Hvers vegna er svona mikill verðmunur??


Höfundur
Daði29
Nörd
Póstar: 111
Skráði sig: Þri 06. Mar 2007 00:02
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Hvers vegna er svona mikill verðmunur??

Pósturaf Daði29 » Þri 04. Sep 2007 17:45

Sælt verið fólkið. Ég er að spá í einu... hér eru tvær fartölvur frá HP af gerðinni Pavilion:

Örgjörvi: AMD Turion 64 X2 TL-56 (1,8GHz)
Skjár: 15,4` WXGA 1280x800 Brightview, Breiðtjaldsskjár
Minni: 2GB DDR2 (2x1024MB) max
Harður diskur: 160GB SATA 5200rpm
Lightscribe DVD skrifari Super Multi
DL stuðningur Skjástýring: NVIDIA® GeForce Go 7200 allt að 256MB
Hátalarar: Altec Lansing hátalarar
HP Pavilion vefmyndavél og innbyggður hljóðnemi
Netkort: 10/100BT netstýring og 802.11 a/b/g
(þráðlaust netkort)
Bluetooth

og hin:

Örgjörvi: Intel Core 2 Duo T7300 (2GHz)
Skjár: 15,4` WXGA 1280x800 Brightview,
Breiðtjaldsskjár
Minni: 2GB DDR2 (2x1024MB) max
Harður diskur: 160GB SATA 5200rpm Drif: Lightscribe DVD skrifari Super Multi (+/-R +/-RW)
DL stuðningur
Skjástýring: Intel Graphics Media Accelerator X3100,
allt að 256MB
Sjónvarpsstýring með fjarstýringu
Hátalarar: Altec Lansing hátalarar
HP Pavilion vefmyndavél og innbyggður hljóðnemi
Netkort: 10/100BT netstýring og 802.11 a/b/g
(þráðlaust netkort)
Bluetooth

Svo, sú efri kostar 120.000 kr. en þessi neðri 150.000 kr. Af þessum upplýsingum um vélarnar að dæma eru þær mjög svipaðar allavegana af þessu helsta báðar með 2GB vinnsluminn, 160GB harðan disk og 256MB skjástýringu...

En örgjörvinn í þeirri efri er frá AMD (Turion 64 X2) en þeirri neðri frá Intel (Core 2 Duo) Getur þessi 30.000 kr. munur stafað bara útaf þessum sitthvora örgjörva? og er þá s.s. AMD örgjörvinn svo mikið lélegri en Intel??

- Takk Daði.



Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1255
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 140
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Pósturaf Minuz1 » Þri 11. Sep 2007 04:29

Sjónvarpsstýring með fjarstýringu,
Windovs media fjarstýring, sjónvarpskort
Vírusvörn, taska og fartölvumús fylgir dýrari vélinni.

Endilega setja inn linka svo að við getum komist betur að svona dóti.
tölvurnar:
http://fartolvur.aicon.is/Efni.asp?Skoda=Article&ID=842
http://fartolvur.aicon.is/Efni.asp?Skoda=Article&ID=845


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það


Höfundur
Daði29
Nörd
Póstar: 111
Skráði sig: Þri 06. Mar 2007 00:02
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Daði29 » Þri 11. Sep 2007 18:15

Ég hef séð þessa fartölvutösku, mús og vírusvörn og það allt saman er virði svona ca. 3500 kr. mesta lagi þetta er algjört rusl dót. Eitthver sem veit hvað það er mikill munur á AMD og Intel? s.s. Turion 64 X2 og Core 2 Duo?



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 471
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf urban » Þri 11. Sep 2007 21:56

Glæsilegur hugbúnaðarpakki fylgir
Microsoft Works 8.0
Microsoft Internet Explorer 7.0
Windows mail
Adobe Reader 8.0
Windows Media Player
Windows Movie Maker
Windows DVD Maker
Windows Media Center
Roxio MyDVD Basic
Roxio Creator Basic
Windows Photo Gallery
HP Photosmart Essentials
HP Quick Play fyrir Windows


merkilegur andskoti þegar að menn segja að frír hugbúnaður fylgi og þurfa að auglýsa það alveg sérstaklega einsog maður sé að fá eitthvað "gefins" frá seljandanum.

en já með munin á þessum tilboðum.
Windovs media fjarstýring, sjónvarpskort
Vírusvörn, taska og fartölvumús fylgir.

allt kostar þetta eitthvað og mér finnst nú líklegra að intel örrinn sé eitthvað dýrari en amd örrinn

já og ég veit ekki hvar þú ætlar að fá fartölvutösku, mús og vírusvörn á 3500 krónur, mættir hugsanlega bara benda mér á það.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


Höfundur
Daði29
Nörd
Póstar: 111
Skráði sig: Þri 06. Mar 2007 00:02
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Daði29 » Mið 12. Sep 2007 18:00

Ok, taskan kostar kannski 3000 kall (hef séð þetta dót sko og skoðað) músin var alveg verri en þessi hér http://www.tolvulistinn.is/vara/603 það sást alveg bara á henni og þegar maður notaði hana svo hún er svona 1500 kall og svo skil ég ekki af hverju þeir segja að þeir láti vírusvörn fylgja... þetta er bara svona bráðabirgða vörn 3 mánuðir held ég og ég held ég sé að fara rétt með að það séu í öllum nýjum tölvum eitthver svona bráðabirgða vírusvörn svo hún er eiginlega ekkert virði.

Segja þá bara samt t.d. að þetta kosti 10.000 jafnvel bara 15.000 kall saman þá er samt alveg 15.000 - 20.000 kall ennþá á milli... og eins og urban segir eitthvað að auglýsa líka þenna 'glæsilega hugbúnaðarðpakka sem fylgir' þetta kemur með öllum HP tölvum og eins og í þessum pakka er Windows media player. Þeir reyna endalaust að láta þetta líta út fyrir eitthver kjarakaup.