældi hitann. Hann er í 43°C
Þá bætti ég nýja minninu í og ræsti aftur, tölvan er í 45°C

Þá á ég bara eftir að prófa að setja nýja harða diskinn aftur í tölvuna, líklega hefur hún náð að kólna vel niður þennan tíma sem var slökkt á henni og hún ætti ekki að hitna upp úr öllu valdi um leið.

Ég er farin að halda að þetta hafi kannski bara verið ryk-mottan sem var yfir lofopinu/viftunni sem olli þessari ofhitnun. En ef einhver veit hvort það skiptir máli að harði diskurinn sé 120 GB upp á hitann að gera þá endilega láta mig vita :) Takk


*B.I.N. = Bilun í notanda*

Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1101
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Ofhitnun í fartölvu

Pósturaf mind » Þri 13. Maí 2008 22:36

Straumbreytirinn þinn ræður við þetta.

Hugsanleg útskýring væri sú að þú værir að taka út 4200rpm disk og látandi í tölvuna 5400rpm/7200rpm disk.
Það væri hitamunur á þeim.

Sumir fartölvuframleiðendur láta hitaskjöld á harða diskinn, getur þurft að færa hann yfir á þennan nýja.

Passaðu að diskurinn fari alveg rétt í vélina , það þarf ekkert mikið til að mynda hitavasa sem gæti orðsakað óstöðulega þegar tölvuhlutum er þjappað svona saman.



Skjámynd

Höfundur
Sera
Ofur-Nörd
Póstar: 248
Skráði sig: Lau 04. Okt 2003 19:14
Reputation: 11
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Ofhitnun í fartölvu

Pósturaf Sera » Þri 13. Maí 2008 22:48

mind skrifaði:Straumbreytirinn þinn ræður við þetta.

Hugsanleg útskýring væri sú að þú værir að taka út 4200rpm disk og látandi í tölvuna 5400rpm/7200rpm disk.
Það væri hitamunur á þeim.

Sumir fartölvuframleiðendur láta hitaskjöld á harða diskinn, getur þurft að færa hann yfir á þennan nýja.

Passaðu að diskurinn fari alveg rétt í vélina , það þarf ekkert mikið til að mynda hitavasa sem gæti orðsakað óstöðulega þegar tölvuhlutum er þjappað svona saman.


Takk fyrir svarið mind.

Ég er búin að skella nýja disknum í (hann er 5400 rpm, hinn var 4200 rpm) hann er að keyra allt í lagi. Tölvan er núna í 54°c búin að vera í gangi í 60 mínútur. Ég held að þetta hafi bara verið rykinu að kenna, það hefur blockerað loftgatið. Vona það a.m.k. :)


*B.I.N. = Bilun í notanda*

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Ofhitnun í fartölvu

Pósturaf Gúrú » Þri 13. Maí 2008 22:52

Gerðu einhvað sem að reynir á hana, t.d. 3dmark eða hardware étandi leiki :twisted:


Modus ponens

Skjámynd

Höfundur
Sera
Ofur-Nörd
Póstar: 248
Skráði sig: Lau 04. Okt 2003 19:14
Reputation: 11
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Ofhitnun í fartölvu

Pósturaf Sera » Mið 14. Maí 2008 12:44

Gúrú skrifaði:Gerðu einhvað sem að reynir á hana, t.d. 3dmark eða hardware étandi leiki :twisted:


Já, ég verð að prófa það í kvöld.

Annars hringdi ég í Boðeind og þeir vildu ekkert gefa út á þetta nema sjá tölvuna :?


*B.I.N. = Bilun í notanda*


ErectuZ
Geek
Póstar: 872
Skráði sig: Mið 24. Mar 2004 21:17
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ofhitnun í fartölvu

Pósturaf ErectuZ » Mið 14. Maí 2008 15:01

Sera skrifaði:
Gúrú skrifaði:Gerðu einhvað sem að reynir á hana, t.d. 3dmark eða hardware étandi leiki :twisted:


Já, ég verð að prófa það í kvöld.

Annars hringdi ég í Boðeind og þeir vildu ekkert gefa út á þetta nema sjá tölvuna :?


Enda er alveg hryllingur að reyna að diagnosa vandamál í tölvu gegnum síma #-o



Skjámynd

Höfundur
Sera
Ofur-Nörd
Póstar: 248
Skráði sig: Lau 04. Okt 2003 19:14
Reputation: 11
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Ofhitnun í fartölvu

Pósturaf Sera » Mið 14. Maí 2008 15:04

ErectuZ skrifaði:
Sera skrifaði:
Gúrú skrifaði:Gerðu einhvað sem að reynir á hana, t.d. 3dmark eða hardware étandi leiki :twisted:


Já, ég verð að prófa það í kvöld.

Annars hringdi ég í Boðeind og þeir vildu ekkert gefa út á þetta nema sjá tölvuna :?


Enda er alveg hryllingur að reyna að diagnosa vandamál í tölvu gegnum síma #-o


susss finnst þér það ? ég geri það oft á dag :)

Ég var nú bara að fiska eftir því hvort að tölvan gæti tekið 120GB hdd. Hún er supportuð fyrir 80 GB. En diskurinn er í núna og keyrir alveg ok, ég á bara eftir að keyra eitthvað heavy í henni til að sjá hvernig hitinn fer.


*B.I.N. = Bilun í notanda*

Skjámynd

Höfundur
Sera
Ofur-Nörd
Póstar: 248
Skráði sig: Lau 04. Okt 2003 19:14
Reputation: 11
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Ofhitnun í fartölvu

Pósturaf Sera » Mið 14. Maí 2008 20:06

Gúrú skrifaði:Gerðu einhvað sem að reynir á hana, t.d. 3dmark eða hardware étandi leiki :twisted:


Jæja Gúrú, ég keyrði BurnTest á tölvunni, hún fór hæst í 72°C en viftan keyrði á meiri krafti og kældi hana alltaf niður í 65 ca. Ég er búin að hafa tölvuna í gangi í 5 klst. og hún er að keyra á ca. 55°C mestan tíman.

Ég útskrifa því þessa tölvu sem í fínu lagi og skelli skuldinni af ofhitnuninni á mikið af ryki og ló sem var að blockera loftgatið á viftunni. :D


*B.I.N. = Bilun í notanda*